Freyr - 01.01.1953, Qupperneq 19
FREYR
13
sinnum eigin þyngd. Margföldun eins korns
segir hinsvegar ekkert um hvað mikil upp-
skera fæst af ha lands.
Eftir að fregnin um þúsund korn á einu
strái múmíuhveitis barst um landið í sum-
ar fóru ýmsir að athuga hvort skeð gæti, að
á dönskum ökrum væri hliðstætt til annars-
staðar en hjá múmíuhveitisbóndanum. Þá
var það, að smábóndi einn á Fjóni fann á
akri sínum plöntu eina, vaxna af einu
hveitikorni. Hann sendi Pedersen-Dalum
skólastjóra á Dalum plöntuna, en þar voru
taldir kjarnar á stráum hennar. Út frá einni
rót höfðu vaxið nokkur strá og öll höfðu
þau þétt öx, enda stóð plantan sjálfstæð á
miklu vaxtarrými. Við talningu kom í ljós,
að í öxum hennar voru 4000 hveitikorn.
Uppskera á akri bóndans var ekki nema
rúmar 30 tunnur á ha þrátt fyrir kjarnauðgi
þessarar einu plöntu.
Nýr þúfnaskeri
Á nokkrum býlum hér í Bolungarvík hag-
ar þannig til, að undir þau liggja allvíð-
áttumikil stakþýfð engjalönd, sem auðvelt
mundi að slá með sláttuvél ef stakþúfur
væru numdar á brott. Ábúendur þessara
jarða hafa um alllangt skeið haft áhuga
fyrir að eignast þúfnaskera, er hentaði til
að framkvæma þessa sléttun; hefir oftlega
verið leitað eftir kaupum á slíku tæki hjá
þeim verzlunarfyrirtækjum í landinu, er
fást við verzlun með landbúnaðarvélar, en
án árangurs. Fyrir 2—3 árum keypti Guð-
mundur Magnússon, bóndi á Hóli, jarð-
ýtu frá járnsmíðaverkstæði Steindórs Jó-
hannessonar, Akureyri, ætlaða til að setja
framan á heimilisdráttarvél „FARMALL-A",
en Guðmundur á eina slíka vél. Hefir hann
einkum notað ýtuna til jöfnunar lands og
til að ýta saman með heyi á sumrum. Á
s. 1. sumri datt Guðmundi í hug hvort eigi
myndi unnt að smíða þúfnaskera, er vel
hentaði til framangreindrar sléttunar og
festa hann framan á ýtuna. Ræddi hann
málið við bændur, er áhuga höfðu fyrir því
og varð að ráði að fara á fund Valtýs
Gíslasonar vélsmiðs, er starfar hjá Vél-
smiðju Bolungarvíkur, kynna honum hug-
mynd þessa, og fá hann til að .gera hana
að veruleika. Valtýr er mikill hagleiks-
maður, og vel menntur í sinni starfsgrein.
Málalok urðu þau, að Valtýr smíðaði þúfna-
skera, sem festur er framan á fyrrnefnda
ýtu. Hefir tæki þetta nú verið reynt, og er
skemmst þar af að segja, að það virðist
sérlega heppilegt til að anna því hlutverki,
sem því er ætlað. Á þessu hausti hafa á
þennan hátt verið sléttaðar stórar lands-
spildur í engjalöndum Hóls og Meirihlíðar
í Hólshreppi. Telja hlutaðeigandi bændur
að svo vel hafi til tekizt um smíði á tæki
þessu, að eigi muni áður hafa verið kost-
ur á jafn hentugu verkfæri til þessara nota.
Skerinn er mjög einfaldur að gerð og auð-
velt að stilla hann þannig, að hann skeri
þúfurnar í réttri hæð, svo að landið sé
slétt eftir. Eigi þarf mann til að stjórna
skeranum annan en þann, sem vélinni
stjórnar. Bændur eða aðrir, er kynnu að
hafa þörf fyrir svona tæki, geta snúiö sér
til Valtýs Gíslasonar vélsmiðs í Bolungar-
vík, sem fúslega mun smíða skera fyrir þá,
er þess kynnu að óska.
Þórður Hjaltason.
SœnsJcar votheysrannsóknir.
Talið er að verðgildi þess fóðurs, sem Svíar verka í
vothey, sé nú að minnsta kosti 50 milljóna króna virði
árlega (þ. e. um 170 millj. ísl. kr.). Rannsóknarstarfsemi
hefir verið all mikil vegna votheysverkunarinnar um
undanfarin ár, en nú á að auka hana að miklum mun.
Útflytjendasamband landbúnaðarins hefir heitið hálfri
milljón króna (sænskra) í þessu skyni og auk þess hafa
nokkur fyrirtæki lofað viðbótarfé svo að gagngerðar
rannsóknir verði framkvæmdar á þessu sviði á komandi
árum. Er það ætlunin að hér vinni í félagi og hver á
sínu sviði: grasafræðingar, vélaverkfræðingar, bygginga-
fræðingar, lífefnafræðingar, bakteríufræðingar, fóður-
fræðingar og mjólkurfræðingar.