Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Side 33
Menning DV
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 33
Nýr Shakespeare fundinn
Það hafa staðið deilur í árhundruð um höfund
þeirra verka sem kennd eru við Shakespeare í dag.
Nú hefur enn bæst við í þann hóp sem tilgátur eru
um að hafi skrifað leikritin og ljóðin: í ritinu The
Truth Will Out: Unmasking the Real Shakespeare
halda tveir kennimenn því firam að herra Henry
Neville, sem gekk undir gælunafninu Falstaff, hafi
verið höfundur verkanna.
Rökin eru sótt í mannlýsingar á ættmennum
Neville: Edward III og Jóni Gánt en báðum er lýst
af mikilli nákvæmni í söguleikjunum. Neville var í
forsvari fýrir London Virginia Company en gögn
úr fórum þess urðu burðurinn í Ofviðrinu en þau
lýstu skipskaða við Bermúda 1609. Þá er talið lík-
legt að höfundur verkanna hafi þekkt vel til við
hirð Eh'sabetar fýrstu sem Neville gerði.
Ýmsir fræðimenn hafa mótmælt kenningunni
í dag, en það hefur löngum verið sterk tilhneiging
í bresku fræðasamfélagi að trúa því illa í öllu
heimildaleysinu að ómenntaður leikari hafi getað
sett verkin saman.
Líklegir höfundar verkanna hafa utan Neville
verið nefndir til þeir Francis Bacon, sá veraldar-
vani heimspekingur og stjórnmálamaður, aðals-
maðurinn Edward de Vere og Christopher Mar-
lowe skáld.
Er þetta ekki höfundurinn mikli
Síhasta poppstiarnan
Sem gagnkynhneigður karl-
maður sem ólst upp á 9. áratugn-
um hef ég ávallt haft blendnar
tilfinningar til George Michael.
Duran var óumdeilanlega svalari.
Og ekkert í myndinni í Different
Story um það tímabil er líklegt til
að breyta skoðun manns. En það
sem kemur manni mest á óvart er
hversu samkynhneigður 9. ára-
tugurinn var, áður en hún þótti
jafn eðlileg og hún þykir (víðs veg-
ar) í dag. Hljómsveitir eins og
Frankie Goes to Hollywood og
Culture Club voru allsráðandi, og
þó að Michael hafi enn verið í
skápnum voru þeir samkyn-
hneigðari en flestir í útliti og
hegðun. Og allar þessar hljóm-
sveitir voru betri en það sem heyr-
ist á vinsældarlistum í dag.
Andrew Ridgeley er dreginn
fram en fær h'tið að tjá sig, er kjaft-
aður í kaf af George nú jafnt sem
þá. Á hátindi vinsælda þeirra losar
George sig við viðhengið Ridgeley
og gefur út plötuna Faith og nýtur
enn meiri vinsælda. En enn gerir
hann mest út á kynþokkann og
virðist hafa h'tið annað til mál-
anna að leggja.
En svo gerist eitthvað. Hann
kemur út úr skápnum, fyrst gagn-
vart sjálfum sér, svo gagnvart um-
heiminum. Hann fer í kjölfarið að
semja betri lög. Glatar einhverju
af vinsældum sínum, en tekst að
verða skapandi listamaður sem
George Michael:
A Different Story
Bretland
Leikstjóri: Southan Morris
★★★★☆
Kvikmyndir
vert er að fýlgjast með. Hann
verður óvænt talsmaður listræns
frelsis þegar hann gefur út hina
fremur þroskuðu plötu Listen
Without Prejudice og lendir upp á
kant við útgáfufyrirtækið þegar
hann neitar að túra eða koma
fram í myndböndum. Hann tapar
málaferlum við Sony og þarf að
kaupa sig lausan úr samningnum.
Myndin sýnir hvað var að ger-
ast bak við tjöldin á þessum tíma,
ástarsamband hans við dansar-
ann Anselma og andlát hins síðar-
nefnda úr eyðni, sem gerði Mich-
ael óstarfhæfan í lengri tíma.
Hann snéri þó aftur árið 1996 með
plötuna Older, sem verður að telj-
ast afar hugrakkur titill hjá popp-
stjörnu.
Árið 1998 er hann svo aftur á
forsíðum blaða um allan heim
þegar hann er handtekinn af lög-
reglumanni sem fékk hann með
sér inn á klósett. Ásökunin var
ótrúleg, maður getur ekki annað
en ímyndað sér að ef fallegar kon-
ur í lögreglubúningum tældu karl-
menn með sér eitthvert hefðu þær
ekki undan að handtaka þá.
En George brást eins karl-
mannlega við og hugsast
getur, viðurkenndi opin-
berlega samkynhneigð
sína og gaf út hið stór-
skemmtilega lag (og J
enn skemmtilegra
myndband) Out-
side, þar sem hann
gerði grín að öllu
saman.
En honum
tókst aldrei að
endurheimta
vinsældir sín-
aríBandaríkj-
unum, og
heldur því
sjálfur fram að hann hafi verið
settur á bannhsta eftir deilur sínar
við Sony.
Lagið Shoot the Dog, þegar
hann gagnrýnir stríðsrekstur
Bush-stjórnarinnar
harðlega við
besta
diskógrúf,
varð svo til-
efni raun-
verulegrar r
ritskoðunar,
þegar hon-
um var
úthúðað í
fjölmiðl-
um fyrir
stjórn-
málaskoð-
anir sínar.
