Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Side 24
24 LAUGARDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2005
Helgarblaö ÐV
„Um þessar mundir leik ég
jarðarberið í Ávaxtakörfunni,"
segir Lára brosandi en hún leik-
ur einnig í Stelpunum á Stöð 2.
„Það er alveg ofboðslega gam-
an," segir Lára og bætir við að
Ávaxtakarfan hafi farið til Akur-
eyrar og Egilsstaða þar sem þau
sýndu í stórum íþróttahúsum.
„Það er rosa gaman að leika fyrir
svona marga krakka og fyrir
norðan var mjög fín stemning."
Erfingi á leiðinni
„Síðan er ég að vinna á leik-
skóla þrjá tíma á dag. Það er fín
aukavinna og skemmtileg," út-
skýrir Lára heillandi með
einstaklega fallega útgeislun sem
er vægast sagt áberandi í fari
hennar. „Ég ætla svo að leika og
vinna eins lengi og iitli erfinginn
leyfir en hann er væntanlegur
um áramótin," segir hún og
brosir.
blöðin," segir Lára og bætir við að
ekki sé verra ef hún nái að leysa
eina sudokoþraut líka.
Þykir gaman að elda
„Já, mér finnst gaman að elda
en er misjafnlega dugleg við það.
Það fer aðallega eftir svengd og
hvaða hráefni er til í ísskápnum.
Ég nota bara uppskriftir ef ég elda
fyrir matargesti en það er alltaf
freistandi að improvisera svolítið.
Ef maturinn lyktar vel, bragðast
hann yfirleitt líka vel,“ segir hún
hlæjandi í fallega gamla eldhúsinu
sínu.
Líður vel í gamla eldhúsinu
„Mér líður ofsalega vel í gamla
eldhúsinu mínu. Ég reyni alltaf að
vakna snemma á morgnana til
þess að hafa nógan tíma til að fá
mér morgunmat, gott kaffi og lesa
Lára Sveinsdóttir
leikkona Hlakkar
til að takast á við
móöurhiutverkið.
Eldhúsið er gamalt
Láru líður vel í gamla
eldhúsinu sínu.
Gaman að elda „Ég nota
bara uppskriftir efég elda
fyrir matargesti en það er
| alltaffreistandiað
improvisera svolitið."
Lára Sveinsdóttir leikkona geislar af íagætum þokka og fegurö enda er
hún ekki kona einsömuL Henní líður mjög vel í gamla eldhúsinu sínu
og reynir iðulega að vakna snemma og njóta morgunsins.
Uppskriftin
hennarLáru
HAFRftMJÓLSKAKA HÓLMFRÍÐAR
LAMGÓMMU:
2 bollar bvéíti
2 bollaj haframjol ■
2 bollar sykur (má vera minna
magnj
2 bollar mjólk tl súrmjólk
2 tsk natron (matarsódi)
1 tsk kanill
1 tsk negull
Allt hrært saman en það er betra að
hafa kokuna í stóru formi til að hCCh
bakist jafnt. Hún lyftir sér ekkert. -
Bakist við 200*C í 45 mín.