Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Lúðvík í launastríð Lúðvík Geirsson hefur lagt til atlögu gegn kynbundnum launamun. Á bæj- arstjómarfundi í fyrradag lagði hann fram ályktun um að skipa starfshóp sem hefði það hlut- verk að fara kerfis- bundið í gegnum launa- kerfi bæjarins til að kanna hvort þar sé að finna kyn- bundinn launamun innan sambærilegra starfa. Finn- ist slíkur munur skal hon- um verða „útrýmt," eins og segir f ályktuninni. Bæjar- stjórn samþykkti þessa til- lögðu Lúðvíks samhljóða og því er baráttan gegn launamun kynjanna hafin í Hafnarfirði. Auður áfram gegn Hannesi Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Auður höfðaði málið vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Halldór. Áður hafði héraðsdómur vísað því ffá en Hæstiréttur vísaði því aftur í hérað að frátalinni skaðabótakröfu sem vísað var frá dómi. Því verður höfðað nýtt bóta- kröfumál með skaðabóta- kröfu á öðmm grundvelli en þeim sem vísað var frá dómi. Gert er ráð fýrir að málin verði sameinuð í héraðsdómi þann 19. des- ember. Skila auðu á samræmdu „Við höfðum samband við alla háskóla í landinu og spurðum hvort þeir færu eftir þessum prófum," segir Alda Marín Kristinsdóttir sem fer fyrir hópi nemenda við Fjölbrautaskóla Suður- lands sem berst gegn sam- ræmdum stúdentsprófum. „Þeir neituðu því allir." Á miðvikudaginn var fundur á sal skólans þar sem próf- unum var mótmælt og hvatti Alda nemendur til að skila prófunum auðum, sjálf hyggst hún gera það. Álda segir prófin ekki þjóna neinum tilgangi nema að gera nám í framhaldsskól- um einsleitari. DV hefur kært utanríkisráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna neitunar á ósk um lista yfir handhafa þjónustu- og diplómatískra vegabréfa. Mörð- ur Árnason hefur tekið málið upp á þingi og lagt fram fyrirspurn til Geirs H. Haar- de utanrikisráðherra. Morður spyr Geir um diplómatapassana „Þessi úrskurðarnefnd á ekkert við um þingið. Þingið á að fá þær upplýsingar sem því sýnist," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á þingi um einstaklinga með diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Geir Haarde þarf að svara eftir mest tíu virka daga frá því þing- fundir hefjast aftur 3. nóvember. Fyrirspurn Marðar fer formlega inn á þingið 3. nóvember en þingið snýst mikið ,til um fundi og gerist ekkert milli þeirra. Mörður fer sér- staklega fram á að fá svör flokkuð eftir töluliðum annarrar greinar reglna um diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. í fyrirspurn Marðar er farið fram á upplýsingar um handhafa þessara diplómata- passa eins og sá listi lá fyrir 1. sept- ember. Það er áður en DV fór að garfa í þessu máli sem ætlar að reyn- ast talsvert stærra en ætla mátti í fyrstu - en leyndin sem yfir listanum hvílir gefur ástæðu til að ætla að far- ið hafi verið frjálslega með vegabréf- in. Upplýsingar sem eiga að vera öllum opnar DV kærði utanrfldsráðuneytið fyrir nokkru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ráðuneytið hafði lofað að taka saman lista yfir handhafa þjónustuvegabréfa og diplómatískra vegabréfa en skyndi- lega kom babb í bátinn. í bréfi frá Helga Gíslasyni kom fram að ráðu- neytið hafnaði beiðninni og bar fyrir sig persónuvernd. Merði þykja þær skýringar langsóttar. „Þetta er úthlutun á gæðum. Stuðst er við ákveðnar reglur og er opinber athöfn. í lýðræðisríki á þetta að vera öllum opið," segir þingmaðurinn. Maðkur í mysunni? Mörður telur starfsmenn ráð- herrans, utanríkisráðuneytið, koma í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega blaðamennsku af hálfu DV. Hann bendir jafnframt á að í reglum um þetta sé tiltekið hverjir eigi rétt á þessum bréfum eftir embættum, stöðum og hlutverki ýmiss konar. „Og það getur ekki verið leyndarmál hver er forseti íslands eða aðstoðar- maður utanríkisráðherra þannig að nefndir séu tveir nokkuð ólíkir handhafar diplómatískra vegabréfa. Og er ekki sjálfsagt að allir megi vita um þá sem fá þessa passa á öðrum forsendum? Nema þá að sé maðkur í mysunni?" Fjölmiðlar