Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1953, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1953, Blaðsíða 17
FRE YR 11 MJÓLKURÍLÁT OG HREINSUN ÞEIRRA. MJÓLKURHÚS. 1. Aldrei skal nota zinkhúðuS ílát, t. d. venjulegar vatnsfötur, því að zink leys- ist upp í mjólk og myndar í henni sölt, sem skaðleg eru heilsu manna. Enn fremur er mjög erfitt að þrífa slík ílát. 2. Aidrei skal nota gleruð (emailleruð) ílát, því að glerhúðin vill brotna og blandast mjólkinni. 3. Nota skal ílát úr ryðfríu stáli, alúmíni eða tinhúðuðu járni eða stáli. Að sjálf- sögðu er ryðfrítt stál bezt. Ef mjólkurílátin eru ekki nægjanlega vel hreinsuð, eru þau hættulegar gróðrarstíur fyrir alls konar gerla og sveppi. — Við hreinsun mjólkuríláta er mjög áríð- andi að hafa gott mjólkurhús. Ekki skal það vera í beinu sambandi við fjósið, því að tryggja verður örugglega, að fjósaþef- ur berist ekki inn í það. 7 mjólkurhúsi skal vera útbúnaður til þvotta á mjólkurílátum, handlaug, hand- þurrkur, þvottaefni og burstar, enn frem- ur grind til að hvolfa mjólkurílátunum á eftir hreinsun. Sömuleiöis skal þar vera góð lcœliþró. 1. Þegar eftlr mjalti'r skal skola mjólk- urílátin með köldu vatni til þess að burtu mjólkurleifarnar. 2. ílátin skulu síðan þvegin úr heitu sóda- vatni; nota skal harðan bursta, ekki klút eða tusku. Áríðandi er að sjóða burstann eftir liverja notkun. 3. Síðan skal skola ílátin með sjóðandi vatni. 4. Því næst skal hvolfa ílátunum á hreina grind eða hengja á vegg. Varast skal að þurrka ílátin með klút eða tusku. Þau eiga að þorna af sjálfu sér. 5. Áður en mjaltir hef jast næst, skal nota ilátín með klórkalks- eða germidín- blöndu, en að því búnu skola ílátin með vatni. NOTKUNARREGLUR: Klórkalk. Nota skal 2 vel fullar matskeiðar af klór- kalki (duft) í 10 lítra af vatni. Germidín. Nota skal 1 matskeið af germidíni (lög- ur) í 10 lítra af vatni. MJALTAVÉLAR. Fyrst er farið var að nota mjaltavélar gerðu menn sér vonir um, að unnt væri að fá mjólkina mun hreinni en með hand- mjöltum. Vonir þessar hafa nær algerlega brugðizt. Reynslan hefir og sýnt, að hirðing vél- anna er svo mikið vandaverk, að ekki er trúandi fyrir því nema sérlega hreinlegu og vandvirku fólki, en því miður er hreins- un vélanna víða mjög ábótavant. Enn fremur virðist júgurbólga tíðari í fjósum, þar sem þær eru notaðar, enda margir framleiðendur hættir að nota þær af þeirri ástæðu. Handmjaltir, sem framkvæmdar eru með vandvirkni og fullkomnu hreinlœti, eru langoftast öruggari og betri fyrir gœði mjólkurinnar, enda víðast hvar handmjalt- að á þeim búum erlendis, sem framleiöa barnamjólk. KÆLING MJÓLKUR. Síðara meginatriðið: að stöðva vöxt og viðgang gerla, sem komizt hafa í mjólkina, er í því fólgið að kcela mjólkina fullkom-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.