Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDACUR 29. OKTÓBER 2005
Fréttir TtV
er hálfgert flón
Svarthöfði vorkennir blessaða
■m
En mestar áhyggjur hefur Lindsay þó af
þvísem hann las einhvers staðar - að
bjórinn á íslandi væri ævintýralega dýr.
„Ég veit ekki hvort ég lifi það af."
Jeff Lindsay hefur vakið heimsáthygli fyrir
bókina Dexter í dimmum dal. Von er á Lindsay til landsins
það er eitt og annað sem veldur honum áhyggjum, svo sem hvort
sé ekki nístandi kuldi og - hvort bjórinn sé eins dýr og sagt er.
Jóhann Páll Valdimarsson
Útgefandinn segirþað stór-
kostlegan feng að fá til lands-
ins einn ferskasta og besta
krimmahöfund seinni ára.
„No comment. Talið við lögfræðinginn minn," segir Eiður Eirikur Baldvinsson,
eigandi starfsmannaleigunnar 2b. Fyrirtækið komst í kastijós fjölmiðia i vik-
unni eftir að Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands-
ins, sagði það stunda glæpastarfsemi. I kjölfarið synjaði Vinnumála-
stofnun því um atvinnuleyfi fyrir36 Pólverja.
nákvæmlega á sama. Svarthöfði
veit af hverju. Jón þarf ekki, frekar
en aðrir stjórnmálamenn, að hafa
áhyggjur af ellinni. Jón og félagar
hans hafa sjálfir skammtað sér ríf-
leg eftirlaun þannig að það er ljóst
að Jón mun ekki þurfa að búa í
þrengslunum á Sólvangi. Reyndar
teldi Svarthöfði það hollt fyrir Jón
að taka sig til og flytja inn á yfirfullt
hjúkrunarheimili. Þá myndi Jón
kynnast því hvernig það er að sofa
undir handarkrika eins manns með
fæturnar í fangi annars. Þá kæmi ef-
laust annað hljóð í skrokk Jóns.
Svarthöfði telur þó litlar líkur á að
það gerist. Jón og hans líkar lifa í
fílabeinsturni, fflabeinsturni
flónskunnar.
Svarthöfði
Aukin þjón-
usta við inn-
flytjendur
Alþjóðahúsið og Heilsu-
gæslan á höfuðborgar-
svæðinu hafa hafið sam-
starf um að bæta þjónustu
við innflytjendur. Samstarf-
ið á að tryggja að innflytj-
endur njóti öryggis og
traustrar þjónustu til jafns
við aðra meðlimi samfé-
lagsins og bæta þjónustu til
sjúklinga af erlendum upp-
runa. Samstarfið nær yfir
ýmis verkefni eins og túlka-
þjónustu, þýðingarþjón-
ustu, fræðslumál og kynn-
ingarmál.
Hann Jón
Svarthöfði hlakkar ekki til að
verða gamall. í það minnsta ekki ef
svo ólíklega vildi til að Jón Krist-
jánsson yrði ennþá heilbrigðisráð-
herra. Svarthöfða sýnist hann Jón
vera hálfgert flón því honum virðist
vera gjörsamlega fyrirmunað að
gera nokkuð til að aldraðir geti átt
áhyggjulaust ævikvöld. Svarthöfði
hefur hálfpartinn verið með bögg-
um hildar undanfarnar vikur þegar
hann hefur lesið hverja greinina á
fætur annarri um ömurlegan að-
búnað eldri borgara, um yfirfull
hjúkrunarheimili og afskipt gamal-
menni, og hreinlega ofboðið.
Borgar ekki
Póllandsför
Starfsmenn í grunnskól-
anum á Siglufirði munu
ekki fá beinan styrk úr bæj-
arsjóði til að kosta „náms-
og menningarferð" til Pól-
lands. „Bæjarráð ha.fnar er-
indinu enda er gtírnráö fyrir
því að kennarar sæki um í
endurmenntunarsjóð
en Siglufjarðarkaup-
staður hefur greitt
um 4,5 mifljónir í
sjóðinn frá upphafi
samnings við kenn-;
ara. Bæjarráð hvetur
því kennara til þess
að sækja um í endur-
menntunarsjóð eins og
samningar gera ráð fyrir,"
afgreiddi bæjarráð styrk-
umsóknina snarlega á síð-
asta fundi.
gamla fólkinu en Svarthöfði vor-
kennir aumingja Jóni jafnmikið.
