Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Qupperneq 27
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 27
Halldór Laxness fær nóbelsverðlaun
Á þessum degi árið 1955 úhlutaði
sænska akademían Halldóri Laxness
rithöfundi bókmenntaverðlaun
Nóbels, fyrstum íslendinga. Nóbelinn
fékk hann fyrir að „enudmýja hina
miklu íslensku frásagnarlist," eins og
sagði í umsögn akademíunnar. Hann
veitti verðlaununum viðtöku í Stokk-
hólmi þann tíunda desember.
HaUdór Guðjónsson fæddist þann
23. apríl á Laugavegi 32 í Reykjavík,
sonur hjónanna Guðjóns Helga Helga-
sonar og Sigríðar Halldórsdóttur.
Þremur árum síðar flutti hann með
fjölskyldu sinni á bæinn Laxnes í Mos-
m m
fellssveit. Halldór lauk
gagnfræðinámi árið 1918
en hætti í menntaskóla
1919. Það sama ár kom
fyrsta skáldsaga hans,
Bam náttúrunnar, út.
Halldór nam erlendis, fyrst
hjá benediktarmunkum í
Lúxemborg 1922 til 1923
og síðan í kristmunkaskóla
í London 1923 til 1924.
Árið 1923 skírðist hann til
kaþólskrar trúar og tók um
leið upp nafitið Kiljan eftir
kaþólskum dýrling. Vefarinn mikli frá
Kominn heim með
Nóbelinn ÞúsundirIslend-
inga hylltu Halldór þegar
hann kom heim frá SvtþjóO
eftir að hafa veitt Nóbeln-
um viðtöku í Svíþjóö.
Kasmír er
uppgjör við
kaþólska
tímabil
Halldórs og
síðargerðist
hann ein-
arður sósíalisti eins og sjá
má í ritgerðum Alþýðu-
bókarinnar. Halldór dvald-
ist langdvölum erlendis en
frá 1945 átti hann fast
heimili að Gljúfrasteini í
Mosfellssveit.
Halldór Kiljan Laxness lést þann 8.
I dag
árið 1647 lést líallgrímur
Pétursson, prestur og
skáld, 60 ára að aldri.
Hann var eitt helsta trúar-
skáld íslendinga og hafa
Passíusálmar hans verið
gefnir út yfir sextíu sinn-
um.
febrúar 1998,95 ára að aldri. Efirlifandi
eiginkona Halldórs er Auður Sveins-
dóttir Laxness og eignuðust þau tvær
dætur, Sigríði og Guðnýju. Fyrri kona
Halldórs var Ingibjörg Einarsdóttir
Laxness og er sonur þeirra Einar Lax-
ness. Með Málfríði Jónsdóttur eignað-
ist Halldór dóttirina Maríu.
Ur bloggheimum
Um nýjan Ópal
„Hver er ábyrgur fyrir þvi
að koma með nýtt útlit á
opal pakkana sykur-
lausulégerbúinað
kviða þessu í nokkur ár,
búin að kvlða því að það sé
eitthver þarna úti með nógu
mikil völd ognógu lélegan smekk sem
komi svona slysi á markaðinn. en ég keypti
mér samt einn. og sykurlausa appelsín í
plasti."
Diljá Ámundadóttir
- dilja.blogspot.com
Paris Hilton Flúðamanna
„Smelltum okkur svoá Útlagann á laugar-
dagskvöldið, og ég verð að
viðurkennaþaðaðþaðer
spennulosun að koma á
þann stað, hann er bara
. wtf'- H ] eitthvaösvopasslegastór
og Flúðafólkalmennilegt.
Verst að maður skyldi ekki
rekast á Paris Hilton þeirra
Flúðamanna, það er sko skutla I lagi, ójá."
Sævar Einarsson
-isspissJs
Lost!
„Held ég hafi aldrei verið jafn
spennturyfir neinu sjón-
varpsefni og ég eryfir Lost
þáttunum. Þetta er án efa
besti klukkutími vikurnar,
og svo þeir klukkutímar sem
fylgja á eftir við að lesa sam-
særiskenningar á spjallborðum á netinu,
google-a alltsem kom fram
og fá hausverkyfirþessu öllu slðan."
