Freyr - 01.01.1953, Page 18
12
FREYR
lega, því að tímgun gerla er mjög ör í volgri
mjólk.
Vegna þessa er þvi mjög áríðandi að kæla
mjólkina þegar eftir mjaltir í sírennandi
vatni, og nauðsynlegt er, að kælivatnið sé
fyrir neðan 10° á Celcius. Gæta verður þess,
að yfirborð vatnsins sé hærra en mjólkur-
innar. Ekki skal þéttloka ílátunum, meðan
kæling fer fram.
Rétt er að taka fram, að kæling mjólkur
í snjó á vetrum er ófullnægjandi, því að
brúsinn bræðir frá sér snjóinn, og mynd-
ast þá um brúsann lag aí' kyrru lofti, en
það leiðir mjög illa hita. Slík kæling er allt
of seinvirk. Enn fremur er loftkæling mjólk-
ur ófullnægjandi, jafnvel þótt lofthitinn sé
niðri við frostmark.
Eftirfarandi tafla sýnir glöggt, hve áríð-
andi er að kæla mjólkina vel þegar að
mjöltum loknum:
1. Sé mjólkin kæld niður í 5° á Celcius,
helzt gerlaf jöldínn nokkurn veginn
hinn sami fyrstu 12 klukkutímana.
2. í 10 stiga heitri mjólk fimmfaldast
gerlafjöldinn á fyrrgreindum tíma.
3. í 15 stiga heitri mjólk 15-faldast gerla-
fjöldinn á sama tíma.
4. í 20 stiga heitri injólk 700-faldast
gerlafjöldinn á sama tíma.
5. í 25 stiga hei'tri mjólk 3000-faldast
gerlaf jöldinn á sama tíma.
Tafla þessi sýnir, hve áríðandi er að kæla
mjólkina sem bezt, ef koma á í veg fyrir,
að gerlafjöldi nái að aukast í mjólkinni.
Að síðustu þetta:
Hafið ávallt í huga við framleiðslu mjólk-
ur að halda gerlunum í skefjum, fyrst og
fremst með því að hindra, að þeir komizt
í mjólkina, og síðan með því að koma í veg
fyrir viökomu þeirra, sem komizt hafa í
hana.
Leggjumst því öll á eitt: Framleiðum
eingöngu fyrsta flokks mjólk. Að því marki
skal stefna, og ætti það ekki að vera langt
undan, ef mjólkurframleiðendur viðhafa
fullkomið hreinlætí við mjaltir, meðferð
mjólkur og mjólkuríláta.
Kjörorðið er því:
FULLKOMIÐ HREINLÆTI.
Kári Guðmundsson,
mjólkureftirlitsmaður.
Múmíuhveiti
Fyrir nokkru síðan fluttu blöðin fregnir
af því, að danskur stórbóndi hefði eignast
útsæði af hveiti, sem fengið hafi verið úr
grafhvelfingu suður í löndum og sé þúsunda
ára gamalt, en hafi þó haldið spírunarhæfni
sinni og gefið uppskeru — ekki minni en
þúsundfalda. Fylgdi það sögunni, að bónd-
anum hafi verið boðið stórfé fyrir hveitið,
en hann ekki viljað selja, því að hann geri
sér vonir um glæsilegan árangur af ræktun
þessa hveitis.
Þessi tilkynning hefir að vonum vakið
mikla eftirtekt víða um lönd, og þá einkum
þar, sem kornrækt er stunduð. í fyrsta lagi
spyrja menn, hvort mörg þúsund ára gamalt
korn geti spírað. Menn eiga því að venjast,
að þriggja ára gamalt korn sé því nær óhæft
til spírunar og undantekning ef nokkurt
korn spíri úr því að útsæðið er 5—6 ára.
Þess vegna er það talið með öllu ósennilegt,
að nokkur þúsund ára gamalt korn geti
spírað og hér sé því um að ræða annan ald-
ur útsæðis, en sagan hermir.
Hitt getur aftur á móti staðist, að bónd-
inn hafi fengið 1000 falda uppskeru — þ. e.
1000 korn á strái, sem vaxið er upp af einu
korni. Það lítur glæsilega út að svo geti ver-
iö. Venjuleg uppskera af hverri flatarein-
ingu lands er að vísu aðeins 20-40 falt út-
sæðismagnið, en ekkert er þvi til fyrirstöðu,
að eitt og eitt korn geti gefið mörg hundruð