Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1953, Qupperneq 14

Freyr - 01.01.1953, Qupperneq 14
8 FREYR er ekkert að segj a. Búj arðirnar í Hólmi gætu þá eins vel orðið 25 og hefði hver 100 hekt- ara lands og væru þá stórbýli, þar sem framfleytt yrði 80 nautgripum á hverju eða tilsvarandi af öðru búfé. Nú munu vera 9 býli í Hólmi. Má þá nær þrefalda fjölda þeirra og mundi hvert þeirra stórbýli samt. Eigi veit ég hver eftirtekja fæst nú af landinu milli Svartár og Héraðs- vatna, frá Vindheimabrekkum að Affalli, en mig grunar að hún sé ekki mikil, miðað við landstærð. Sumt af þessu landi er nú lélegt, fánýtt eða ónýtt, en með hæfilegri meðferð getur það orðið grösugt mjög. Hliðstætt hef- ur skeð annarsstaðar. Þarna hefir eitt sinn verið áveituland á nokkru svæði. Öldungurinn Jóhann á Löngumýri hefir tjáð mér, að þar sem eitt sinn var grasi vaf- in spilda, á tímabili áveitunnar, er gaf eftir- tekju, sem nam 400 hestburðum árlega, sé nú naumast til nytja, nema hrossabeitar, og svo hafi verið síðan áveitan fór út um þúf- ur, en það gerðist hér á árunum, þegar vötn brutuzt úr farvegum við Vindheimabrekk- ur og gera varð sérstakar ráðstafanir, svo að þau spilltu ekki löndum bænda. * * * Víst hafa Héraðsvötn hvarflað sitt á hvað um landsvæðið í Vallhólmi, og tilhneigingu munu þau hafa til þess í framtíðinni. En nútíminn hefir yfir tækjum að ráða, sem vinna stórvirki og mun geta beint þeim í farvegu sína svo að bændur í Hólmi hafi frið með ræktuðu löndin sín. Víður og fríður er Skagafjörður. Hann býður börnum sínum ærið starf og bjarta frjálsa framtíð. Er það furða þó að ungir menn, sem eitt- hvað vilja, hyggi á framkvæmdir og fram- tíð við slík skilyrði? Nei, það er engin furða. Er það undarlegt þó að ungir ráðunautar brenni af þrá eftir að sjá stórvirki gerast í sínu eigin héraði, unnin af félögum og sam- herjum? Nei, það er ekkert undur. í því felzt skáldskapur vorra tíma að gera ónýtt land að akurlendi. Það er líka lista- verk að skapa gróðursæld þar sem nú er mosi eða mæðustrá. Þeir, sem slík hlutverk leysa, eru engu síður listamenn en hinir, er gera líkneski úr gráum steini, eða móta hluti úr leir. Það er rúm fyrir marga, og mikilhæfa, og mikilvirka, listamenn á löndum Skagafjarð- ar, og hann mun fagna veru þeirra og vist og gera verk þeirra ódauðleg, rétt eins og skáldskapur Hjálmars og Stepháns hefir flutt hróður Skagafjarðar víða og gert þá fræga. Þannig er að vísu víðar en í Skagafirði. Svo er víða um okkar lítt numda land. G. Áskrifendur: Athugið hvort ykkur vantar í síðasta ár- gang FREYS. Vér bætum úr eftir getu ef ykkur vantar einstök blöð. Einnig viljum vér vekja athygli á, að eftirtalda árganga er hægt að fá, og ættu menn strax að panta það, sem þeir hafa í hyggju að fá áður en upplag þrýtur. Það sem til er fyrir 30. árg. kostar kr. 2.00 árgangurinn + burðargjald. 31.—40. árg., samtals 10 árgangar, kosta kr. 50.00 (burðargjald meðtalið). 41.—46. árg. (árin 1946—51) kr. 25.00 ár- gangurinn (burðargjald meðtalið). 47. árg. (árið 1952) kr. 50.00 árgangur- inn (burðargjald meðtalið). Einstök laus blöð fá áskrifendur ókeypis. Búnaðarblaðið Freyr.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.