Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 Helgarblaö DV Þótt tveir mánuðir séu liðnir frá því fellibylurinn Katrín fór yfir New Orleans og lagði þar allt í rúst er fólk á svæðinu enn að jafna sig. Lífið er langt í frá komið í fyrra horf og fólk sem missti allt býr enn í neyðarskýlum og hjólhýsum. Þórdís Jónsdóttir Harvey er íslensk kona sem bjó með fjölskyldu sinni í bænum Biloxi, sem er 65 mílur austur af New Orleans, en Biloxi varð verst úti í bylnum. Gífurleg eyðilegging Það fór allt dflotíNew Orleans. Rústirnar Ekkert eftir af fallega húsinu vlð fljótið. Hús á nærliggjandi lóðum eru líka horfin. DAissti allt si i New Orlea »- Einn skórafeigin manninum Doddý fann þennan skó af eiginmanninum á lóðinni eftir bylinn. Personulegir munir Þetta varþað eina sem eftir var afeigum hjónanna þegar þau sneru aftur heim. Þórdís yfirgaf heimili sitt áður en bylurinn reið yfir og þegar hún sneri aftur var ekkert eftir af húsinu hennar nema súlurnar. Doddý stendur nú í stappi við trygg- ingafélagið sitt því þrátt fyrir að hún væri tryggð fyrir öllum hugsanlegum skakkaföllum er smáa letrið í trygg- ingasamningnum það sem trygg- ingafélagið hengir sig í. Þórdís, sem alltaf er kölluð Doddý, segist þó miklu betur sett en margir sem misstu allt sitt og voru mun verr staddir fyrir, að ekki sé tal- að um þá sem misstu ástvini í hörm- ungunum. „Við vorum óskaplega heppin, við erum öll heil á húft, en þurfitm auðvitað að takast á við ver- aldlegan missi sem er snúið en eng- inn heimsendir. Þegar við fórum að jafna okkur ákváðum við að líta á björtu hliðarnar. Við höfum verið í Pollýönnuleik og grínast með það við vini okkar að við þyrftum ekkert að hreinsa á okkar lóð, það væri nefnilega ekkert eftir til að hreinsa. Svo höfum við nóg af sjálfboðalið- um sem vilja hjálpa okkur að flytja vegna þess að við eigum ekkert sem þarf að bera upp og niður stigana," segir Doddý og hlær hjartanlega. Ekkert eftir nema undirstöð- urnar Doddý er gift Bandaríkjamanni og hefur búið í Bandaríkjunum í 29 ár. Þau hjón eru bæði í góðum stöð- um hjá hernum og hafa unað hag sínum vel í Biloxi, en þangað fluttu þau fyrir átta árum. Þau byggðu sér hús á draumastað niðri við fljótið og reiknuðu atdrei með að náttúru- hamfarir á borð við Katrínu gætu skekið tilveru þeirra. „Við vorum alltaf viðbúin þvf að þurfa að fara að heiman tímabund- ið, þetta er svo mikið fellibyljasvæði. Það óraði þó engan fyrir þessum ósköpum svona langt inni í landi. Þegar Katrínar var von var mælst til þess að fólk yfirgæfi heimili sín og við ákváðum sem betur fer að gera það. Við vorum alltaf tilbúin með kassa fyrir það helsta, eins og fjöl- skyldumyndir og alla pappíra, og svo flúðum við á okkar eigin bíl til vinafólks í Flórída. Þegar við komum til baka daginn eftir var allt farið.“ Ánægð með hjálparstarfið Doddý segir að þótt tveir mánuð- ir séu liðnir frá atburðunum sé enn víða umhorfs eins og eftir kjarn- orkusprengingu. „Við þurftum að klifra undir og yfir rafmagnslínur og vaða vatn og skurði tif að komast að lóðinni okk- ar,“ segir Doddý. „Niðri í New Or- leans eru enn margar götur lokaðar og FEMA og Rauði krossinn og ýmis hjálparsamtök eru enn um allt með tjöld og neyðarbíla." Hún telur ekki að illa hafi verið staðið að björgunaraðgerðum þótt stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi sætt harðri gagnrýni vegna þess hversu seint og illa var brugðist við. „Ég veit ekki hvað blasir við í fjöl- miðlum heima, en mér finnst hafa verið staðið vel að málum. Það greip um sig ofsahræðsla sem er skiljan- legt og kannski hefði eitthvað mátt betur fara. Það gekk auðvitað á ýmsu og fólk