Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 LlfiO DV Á meðan frægt fólk vestanhafs lendir í skotbardögum og deyr úr of stórum skammti eiturlyfja eru allir prúðir hérna á íslandi. Það er ekkert fútt í fræga fólkinu. Eftir frétt gærdagsins um að Jenni í Brain Police hafi verið stunginn er ekki annað hægt en að athuga hverjir hafa komist í kast við lögin af þeim frægu hér á landi. Einar Ágúst Víðisson, fyrrverandi júróvisjánfari og Skítamóralsmeð- limur, er hinn eini sanni islenski bad boy. Hann var handtekinn í eitur- lyfjabösti lögreglunnar sem seinna varð þekkt undir nafninu Dettifossmálið en þar voru 15 kíló af amfetamíni gerð upptæk. Samkvæmt lögregluskýrslu var Einar að kaupa sér ein 50 grömm afspítti og neitaði hann í viðtali að hafa verið með slíkt magn á sér. Hann sagðist hafa verið með fjögur til fimm grömm og að sá skammtur myndi endast honum i dágóðan tíma, enda væri hann einungis „diskóbytta". Einar mætti svo ekki fyrir dóm og sagði faðir hans í samtali við DVað Einar væri á drykkjutúr. DV fjallaði mikið um m ið og launaði Einar því lambið með því að gefa biaðamanni krók á skemmtistaðnum Sólo dag er Einar kominn á beinu brautina og er útvarps- maður á FM957 en Kiss FM hafa einnig reynt að narra hann til sín,því vist er að slæmi strákurinn Einar Ágúst er flottur útvarpsmaður. Erpur Eyvindarson má eiga það að hann er bölvaður bad boy líka. Hann var búinn að hneyksla höfuðborgina með hárbeittum og dóna- legum textum. Hann var búinn að móðga dreifbýlið með atriðum sín- um í Johnny National og fólk hugsaði: Hvað er næst? Hinn pólitíski og vinstrisinnaði Erpur lét til skarar skríða eina nótt með félögum sín- um og kastaði bensín- sprengju I bandaríska sendiráðið. Sprengjan var svo sem ekki stór I sniðum en það var greinilegt að húsið þyrfti að mála upp á nýtt. Eftir að hafa sofið úr sér I fangageymsl- um lögreglunnar var Erpur sýknaður i hér- aðsdómi, en var á end- anum dæmdur til þess að greiða gommu af seðlum i Hæstarétti. Erpur sagði svo I lagi að hann væri stoltur af því að kasta sprengju „í stað sem kennir línu- dans." Jens Ólafsson, söngvari I Brain Police, lenti nú aldeilis nýlega I bobba. Hann var stunginn I lærið af sambýliskonu sinni El- ínu Guðlaugu Hólmarsdótt- ur og komst á forsiðu DV fyrir vikið. I viðtali við DV kemur fram að þau hafí verið að drekka áfengi og að eftir mikið rifrildi hafi Jenni verið stunginn, en að eigin sögn hafa þau aldrei slegist og eru lítið ofbeldis- fólk. Jenni má þó eiga það að hann er alveg rosalegur rokksöngv- ari. Björk Guðmundsdóttir lúbarði Ijósmyndara á flugvelli eitt sinn. Ljósmyndarinn var að reyna að taka mynd afsyni hennar, þegar Björk óð I hann. Það var ekki„so qui- et". Björk hratt afstað mikilli bylgju i Ijós myndarabarsmíð um en fjöldi stjarna hefur tekið upp á því að lemja Ijósmyndara síðan Björk gerði það. Það má næstum því segja að Árni John- sen hafí stolið jólunum, en allir ættu að kannast við fjár- glæpi hans. Margir vilja meina að brot Árna hafí í raun legið I þeim hræði- legu skúlptúrum sem Árni gerði á meðan hann sat inni á Kvíabryggju. Hann kýldi svo Hreim í Eyj- um en þeir eru víst vinir dag. Það eru svo margar sögur um hljómsveit- ina Jet Black Joe að það hálfa væri nóg. Það er allavega ein afþeim sem er sönn og það er þegar þeir voru að spila á Sjall- anum á Isafírði. Þar brutust út heljarinnar hópslagsmál