Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Síða 18
18 FIMMTVDAGUR 27. OKTÓBER 2005
Sport 0V
Lárus Orri
þjálfar Þór
Lárus Orri Sigurðsson
hefur verið ráðinn þjálfari 1.
deildarliðs Þórs á Akureyri
en hann gekk tii liðs við lið-
ið er hann sneri úr atvinnu-
mennsku síðastliðinn vetur.
Lárus þótti spila ágætlega í
sumar, sérstaklega síðari
part tímabilsins, og hafði
hann til að mynda verið
orðaður við Grindvíkinga
nú upp á síðkastið. Lárus
skrifaði í gær undir þriggja
ára samning og tekur við
starfínu af Serbanum Drag-
an Stojanovic.
Gunnar Heið-
arfær ekki að
spreyta sig
Markahrókur-
inn Gunnar Heið-
ar Þorvaldsson
fær ekki að
spreyta sig hjá
öðrum liðum en
lið hans, Halm-
stad, þverneitar
öllum beiðnum
sem félagið fær
um að fá Gunnar Heiðar til
reynslu. Gunnar Heiðar á
eitt ár eftir af samningi sín-
um og ætli liðið sér að fá
eitthvað fyrir hann er líkleg-
ast að hann verði seldur
þegar félagaskiptaglugginn
verður opnaður í janúar
næstkomandi. Hann hefur
til dæmis verið orðaður við
lið í Englandi og Frakk-
landi.
Baldvin í
Þrótti
Valsarinn
Baldvin Jón Hall-
grímsson samdi í
gær við lið Þróttar
sem leikur í fyrstu
deildinni að ári.
Hann var í sumar í
láni hjá Völsungi sem
féll úr fyrstu deildinni en
Baldvin var samningsbund-
inn Val út næsta ár. „Atli er
metnaðarfullur þjálfari og
mér iíst vel á áætíanir hans
og stjórnarinnar líka. Liðið
ætíar sér greinilega beint
upp aftur og það er vonandi
að maður geti hjálpað til við
það,“ sagði Baldvin.
Hflfl
ISSA
AF ÞESSU
19.15 Fimm leikir í
Iceland Express deild
karla: Höttur-ÍR, Fjöln-
ir-Þór, Grinda-
vík-Hamar/Selfoss,
Nj arð vík-Haukar,
Skallagrímur-KR.
18.20 Stump the
sSJT1 Schwab á Sýn. Spum-
ingaþáttur um íþróttir.
18.50 Valencia-Sevilla í
beinni á Sýn.
. 20.00 Liðið mitt á
| Enska Boltanum.
21.00 NFL-tilþrif á Sýn.
Si=m 21.30 Fifth Gear á Sýn.
Hópurinn keyrði í gær með rútu
frá Magdeburg til Póllands en liðið
dvaldi í tvo daga í Þýskalandi í
góðu yfirlæti Alfreðs Gíslasonar,
þjálfara Magdeburgar. DV Sport
hafði samband við Snorra Stein
Guðjónsson sem hefur látið ljós
sitt skína með Minden í þýsku úr-
valsdeildinni í vetur. Hann verður í
mikilvægu hlutverki í landsliði
Viggós Sigurðssonar og Bergsveins
Bergsveinssonar og er þeirra fyrsti
kostur í stöðu leikstjórnanda eins
og staðan er nú. Það hvílir því mik-
ið á herðum Snorra Steins.
„Það var mjög fínt að vera í
Magdeburg enda allt til alls þar,“
sagði Snorri Steinn. „Það var líka
virkilega gaman að hitta strákana
aftur enda alltaf góður andi í
landsliðshópnum. Við tókum tvær
góðar æfingar og fórum þar yfir
það sem við höfum áður verið að
spila, bæði hvað varðar varnar- og
sóknarleik liðsins. Það er ekki stór-
vægilegra breytinga að vænta en á
morgun [í dag] er fyrsti leikur og þá
fyrst reynir á okkur."
Snorri segir að allir í landsliðs-
hópnum séu vel meðvitaðir um
Evrópumótið í janúar og greini
legt er að nýta á næstu daga vel
til að stilla saman strengi liðs-
ins. „Nú er bara að spila
hvern leik af krafti og ná
svo því besta úr liðinu
janúar."
Sem fyrr segir
hefst leikur Islands
og Póllands klukk-
an 17 í dag að ís
lenskum tíma en á
morgun mæta íslending-
ar Dönum klukkan 15.
laugardaginn er svo
komið að leiknum
gegn Norðmönnum
en hann hefst
snemma dags, eða
klukkan níu.
eirikurst@dv.is
rski handboltakappinn Kristian Kjelling í viðtali við VG
efur engar áhyggju^rf íslenska landslioinu
„ ... mmníct inníi‘íliðsmaðurinn Snor
orska stórskyttan Kristi-
elling, sem er einn eftir-
sti handboltamaður
is um þessar mundir,
st ekki hafa mikla trú á
ska landsliðinu í hand-
i ef marka má viðtal við
í í norska blaðinu Ver-
i Gang. Norska landslið-
kur þátt í fjögurra þjóða
i í Póllandi sem hefst í
ásamt Dönum, Pólverj-
og íslendingum og tjáir
ling sig um mótið í við-
íu.