hamstraði eins og gengur, það er bara mannlegt þegar fólk heldur að ekki sé nóg af vatni eða mat. Ég man meira að segja eftir þessu heima þegar verkföll voru yfir- vofandi. En hjálparstarfið hefur ver- ið mjög gott og enn eru að koma nýjar hjálparsveitir sem veita að- stoð. Þeir sem misstu allt hafa feng- ið hjólhýsi til að búa í næstu átján mánuði að minnsta kosti og fólk hefur fengið peningastyrki tif að fóta sig á ný. Atvinnulíf er að mörgu Ieyti lamað þar sem vinnustaðir fólks hurfu ekki síður en heimilin, en meðfædd bjartsýni og lífsgleði fólks fleytir því yfir erfiðasta hjallann. Við erum líka ákveðin í að vera jákvæð enda höfum við enn okkar vinnu, erum komin í ágætis leiguhúsnæði í bænum Diamondhead og þurfum ekki að kvarta." Smáa letrið reyndist stærst Það sem Doddý og fjölskylda hennar þurfa þó að takast á við eru tryggingafélögin. „Við héldum að við værum meira en vel tryggð. Nú þurfum við hinsvegar að bíða eftir að tryggingafélagið ákveði hvort það var flóð sem tók húsið okkar eða hvort það var fyrst bylurinn og svo flóðið. Einhver maður er reyndar búinn að skrifa upp á að hvirfilvind- ur hafi tekið húsið áður en flóðið kom, en í.þessu sambandi skiptir máli hvort maður er með flóðatrygg- ingu eða heimilistryggingu. Heimil- istryggingin tekur yfir skemmdir eft- ir vind eða eld en ekki vatn. Við vor- um með hvort tveggja og aðra Smáa letrið í tryggingunum Nú er ekkert eftir á lóðinni, en tryggingafé- lag hjónanna gerir að skilyrði fyrir greiðsium að byggt sé á lóðinni aftur. Það finnst Doddý ekki góður kostur. Glæsihús við fljótið Doddý og eiginmaöur hennar byggðu þetta hús i Biloxi fyrir átta árum. Húsið hvarf út I buskann ífelli- bylnum Katrinu. tryggingu að auki sem átti að taka yfir allar tegundir náttúruhamfara. Það kom svo í ljós í smáa letrinu að við fáum ekki húsið okkar borgað nema lóðin sé dæmd ónýt og ekki byggingarhæf." ■ Doddý segir að hægt sé að byggja hús aftur á sama stað þegar vatnið er farið og endanlega búið að þrífa, en það sé bara ekki spennandi kostur. „Við erum alveg í óvissu með fram- tíðina og vitum ekki enn hvernig þetta fer. Ef við fáum borgað eins og við teljum okkur eiga rétt á munum við ekki byggja aftur á þessari lóð, en eiga hana áfram og fara þangað með hjólhýsið okkar og bátinn. Ef þeir hins vegar neita að borga nema við byggjum aftur verðum við að gera það og reyna svo að selja húsið. Það mun þó örugglega ekki ganga vel því fólk er enn hrætt og hús á þessum slóðum eru ekki eftirsóknarverð eins og þau voru.“ Undirbýr jólin fagnandi Doddý var nýlega á íslandi og sagðist hafa hvílst vel og náð að jafna sig, enda alltaf jafn gott að koma heim. Heim segir hún þótt hún sé nýlega orðin bandarískur rik- isborgari og hafi búið lengur í Bandarfkjunum en á íslandi. „Ég fæ alltaf tár í augun þegar ég lendi á íslandi og flugfreyjan segir „velkomin heim". Mér fannst líka yndislegt þegar við komum til Biloxi eftir fellibylinn að það fyrsta sem blasti við á lóðinni voru sólgleraugu með íslenska fánanum sem maður- inn minn hafði fengið í grínjólagjöf frá frænda mínum í fyrra. Það yljaði um hjartarætur." Doddý var eiginlega hætt við að halda jól en hefur nú ákveðið að halda þau með stæl. „Við ræddum þetta hjónin og fundum hvað við höfum margt að vera þakklát fyrir Ég tók með mér hangikjöt, grænar Ora- baunir og rabarbarasultu frá íslandi og nú er mér ekkert að vanbúnaði. Ég ætla að bjóða í íslenskan jólamat eins og ég er vön og halda jól sem aldrei fyrr. Ég er líka svo endurnærð eftir dvölina heima og næsta verk- efni er að byggja upp og horfa glað- ur til framtíðar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.