Saga
George
Michael,
sem svo
auðveld-
lega hefði get-
að orðið innan-
tómt glæsilíf
glaumgosa, er því saga manns
sem fómar vinsældum og pening-
um fýrir skoðanir sínar og listrænt
frelsi. Ólíklegt er að poppstjörnur
dagsins í dag hafi slíkan kjark.
Myndin er sýnd að öllu leyti
frá sjónarhóli Michaels og
sýnir því ekki endilega
allar hliðar sögunn-
ar. En hún er saga
sem á fullan rétt
á að heyrast.
Valur
Gunnarsson
Gísli Rúnar sestur upp á Steinunni Ólínu í Kaliforníu
Setur þar upp starfsstöð um sinn
Gfsli Rúnar heima við
Nú býr hann sér nýtt ból I
nágrenni Hollywood
Hinn kunni meistari orðlista og
sviðslista Gísli Rúnar Jónsson hefur
flutt sig um set frá íslandi og
hreiðrað um sig á vesturströnd
Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Los
Angeles. Mun ætlun hans að hafa
þar vetrarsetu og verstöð, en Gísli
hefur um langt skeið verið afkasta-
mikill og ffjór þýðandi gamanverka
og söngleikja og fært í les marga
góða hugmyndina á íslensku.
Eins og títt er um íslendinga á
erlendri gmnd, í nýrri borg, nýtur
Gísli gistivináttu þeirra Steinunnar
Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og
Stefáns Karls leikara sem hafa búið
þar í margmenninu um nokkurt
skeið en þau þrjú hafa áður unnið
saman og er vel til vina. Hyggst
Gfsli koma sér upp aðstöðu þar
ytra og vinna að þýðingum í sólinni
en hann hefur oft kvartað yfir
þunga myrkurs og kulda hér á sker-
inu.
Kunningjar þeirra þriggja eiga
sér margir þá ósk að geta verið
fluga á vegg þar vestra í sambýli
Steinunnar og dætra hennar við þá
Gísla og Stefán, einkum á kvöld-
málstímum.
NýttTMM
Lestur á síðasta hefti TMM
færir manni heim sanninn um
að Silju Aðalsteinsdóttur er að
takst að gera úr fýrirbærinu
spræka skepnu í menningarlíf-
inu. í heftinu 3:2005 em birtar
greinar, smáar og stórar, skáld-
skapur í lausu og bundnu, og
ömggan vilja má lesa í heftinu
síðasta til að gera það að mark-
tækum þátttakanda í menning-
ammræðu hér á landi.
Efiiið er fjölbreytilegt: Glæsi-
leg greining Ármanns Jakobs-
sonaré. Skugga
Baldri eftir Sjón
varpar ským
ljósi á innviði
sögunnarsem
'í virðist vera svo
' afar einföld við
fýrsta lestur.
Beinasér-
fræðingur
þjóðarsál-
arinnar
Jón Karl
Helga-
son heldur afram greftri sínum í
haugnum: hver á þennan lær-
legg? Hver á kjúku? Að þessu
sinni eltir hann hina merkilegu
sögu um beinagröft Guðbrands
Jónssonar.
Að vanda birtir TMM ljóð:
Fimmtíu ára aldursbil yngsta og
elsta ljóðskáldsins í heftinu sýn-
ir okkur f senn breidd og veik-
leika ljóðsins hér á landi sem er
alla jafna persónuleg
smámyndagerð.
Sama eðli em verð-
launaðar örsögiu í
heftinu. Hinn tengdi
atriðaheimur reynist
ófær í lýsingum text-
ans,
sam-
hengið
offlókiðf
skýringum.
Skáldið
starir oní
smáatriðin
og læst
ekki heyra þytinn kringum sig.
Kristján Jóhann Jónsson er
hin óvænta stjama heftisins:
hans afhjúpun á innviðum
gagnrýni Þórbergs Þórðarsonar í
hinni frægu ritgerð Einum
kennt - öðmm bent er sláandi
og kurteis, en ritgerðin hefur
löngum verið f gylltu hillunni
sem möst í íslenskri texta-
vinnslu en reynist við nána
skoðun standa á ansi loftkennd-
um stoðum.
Þá á Kristján ritdóm um ævi-
sögu HKL eftir Halldór Guð.
Skriplast þar á tveimur stöðum
um athafnir og erindi skáldsins
á leiksviðum landsins. Þátttaka
HKL í leikhússtarfi er raunar
undarlega sniðgengin í riti
Halldórs Guðmundssonar og sú
stærð sem sviðsetn-
ingar á verkum
i hans náði í að-
sókn óskýrð og
) það sem verra er
engar ályktanir
(af henni dregnar.
Þáerennsíður
metinn sá inn-
gangur sem
leikhúsið varp
HKLinní
| Laxness Sviðsverk I módemisma
| vanmetin. | síðustu
verka hans.
Að auki em níu aðrir vand-
aðir ritdómar um ritverk frá síð-
asta ári, sérlega veitandi dómur
Helga Skúla um úttekt Kristjáns
Jóhanns Jónssonar - aftur - á
bókmenntafræðiverkum Gríms
Thomsen.
Þeir leita Jónar - Sen og
Proppe- að gmnni tveggja há-
tíða: myndlistarmessu listahátíð-
ar sem átti að vera um, frá, gegn
og undir Roth en var bara allt
annað og fáir vildu sjá; og svo vill
Sen finna gmnn Reykholtshátíð-
ar: hann er gmnlaus um að hann
smíðaði organista og söngstjóra í
dalnum á síðustu öld.