Oddur Snær Magnússon
-oddur.01.is
Djöfullmikið afkellingum.
„„Djöfull er þetta mikið afkellingum", sagði
einn drengur á vinnustaðnum þarsem
hann starði ofan i fréttamyndir dagblaö-
anna af kvennafrideginum.Já,
þetta var reiðinnar ósköp og
ég varþarna, með skær-
bleikt kröfuspjald á lofti.
Það varsvogóð tilfinning
að vera með i þessu og ég
æpti úr mér lungun. Verst
fannst mér að fólk hafði ekki
nóg læti. Meðan við stóðum á öskrinu
létu sumir eins og þeir væru I likfylgd.
Kannski voru þaö konurnar sem gengu fyrir
30 árum, þær sjá að eftir 30 ár hefur litið
þokast ijafnréttisbaráttunni og ákveðið að
nú þyrfti bara að fylgja henni til grafar,
þetta væri tapað spil."
Þórhildur Ólafsdóttir
- isdrottningin.blogspot.com
Lesendur DVeru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Geir Ágústsson
segir íslendinga hefna
sín á aldalangri kúgun
Dana með friðsömum
samningum en ekki of-
beldi.
Frjálshyggjumaðurinn segir
■
•* ansrf.’l
ý ■
--1 i
Hlúum að eldri borgurum
Ólöf skrifar.
Er virkilega ekki hægt að gera
betur við eldri borgara en nú er
gert? Það er ekki laust við að maður
spyrji í kjölfar frétta síðustu daga.
Einmana gamall maður var látinn í
tvær vikur heima hjá sér og fannst
ekki fyrr en hann fór að lykta og
annar maður lá hjálparlaus heima
hjá sér í nokkra daga áður en hon-
um var komið til bjargar.
Það mætti
halda að
við
byggjum
í vanþró-
uðu og
sárafá-
tæku ríki
sem hefði
ekki efni á
að gera vel
við borg-
ara sína.
En svo er
nú aldeilis
ekki. Sífellt
heyrir
maður
stjórn-
málamenn-
ina tala um
Lesendur
góðæri og síðan henda fjölmiðlarn-
ir framan í okkur einhverjum rann-
sóknum sem eiga að sýna hvað sé
gott að búa á Islandi. Hvernig er
hægt að halda þessu fram þegar
margt gamalt fólk hefur það eins
skítt og þeir gera. Ég held að það
ætti að kippa þessum stjórnmála-
mönnum út úr þessum sykurhúð-
aða heimi sínum inn í raunveru-
leikann. Því raunveruleikinn er ekki
eins fullkominn og þeir vilja af láta.
Látum þá prófa að lifa á venjuleg-
um ellilífeyri. Látum þá inn á her-
bergi á Sólvangi með tveimur öðr-
Rangt millinafn
í umfjöllun vegna þess að tíu
ár eru liðin frá snjóflóðinu á
Haldið til haqa
Flateyri var dóttir Lilju Ásgeirs-
dóttur, sem lést í flóðinu, rang-
nefnd. í blaðinu stóð að hún héti
Kristrún Eva en hún heitir réttu
nafni Kristrún Ragna. Er hún beð-
in velvirðingar á þessum mistök-
um þar sem þeir fá eina hillu fyrir
sína einkamuni. Mér þætti gaman
að sjá hve lengi þeir lifðu þetta af.
Að mínu mati ætti það að vera
forgangsverkefni stjórnmálamanna
að kippa málefnum aldraðra í lið-
inn. Þetta er fólk sem hefur stritað
og erfiðað allt sitt líf til að eiga fyrir
mat. Látum það ekki svelta í ellinni.