sem náðu alla leið út á götu. Lögreglan átti fullt í fangi með að stöðva slagsmálin en þar slógust vist menn með öllu tiltæku, meðal annars borðum og stólum. Það eru til mun fleiri sögur um Jet Black Joe og villtar skemmtanir þeirra á árum sínum I bransanum. Þröstur iMínus sem er oftast þekktur sem Bassafanturinn slóst við Friðrik Weiss- happel inni á Kaffibarnum. Lögreglan var reyndar ekki kölluð til en myndir afátök- unum birtust íSéð og heyrt. Ekki er vitað hver hafði betur en veðbankar veðja víst á Bassafantinn. Það er alltaffjör í því að sjá stjörnurnar slást. Stefán Hjörleifsson gítarleikari var ákærð- ur ásamt Kristjáni Ra og Árna Þór fyrir fjár- drátt. Hann varsá eini sem ekki fékk neinn dóm og slapp algjör- lega með skrekkinn. Bobbi samt sem áður. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur er 58 ára í dag. „Af því hann er fædd leynilögga finnst honum hann hafa fullan rétt til að vera leyndardómsfull manneskja. Ólíklegt er að hann opinberi neitt sem er of persónulegt og það er reyndar ágætur kostur í fari hans," segir í stjörnu- spá hans. Gísli Guðjónsson í f ft Vatnsberinn Þú ert minnt/ur á það hérna að þeir sem leita stöðugt að öryggi halda áfram að leita alla ævi án þess að finna það sem leitað er að. Fiskarnir (i9.febr.-20.man) Þú býrð yfir þeirri góðu gáfu að láta hverjum og einum finnast hann eða hún vera sólin í lífi þlnu og það eflir þig á tilfinningasviðinu. M\\)fm(21.man-19.aprll) Mikilvægt er að þú áttir þig á að reiði er viðbragð. Hér kemur fram mislyndi og hlédrægni því þú þarfnast án efa geysilega viðurkenningu um þessar mundir. Slakaðu á og hugaðu að jafnvægi þínu ef skapið flækist fyrir þér kæri hrútur. Nautið (20. aprH-20. mai) Ekki gefa drauma þína upp á.A bátinn því þeir lifna svo sannarlega við innan tíðar. Tvíburarnirfií. maí-21.júnl) Þú ert fær um að endurmeta verðmæti alls í tilveru þinni en mættir setja þér tlmamörk og taka á málum Ifðandi stundar. JSBfe Vjabbm (22.júnl-22.júlQ__________________ Óhófleg bönd við minningar fortlðar eru þér ekki fyrir bestu og eitt stærsta verkefni þitt er án efa að sleppa takinu af ýmsum gömlum minningum og lifa algjörlega f nútíðinni. LjÓnÍðc3./ií//-22.<?9iíst) I upphafi ástarævintýris getur þú heillað næstum hvaða manneskju sem er. Hlustaðu betur og vertu þolin- móðari og hættu að taka á þig hálfa ábyrgðina á mistökum sem þú hefur jafnvel upplifað í samböndum fortíðar. Meyjan 0. ágúst-22. sept.) Næsti kafli sem þú ert um það bil að ganga í sýnir þig í góðu jafnvægi þar sem bjartsýni og friður einkennir Þíg- Vogin (23.sept.-23.okt.) Jafnvægi ríkir milli þín og fé- laga þinna og sú vinátta hjálpar þér að takast á við hvaða hindranir sem kunna að verða á vegi þínum. Allir vegir eru þér færir og það veistu innra með þér. Sporðdrekinn (24.okt.-nm.) Ef marka má stjörnu sporð- drekans hefur andlegur þroski náðst og næsta skref birtist þar sem nýr kafli hefst. Birta umlykur þig hérna. Bogmaðurinn 12in0v.-21.des.j Óskir þlnar eru um það bil að rætast og erfiðir tímar tilheyra fortíð þinni en mikilvægt er að þú vitir að hugarfar þitt skiptir miklu máli ef vel á aðganga. Steingeitin (22.des.-19.janj Sigurganga þín er um það bil að hefjast þar sem velgengni einkennir þig. Óendanleg tækifæri leita þig uppi og þú munt grípa þau á hraðri leið inn í hamingjuna. SPÁMAÐUR.IS 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.