Cjelling segir að mótið sé
ig góður undirbúningur
fýrir Evrópumótið í
Sviss í janúar og segir
gott fýrir Norðmenn
að fá tvo leiki gegn
mjög sterkum
liðum
„BæðiDan-
mörk og
Pólland
em með
mjög góð
lið og það
verða
mjög erf-
iðir leikir
gegn
þeirn," segir
Snorri Steinn Guðjónsson
Gegnir lykilhlutverki I Is-
lenska handboltalandsliðinu
sem meetir Pólverjum Idag.
DV-mynd Pjetur
Stórskyttan Kristi-
an Kjefling Hefur
ekki miklar áhyggjur
af Islendingum.
Kjelling en minnist
ekki einu orði á ís-
lendinga sem em
þriðju andstæðingar
Norðmanna á
mótina
Hvort
þetta segir
eitihvað um
stöðu ís-
lenska
landsliðs-
ins í hand-
boltaheim-
inum í dag
skal ósagt
látið en
landsliðsmaðurinn Snorri
Steinn Guðjónsson benti
blaðamanni á að hringja í
vikomandi leikmann að leik
íslands og Noregs loknum
og spyija hann álits á ís-
lenska landsliðinu þá. „Já,
við virðumst ekki vera hátt
skrifaðir en það þarf ekki
endilega að vera neitt óeðh-
legt Okkur hefur ekki gengið
vel í síðustu stórmótum og
það þýðir ekkert að fara í fel-
ur með það. Að við skulum
vera vanmetnir er meiri plús
heldur en hitt enda erum við
sterkastir í þeirri aðstöðu."
Fimmtán stiga tap í Finnlandi
Keflavík hóf í gær leik í Áskor-
endakeppni Evrópu í körfubolta
þegar liðið mætti Lappeenranta frá
Finnlandi ytra. Sigurður Ingi-
mundarson, þjálfari Keflavíkur,
sagði að markmið liðsins hafi verið
fyrir leikinn að vinna sigur á Finn-
unum og hafi því leikurinn valdið
talsverðum vonbrigðum.
„Við vorúm ekki að spila vel og
má reyndar segja að allir leikmenn
liðsins hafi verið að spila undir
getu allan leikinn," sagði Sigurður.
„Þeir börðust reyndar og lögðu sig
fram en það hefði margt mátt vera
betra í okkar leik - sóknarleikurinn
okkar var til að mynda mjög kafla-
skiptur. Við hittum mjög illa.“
Sigurður segir greinilegt að
finnska liðið sé gott en ekki of
sterkt fyrir Keflavíkurliðið. „Við
eigum að hafa nægan styrk í okkar
mönnum til að vinna þetta lið.
Tapið í dag var allt of stórt."
Aðspurður sagði Sigurður að
Adrian Henning, bandaríski leik-
maðurinn sem Keflavík fékk til að
spila með liðinu í Evrópukeppn-
inni, hafi ekki staðið sig nógu vel
en þetta var hans fyrsti leikur með
liðinu. „Hann hefði mátt leggja
meira til liðsins. Hið sama má
segja um Makedónann og reyndar
flesta aðra leikmenn liðsins. Ég
held að við eigum nóg inni hjá
þessum leikmönnum sem eru ekk-
ert sérstaklega góðar fréttir fýrir
andstæðinga okkar."
Næsti leikur liðsins er gegn
BK Riga frá Lettlandi á morg-
un. Finnarnir unnu Lettana í
fyrsta leik riðilsins og eru því
í góðri stöðu en tvö lið komast
áfram upp úr riðlinum. Það er
því nauðsynlegt fyrir Keflvíkinga
að standa uppi sem sigurvegarar
gegn lettneska liðinu ætli liðið sér
áfram í keppninni.
Stig Keflavíkur: AJ Moye 24,
Magnús Þór Gunnarsson 16, Adri-
an Henning 14, Arnar Jónsson 8,
Zlatko Gocevski 5,
Gunnar Einarsson 4,
Jón Nordal Haf-
steinsson 4, Elentín-
us Magnússon 2.
eirikurst@dv.is
Jón Nordal Hafsteinsson
Gerðifjögur stig fyrir Keflvík-
inga í Finnlandi í gær.
DV-mynd Stefán
Keflvíkingar byrjuðu ekki nógu vel i Evrópukeppninni
íslenska landsliðið í handbolta hefur í dag undirbúning sinn
fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Sviss í janúar,
Liðið mætir liði Póllands klukkan 17 í dag að íslenskum tíma
en leikurinn er sá fyrsti í fjögurra liða móti sem lýkur á laug-
ardag. Noregur og Danmörk eru einnig með á mótinu.
í dag hefst fjögurra
liða mót hand-
boltalandsliða i Pól-
landi og er ísland þar
meðal þátttakenda auk
Norðmanna, Dana og
heimamanna. Snorri
Steinn Guðjónsson
segir að gaman hafi
verið að hitta hina
landsliðsmennina á
nýjan leik og að góður
andi riki i hópnum.
Nútyrst
á okkur