Röng bensínstöð
í frétt sem birtist í DV í gær
var sagt að Héraðsdómur Reykja-
Haldið til haqa
víkur hefði
dæmt Olís til
að greiða
fýrrverandi
starfsmanni,
Florije
Fejzullah,
4,8 milljónir
í bætur. Það
var ekki rétt
því það var Esso sem var dæmt til
að greiða starfsmanninum bætur
eftir að hún datt á rassinn úr stól.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Heimsveldið
ísland
íslenskir kaupsýslumenn hafa,
eins og kunnugt er, verið í miklum
fyrirtækjakaupum í Evrópu á síðustu
misserum. Ekki er nóg með að við-
skiptabankar íslands hafl verið að
skjóta niður rótum um alla álfuna,
heldur hafa flugfélög, verslanakeðjur
og sjávarútvegsíyrirtæki einnig verið
ofarlega á kauplistanum. Danir finna
mjög fyrir þessari kaupgleði íslend-
inga. Kaup íslendinga á Magasín, 111-
um og Sterling-flugfélaginu hafa
vakið athygli í landi Bauna, og þeir
hlægja góðlátlega að því þegar sagt
er að bráðum verði Danmörk orðin
að íslenskri nýlendu, og að þannig
nái íslendingar að hefna sín á alda-
langri kúgun Dana á íslendingum.
Munurinn er hins vegar sá að hin ís-
lenska nýlendustelria byggist á frið-
sömum samningum á hinum frjálsa
markaði, en ekki á herskipaflota og
ofbeldi. Islensk nýlendustefha hefur
líka, ólíkt hinni dönsku frá fyrri tíð, í
för með sér aukna velmegun þess
hertekna, og bætt lífskjör. Peningar
hafa tekið við byssum, og samningar
hafa komið í stað ofbeldis. Alþjóða-
væðing hefur tekið við heimsstyrj-
öldum, peningaliturinn er orðinn
mikilvægari en húðliturinn, við-
skiptavitið er komið í stað herkænsk-
unnar, og heimsvaldsstefnan byggist
nú á kapítalisma og friðsömum
samningum en ekki morðum og sós-
íalisma. Þetta gera vonandi sem
flestir sér grein fyrir.
Hefnd fslendinga Danirfínna fyrirkaup-
gleöi íslenskra viðskiptamanna.
Vill efla virðingu fyrir eldri
borgurum
Jón Kristinn Óskarsson er ekki
lítill maður, hvorki á líkama né sál.
Hann telur sig heppinn að halda
heilsu og þakkar það íþróttum sem
hann stundaði af kappi, en hann
lék handbolta í fleíri ár með FH."Já,
ég er mikill FH-ingur og styð mitt
lið með ráði og dáð. Það er nauð-
synlegt að hreyfa sig reglulega og
skiptir aldurinn engu máli í því,"
segir Jón sem hefur boðið sig fram
til eins af efstu sætum í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
fyrir sveitarstjómarkosningar
næsta árs.
„Það var skorað á mig af stjórn
60+ í Hafnarfirði. Ég hef líka gífur-
legan áhuga á lífinu og tilverunni.
Áhugi minn hefur í seinni tíð mið-
ast að málefnum eldri borgara. Það
er skammarlega lítill áhugi ríkis og
sveitarfélaga á hagsmunum eldri
borgara. Ég starfaði í yfir 40 ár hjá
Símanum og fór á eftirlaun sextug-
ur. Þegar 38% skattur er dreginn af
eftirlaunum er lítið eftir fyrir flesta.
Þegar ég borgaði í lífeyrissjóð
greiddi ég skatt af því. Síðan er
skattheimtan endurtekin núna.
Þetta kalla ég glapræði. Eftirlauna-
skattur í Svíþjóð er til dæmis bara
15% og þykir mönnum nóg um
þar. Það verður að breyta þessu
sem allra fyrst."
Þrátt fýrir éldmóð sinn gegn
skattheimtu stjómvalda er Jón
„Eftirlaunaskattur i
Svíþjóð er til dæmis
bara 15% og þykir
mönnum nóg um
þar."
glaður og ánægður með lífið.
„Maður verður að hafa einhver
markmið og halda huganum upp-
teknum. Svo er bara málið að njóta
lífsins," segir Jón Kristinn hlæj-
andi.
^Jón Kristinn óskarssonf^dist í
ingarinnar og stefnir á kjör (bæjarstjórn Hafnarfjarðar.