Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 3 A að hvíla leynd yfir handhöfum diplómatískra vegabréfa? Ekkert sem þarf aðfela „Nei, mér fínnst að almenning- ur ætti að fá að vita þetta. Þetta er ekkertsem þarfað fela." Kjartan Þór Birgisson nemi. „Ég veit ekkert um þettamál." Pálmi Ragnar Ásgeirsson nemi. „Ég hef engaskoðun á þessum mál- um." Alfreð Jóns- son verslunar- . maður. „Nei, mér fínnstþað alls ekki." Gyða Dögg Ein- arsdóttir nemi. „Nei, það ætti ekki að hvíla nein leynd yfír því.‘ Bernharður Filip vöru- flutninga- stjóri. Spurning dagsins Mikil leynd hvílir yfir því hverjir eru handhafar þjónustu- og diplómatískra vegabréfa. Utanríkisráðuneytið þverneitar að afhenda DV lista yfir þá sem eiga slík vegabréf. DV kærði ráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Dóttir Einars skömmuð Einar K. Guðfinnsson skrifar á: ekg.is/ Framsókn ífararbroddi Hann varð sér þó til skammar kallinn sem hringdi full og frekur heim til min til þess að skammast yfir því að við hefðum verið sein til að svara í ráðuneytinu, ein- hvern timann þegar hann hringdi þangað eftir há- degið. Skapvonsku sinni veitti hann út- rás með þvi að hella sér yfir dóttur mína; og það á sjálfan kvennafrí- daginn! Enginn tók þetta nærri sér. Dóttir gekk keik til bar- áttufundarins ásamt móður sinni og 50 þúsund öðr- um konum. Við skemmtum okkur svo fjölskyld- an yfir þessu atviki við kvöld- verðarborðið. Enda er þetta dálítið fyndið. Kall hringir heim til mín á KVENNATRÍ- DAGINN og skammar DÓTT- UR mina fyrir það að honum finnst við KARLARNTR í ráðuneytinu vera seinir til svars! - Þessi kall þurfti bersýnilega á þeirri lexíu að halda sem kvennafrídeginum var ætlað að veita. penna- striki. Þá var flott hjá honum að setjast við simann þegar konur gengu út. Þá hefur Val- gerður Sverrisdóttir verið ötul við að styðja við konur í atvinnu i atvinnulif- jafnréttismál til sín taka og mun áfram leggja sitt til þess mikil- væga mála- flokks. °g launamunanns mu vegna fá Þetta aðeins eru c-il Hjálmar Arnason sknfar a: althingi.is/hjalmara/ Forsætisráðherra kemur á fót sérstökum jafnréttis- sjóði sem ætlað er að glíma við kynbundinn launamun, Árni Magn- ússon hyggst draga karla til frekari ábyrgð- ar í jafnréttisbaráttu kynjanna, auk þess sem hann útrýmdi inni- byggðum launa- mun í ráðuneyt- inu með einu leg dæmi af beinum að- gerðum fólks úr for- ystusveit Framsóknar- flokksins. Þó fækkað hafi í ríkisstjórn breytir það ekki þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn steig fyrstur flokka þau skref að hafa jafn marga karla og konur í ríkisstjórn - og það þó konur væru færri í þing- flokknum. Flokkurinn lætur Össur Skarphéðinsson skrifar um peningagjafir stórfyrirtækja til stjórnmálaflokka og veltir fyrir sér hvort Gísli Marteinn og VU- hjálmur Þ. muni opinbera kostnaðinn við baráttu sína. Hvað kostar borgarstjórastóll? Fjárreiður stjórnmálaflokka eru umluktar leynd og makki. Stjórnmálaflokkar fjármagna sig að töluverðu leyti með framlögum frá stórfyrirtækjum. Hvernig halda menn að Framsóknarflokkurinn hafi greitt fyrir gríðar- legt auglýsingamagn sem hélt honum inni í ríkisstjóm? Halda menn að það séu ríkisstyrkir og félagsgjöld sára- fárra borgandi félaga sem greiði þær svimandi upphæð- ir sem þarf til að halda úti slíkri auglýsingaherferð? f síðustu kösningabaráttu dró DV það út með töngum að Framsóknarflokkurinn var í mánaðarlegri áskrift hjá umdeiidu stórfýrirtæki hér á landi. Það var staðfest með viðtali við forystumann Baugs að Framsókn fékk á hveijum mánuði greitt ffá Baugi yfir 170 þúsund krón- ur. Ætli Baugur hafi verið eina fýrirtækið sem Framsókn var í áskrift hjá? Sú hætta er alftaf fýrir hendi að stórfyrirtæki sem greiða stórar upphæðir á íslenskan mæli- kvarða í flokkssjóði nái þannig óeðlilegum ítökum í flokkum sem þær þiggja. Það gildir ekki síst þegar flokkamir em í ríkisstjóm, eða stýra sveitarfélögum, og stefna og ákvarðanir stjómvalda geta haft mikil áhrif á hagsmuni þeirra. Æ sér gjöf til gjalda og sá sem hefur verið formaður í stjórnmálaflokki hefur nasasjón af þeim þrýstingi. Þessvegna eiga kjósendur að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um það ef fyrirtæki em að leggja fram stórar ijár- hæðir. Þeir eiga þá sjálfir að geta metið hvort hugsanlegt sé að framlög stórfyr- irtækja kunni að hafa áhrif á umdeild- ar pólitískar ákvarðanir. Þessvegna er ég fylgjandi þeirri hugmynd sem Davíð Oddsson setti fram, að opinber fjárfram- lög til stjórnmálaflokka væm aukin gegn því að bannað yrði með lögum að fyrirtæki styrktu stjórnmálaflokka nema þá hugs- anlega um mjög smáar upphæðir. Hættan er þó miklu meiri þegar einstakir stjómmálamenn eiga í hlut. Pólitíkin hefur þróast þannig að stjórn málamenn verða að leggja í fok- dýrar kosninga- baráttur til . . jjStór- draimfu^úÖ skyIdi ■stsiasst vunjaun ræða^ Jí*sta Kast- prófkjömm. Upphæðimar sem þar em á floti em svo mikl- ar að það er ómögulegt að þeir greiði þær sjálfir. Stórfyrirtæki geta þannig náð hættulegum tengsl- um við einstaka stjórn- málamenn. Hvað skyldi draumur um borgarstjórastól kosta í dag og hvern- ig er hann fjármagn- aður? Það væri gam- an að heyra Gísla Martein og félaga Vilhjálm ræða það í næsta Kast- ljósi. 1 Össur Skarphéðinsson líða vel! Láttu þér O) £ 'o Gufu- og nuddsturtur Elgo Troding ehf. Gsm. 898 5500 eða 893 2309 • Tölvupóstur: elgo@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.