Freyr - 01.01.1953, Síða 21
FREYR
15
sumar. Kartöflur brugðust að mestu. Hvít-
kál var því nær höfuðlaust í haust, en
í'innskar gulrófur sæmilegar; aðrar teg. gul-
rófna að mestu í njóla. Dilkar voru misjafn-
ir í haust, betri hér á Skriðuklaustri en í
fyrra haust og fullorðið fé víðast vænna en
í fyrra.
Ég sáði Flöjabyggi 16. maí í vor. Það
„skreið“ síðasta júlí, en þroskaðist ekki.
Hafði kímið dáið og myndaðist því enginn
kjarni. Ég hefi ræktað bygg um 10 ára skeið
og hefir það ávallt þroskast, þar til nú, en
ávallt áður hefi ég haft Dönnesbygg.
Þessi köldu sumur vekja ýmsar hugrenn-
ingar og kenna þau ekki minna, eru ekki
síður reynzludrjúg en hin betri árin. Mjög
víða er kvartað um grasleysi, líka á túnum
og af þeirn sökum lítinn heyfeng. Hér á
Skriðuklaustri tel ég að grasspretta hafi
alltaf verið góð og jafnvel ágæt, líka s.l.
sumar, þar sem áburður hefir verið notað-
ur nægur. Mín skoðun er, byggð á talsverðri
reynzlu, að gras þurfi aldrei að skorta, ef
vel er borið á, og jörð ekki dauð af kali á
stórum, samfelldum breiðum. Til þess að
tryggja góða sprettu þarf að bera á hvern
hektara um 100 kg af hreinu köfnunarefni,
70—90 kg af fosfórsýru og 50—100 kg af
hreinu kalí. Jafnvel meira á nýræktarlönd,
sem gerð eru á ófrjóu mólendi og er þá bú-
fjáráburður mjög nauðsynlegur með. Fos-
fórsýru og kalí á aldrei að láta vanta, ekki
á gömul tún og ekki þótt búfjáráburður sé
notaður, nema um gömul og þrautræktuð
tún sé að ræða, eða mikið magn búfjár-
áburðar. Eins til tveggja ára sáðsiéttur á
aldrei að svíkja um fosfór og kalí.
Bændur kvarta almennt um lélegt eða
„svikið" grasfræ síðustu árin. Ég sáði sams-
konar grasfræi og aðrir vorið 1951 á Skriðu-
klaustri í 4 ha. Ég fékk mjög sómasamlega
uppskeru, bar líka á svipað og að framan
er nefnt. Og tegundirnar voru nær eingöngu
hásveifgras og vallarfoxgras, sem í heyinu
gætti, en vallarfoxgrasið tek ég fram yfir
allt annað fóðurgras. Um varanleika þess í
þessum sáðsléttum er að vísu of snemmt að
segja enn, en ekki óttast ég að vinglar og
sveifgras verði lengi að fylla eyðurnar, ef
vallartoxgrasið hverfur. En áburð má ekki
skorta.
Bóndi, sem á 2 kýr, aðra úrvals mjólkurkú,
en hina stritlu og fóðrar báðar kýrnar með
þörf stritlunnar fyrir augum, á á hættu að
drepa góðu kúna úr hor, þótt hin geti verið
í bezta útliti. Sáðgresið gerir meiri kröfur
til áburðar en gömlu túnjurtirnar, borgar
oftast vel, það sem vel er gert við það, en
deyr blátt áfram úr hor, ef það vantar
áburð. Ég hygg að ekki ósjaldan sé áburð-
arskortur orsök lélegs árangurs af sáðsléttu-
ræktuninni. En rétt er það, að háliðagras
hefir skort í grasfræblönduna og háliða-
grasið er harðgerð grastegund. Er sjálfsagt
að þeir, sem óska, geti fengið það í blönd-
um. Ég sakna þess ekki, það rýrnar mjög
við þurrk, ef snemma er slegiö, og sprettur
alltaf fljótt úr sér. Hitt má svo vera aug-
ljóst, að ekki hentar að hafa sömu grasfræ-
blöndu í alla jörð og um allt land. Vallar-
foxgrasið er t. d. harðvellisjurt og mun alls
ekki þola mjög rakan jarðveg. Hásveifgras-
ið á erfitt í mjög þurrum og sendnum jarð-
vegi o. s. frv. Annars eru nú í gangi á öllum
tilraunastöðvunum grasfrætilraunir, og
skal þetta því ekki rætt frekar hér.
Hvaö er hægt að slá hektara í sáðsléttu
á skömmum tíma? Ég ætla að tilgreina
dæmi af sáðsléttunni í Skriðutanga s.l.
sumar. Ég hefi „Farmall" sláttuvél. Stykkið
er 3 hektarar, 100 m breitt og 300 m langt.
Grasið var hátt og þétt á öðrum helmingi
þess, en gisnara og minna nær bakkanum;
hafði liðið þar af þurrki. Þetta stykki sló ég
á 6 og % klukkustundum eða 2 y3 stund
hektarann. Þurfti þó alloft að stanza á öðr-
um helmingi þess vegna hnausa, sem vildu
setjast á tindana. En ég hafði ungling með
um stund, þar sem helzt var hætta á að
festist í greiðunni. Þetta var skemmtilegt
verk og að mínu viti vel unnið og slátturinn
var vel af hendi leystur. Fróðlegt væri að
heyra úr öðrum áttum dæmi um, hve langan
tíma tekur að slá hektarann, þar sem gott
er land og stór stykki tekin fyrir í einu lagi.