Svarthöfða hefur fundist Jón vera
hálfumkomulaus í fjölmiðlum und-
anfarið þegar hann hefur reynt að
verja dugleysi sitt í málefnum aldr-
aðra. Jón virðist hafa gert það að list
að stinga höfðinu í sandinn og
þykjast ekki kannast við neitt.
Jón hefur varla lyft litla fingri til
að hjálpa öldruðum en það sem
verst er, honum virðist standa
Tilraun með
vatnsleikfimi
Til stendur að taka upþ,;
til reynslu sundtíma í inm-
sundlauginni í Mýrinni í
Garðabæ fýrir vatnsleik-
fimi. Það er Anna Día Er-
lingsdóttir íþróttakennari
sem sótti um það til bæjar-
ráðs að fá að nota Mýrar-
laugina. „Bæjarráð sam-
þykkir fyrir sitt leyti afnot
laugarinnar til morgun-
þjálfunar sem tilraunaverk-
efni," sagði bæjarráðið.
Hvernig hefur þú það'
■ . V
íft.
m -
m
„Það er stórkostlegur fengur að
því að fá til landsins einn ferskasta
og besta krimmahöfund, sem fram
hefúr komið hin síðustu ár, til lands-
ins en það reyndist hægara sagt en
gert að koma því við að hann kæm-
ist hingað þar sem hann er þéttbók-
aður um aJlan heim við kynningu á
bókum sínum," segir Jóhann Páll
Valdimarsson útgefandi og dregur
ekki af sér í lýsingunum á hversu
ágætur Jeff lindsay er.
Sláandi snilld
Mjög hefur færst í vöxt að for- v
leggjarar á fslandi fylgi eftir útgáfuín
þeirra bóka sem þeir láta þýða og
gefa út með því að kalla höfundinn ,
sjálfan til landsins. JPV útgáfan er
þar engin undantekning. Á útgáfu-
lista hennar nú fyrir þessi jólin er
Dexter í dimmum draumi - bók sem
hefur vakið mikla athygli. „Frumleg-
asta spennusaga sem komið hefur
út um árabil," segir í Publishers
Weekly um bókina. Time Magazine
segir: „Þið verðið að lesa hana." Og
NeW' York Times segir „Sláandi
snilld", hvprki.meira né minna. Til-
vitnanir sem eru Jóhanni Páli ekki á
móti skapi. Og nú er von á höfund-
inum Jeff Lindsay til landsins en
hann kemúr 8. nóvember.
Er í hljómsveit og vill spila á
íslandi
DV náði í Lindsay, með milli-
' ....
göngu JPV, og komst meðal annars
að því að Lindsay er búsettur í
Flórída þar sem hann býr með konu
sinni Hillary Hemingway en hún er
barnabam Ernests Hemingway. Þau
eiga þrjú böm.
Lindsay kom víða við áður en
hann gerðist rithöfundur og telur
upp átján mismunandi störf, aðal-
lega tengd listum. Hann er jaftiframt
tónlistarmaður og er í hljómsveit
sem heitir Wildfire. Hljómsveitin
spilar klassískt rokk, Motown og
kántrítónlist. „Við höfum hitað upp
fyrir um fimmtíu heimsþekktar
hljómveitir í gegnum tíðina en und-
anfarin ár höfum við aðallega verið
að spila í veislum og brúkaupum -
típam reýndar opnir fyrir því að spila
áísjandi."
1
Okrið á bjór veldur Lindsay
áhyggjum
Lindsay, sem virðist hinn
skemmtilegasti náungi, er mjög
spenntur fyrir því að koma til ís-
lands en þó er eitt og annað sem
veldur honum áhyggjum. Hann veit
ekki alveg hvaða fatnað hann á að
hafa með sér: „Á ég að koma með
sundfatnað eða fara menn naktir í
heitu pottana?" Lindsay veltir einnig
fyrir sér hvort hann eigi að taka með
sér jakkaföt eða bara peysu. Hvort
þá sé ekki óhugnanlega kalt og svo
framvegis. En mestar áhyggjur hefur
Lindsay þó af því sem hann las
einhvers staðar - að bjórinn á ís-
landi væri áevintýralega dýr. „Ég veit
I