í fullum rétti Nú er málið, að undirlagi Marðar, komið til kasta löggjafarvaldsins en því ber samkvæmt stjórnarskrá að hafa eftirlit með ffamkvæmdavald- inu. Af tæknilegum ástæðum er far- ið fram á að svar Geirs sé skriflegt enda er hér um að ræða lista yfir fimm hundruð manns eða svo að mati Marðar. „Ég hef í sjálfu sér enga ástæðu til að halda annað en að allt sé með felldu. Ég tel hins vegar að DV og aðrir fjölmiðlar hafi fullan rétt á að fylgjast með þessu. Úr því að utan- rfldsráðuneytið færist undan því að svara ykkur mun ég láta á það reyna hvort utanrfldsráðherra mun gera slfld hið sama og vflcja sér undan því að svara Alþingi þessu." Siv Friðleifsdóttir er varaformað- ur utanríkisnefndar. Hún telur ekki líklegt að þetta mál komi fyrir nefndina. Aðspurð segist ekki vilja tjá sig um það hvort eðilegt megi teljast að leynd hvfli yfir því hveijir eru hand- hafar vegabréfanna. Hún hafi ekki kynnt sér málið nægjan lega vel til þess. jakob@dv.is Mörður Árnason Krefurut- anrikisráðherra svara og vill fáað vita hverjirséu hand- hafar diplómatískra - sem °g þjónustuvegabréfa. Geir H. Haarde Meröi leikur forvitni á að vita hvort Geir Ibregstviðlíktog skrifstofa hans, utan- I ríkisráðuneytið, og I neiti að upplýsa um I málið.Mörðurvillfá I flokkaðan lista yfír 3 handahafa bréfanna I eins og sá listi var 1. 1 september. Siv Friðleifs- dóttir Varafor- maður utanrikis- nefndar telur óllklegt að málið komi tilkasta nefndarinnar. Hún villekkitjá sig um hvort leyndin sé eðli- leg - hefur ekki \kynnt sér málið. Hjálpum þeim - kaupmönnunum Utanrikisráðuneytið Harðneitar DV um aðfá lista yfir handhafa diplómatapassa Það hefur verið kært og hefur nú Mörður lagt fram fyrirspurn til löggjafarvaldsins Jólin 2005 geta orðið kaupmönn- um erfið. Helstu áhyggjur þeirra eru þær að ekki fáist starfsfólk til að vinna í verslunum þá daga sem opið er lengur en venjulega. Á þessu hefur Svarthöfði skilning enda ekki við öðru að búast en að al- menningur vilji sinna jólainnkaup- um frekar en að binda sig við af- greiðslustörf þessa skemmtilegu daga og kvöld þegar aðventan geng- ur í garð. Og þá ekki síst þegar haft er í huga hitt áhyggjuefni kaupmann- anna, að gert er ráð fyrir að velta verslana verði fimm milljörðum meiri í ár en í fyrra. Því verða af- Svarthöfði greiðslustörfin erfiðari og erillinn meiri en venjulega. Þá hafa kaupmenn af því áhyggj- ur að ekki fari að snjóa nógu snemma. Strax og fyrsta mjöllin þekur jörð kemst fólk í jólaskap og þeysir af stað til gjafakaupa. Vanti snjóinn er engu líkara en neytendur verði hálfdofnir fyrir jólainnkaup- unum og taki ekki við sér fyrr en á síðustu stundu og geri þá magnkaup á Þorláksmessu. Og þá er eins gott að afgreiðslufólk sé til staðar. Hvernig hefur þú þaö? „Ég hefþað rosalega gott. Smáfráhvarfseinkenni eftir brölt slðustu vikna. Er engu að s/ður kampakátur og mjög ánægður með hátlðina," segir Eldar Astþórsson, einn starfsmanna Hr. Örlygs, sem stóð að lceland Airwaves-tónlistarhátlðinni.„Þessi vika fer I almennan frágang og aö pakka saman en þar á eftirýmis eftirvinna, svo sem að safna saman erlendri umfjöllun og þjónusta blaðamenn með upplýsingar. Næsta stóra verkefnið er svo White Stripes-tónleikarnir 20.nóvember.“ Svarthöfði deilir áhyggjum með kaupmönnum vegna jólanna. Það hlýtur að vera gríðarlegt álag á þeim þegar svo mikið er verslað eins og allt útíit er fyrir. Að þurfa að sinna öllum þessum viðskiptavinum, pakka inn og gefa ráð til hægri og vinstri getur orðið hverjum manni ofraun. Kaupmenn eru engir krafta- verkamenn sem kljúfa þá tinda sem öðrum eru ófærir. Allur þorri fólks verður að sýna kaupmönnum skiln- ing fyrir þessi jól þegar ytri aðstæður eru með þeim hætti sem raun ber vitni. Álagið er ekki og má aldrei verða kaupmanna einna. Þjóðin verður að deila þessari byrði með þeim og létta undir eins og hægt er. Til dæmis með því að vinna þegn- skylduvinnu í verslunum fyrir jól þannig að enginn þurfi að fara í jóla- köttinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.