Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Síða 24
-1 Aðalheiður Ólafsdóttir hefur fyrir löngu heilllað landsmenn með fagurri rödd sinni, geislandi útliti og ljúfri framkomu. DV ákvað að líta í heimsókn til stúlkunnar sem hefur í mörgu að snúast þessa dag- anna enda er hún að fylgja plötu úr hlaði og undirbúa jólin eins og sannri jólastúlku sæmir. Tónlistarkonan Heiða hefur fyrir löngu heillað landsmenn upp úr skónum með kraftmiklum s.öng sín- um og ljúfmannlegri framkomu. Hún gefur út plötuna sína um miðj- an nóvember. Þetta er svolítið dramatísk plata en einnig mjög kraftmikil að hennar sögn. Við leyfðum okkur að láta okkur dreyma um hátíðarnar með þessari hæfileik- aríku jólastelpu. „Þetta er svona tónlist sem er auðvelt að setja sig inn í. Ég verð hluti af laginu og textanum og gleymi mér þar þegar ég syng þessi lög,“ útskýrir Heiða og segir að einmitt þannig vilji hún hafa þetta. „Ég vil segja sögu og koma henni vel til skila." Semur þú sjálf? „Ég geri það. En það verður ekkert eftir mig á þessari plötu. Mér finnst ég ekki orðin nógu góður lagasmiður og er pínu feimin við það. Á plötunni fæ ég reyndari og betri lagasmiði til að lána mér lög á plötuna sem auð- vitað kemur miklu betur út.“ Allt í steik en allt fór vel „Einu sinni þegar ég var lítil var búið að vera vont veður á aðfanga- dag. Eins og gerist nú oft á íslandi. Allavega þá fór rafmagnið á milli klukkan fimm og sex á aðfangadag. Steikin náttúrulega í ofninum og allt í volli. Við systkynin vorum orðin pínu stressuð að þurfa að bíða og bíða eftir pökkunum og svona. Þetta stóð yfir í smátíma en svo kom rafmagnið aftur á sem betur fer þannig að jólahaldið tafðist aðeins. En allt small á endanum," segir hún og hlær. Nauðsynlegt að vera með fjölskyldunni „Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir mig á jólunum að vera með mín- um nánustu. Staðsetning skiptir ekki öllu máli svo framarlega sem maður er með þeim sem maður elskar. Alltaf á jólunum förum við mamma í messu klukkan sex í kirkjunni á Hólmavík og á meðan brúnar pabbi kartöflurnar og slíkt," segir Heiða dreymin og greinilega mikið jólabarn þvi tilhlökkunin leynir sér eldd í aug- um hennar og ómótstæðilegu bros- inu. „Messan finnst mér æðisleg, maður fyllist svo miklum friði og kyrrð og dásamlegt að heyra kirkju- klukkurnar hringja inn jólin. Mín jól hafa alltaf verið á Hólmavík og mér finnst það alveg ffábært. Um leið og ég er sest í bílinn að keyra burt úr borginni og á leiðinni til Hólmavíkur I finn ég kyrrð og allt stress og amstur líður úr mér. Það er ómetanlegt að eiga svona griðastað úti á landi." Hefðirnar góðar „Jólin snúast auðvitað að miklu j leyti um hefðir hjá öllum, held ég. Til dæmis að keyra út jólapakkana sem mín fjölskylda gerir alltaf á aðfanga- dag. Og eftir mat og pakka lesum við jólakortin og förum svo í heimsóknir j til ammanna og afanna. Ég er nefni- lega svo rík, föður- og móðurafi og j amma búa öll á Hólmavík og stutt er j á milli húsa. Svo auðvitað er allt mat- arstússið um jólin æðislegt þar sem ég er mikið matargat. Bakstur og til- heyrandi er æði. Svo ekki sé nú minnst á skötuna á Þorláksmessu sem mér finnst algjört nammi og > nauðsynlegur partur af jólaundir- búningnum," segir Heiða þegar kvatt er og bætir við að hún verði á Hólmavík með fjölskyldunni sinni. „Það verður æði og ég hlakka strax mikið til að hlaða batteríin." elly@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.