Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 23
DV Heígarblað
cr\r~ mnATMr\ or 01 k r\o ö ~M l N »
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005
23
Þóra Hallgrímsson er fædd
í Reykjavík 28. janúar
1930, dóttir hjónanna
Margrétar Þorbjargar
Thors Hallgrímsson og
HaUgríms Friðriks Hallgrímssonar,
fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Mar-
grét, móðir Þóru, var systir Ólafs
Thors, fyrrverandi forsætisráðherra.
Þóra á eina yngri systur, Elínu Bentu
Hallgrímsson, sem er gift Ragnari B.
Guðmundssyni.
Þóra sleit barnsskónum í Reykja-
vík og gekk í Austurbæjarskólann.
Hún var talsvert að flýta sér og var
fimmtán ára gömul komin í annan
bekk Verslunarskólans í Reykjavík.
Foreldrar hennar ákváðu þá að
verðlauna hana fyrir góða frammi-
stöðu og senda hana íkvennaskóla á
Englandi. Þessa skóla minnist Þóra
með gleði þótt hún hafi á heimavist-
inni þurft að hlíta aga sem var henni
nýmæli.
Þóra fór svo í nám í hraðritun og
vélritun í London og þaðan í frekara
nám til Bandaríkjanna.
Fljótíega eftir að Þóra kom aftur
til íslands kynntist hún fýrsta eigin-
manni sínum, Hauki Clausen, en
með honum eignaðist hún elsta son
sinn, Örn Friðrik. Þóra og Haukur
skildu eftir stutta sambúð. Annar
eiginmaður Þóru var bandarískur,
en hún fluttist með honum til
Bandaríkjanna og þar eignaðist hún
Margréti, Hallgrím og Bentínu með
eins og hálfs árs millibili. Árin í
Bandaríkjunum fóru að mestu í
barnastúss en Þóru líkaði vel þar úti
enda með góð tök á enskri tungu og
opin fyrir framandi menningar-
heimum. Hjónabandið entist þó
ekki og Þóra flutti aftur heim til
íslands með börnin.
Ástfangin á Sviðamessu
Hér heima hóf Þóra störf í Út-
vegsbankanum þar sem hún kynnt-
ist Björgólfi Guðmundssyni. Þóra
heiUaðist af öllu í fari hins glæsilega
Björgólfs, en ekki dró til tíðinda milli
þeirra fýrr en á árlegri skemmtun
bankans sem gekk undir nafninu
Sviðamessan. Þrátt fyrir að ástir
hefðu tekist með Þóru og Björgólfi
var Þóra vantrúuð á sambandið og
settí fyrir sig að hún var tíu árum
eldri en Björgólfur og fannst ekki
heldur jákvætt að hún var tvífráskil-
in með flögur böm.
Björgólfi fannst það hins vegar
ekki tiltökumál og þau giftu sig í júnf
1963. Björgólfur gekk börnum henn-
ar í föðurstað og ættleiddi þau öll
nema Öm Friðrik, sem átti föður á
lffi. Þannig hefur þó verið gengið frá
málum að hann á jafnan erfðarétt
eftir Björgólf og hin börnin.
Þóra og Björgólfur eignuðust svo
soninn Björgólf Thor árið 1967, en
hann getur nánast flokkast undir ör-
verpi þar sem hann er tíu ámm yngri
en systkinið sem er næst honum í
röðinni. Þóra sagði þó í viðtali við
DV fýrir nokkm að Björgólfur Thor
hefði langt í frá fæðst eða verið alinn
upp með silfurskeið í munni. „Hann
þurfti að læra að fara með fé eins og
aðrir og var alltaf duglegur að útvega
sér vinnu á sumrin. Ég er samt
hrædd um að hann hafi ekki tileink-
að sér kjörorð Landsbankans um að
græddur sé geymdur eyrir. Frekar
held ég að hann starfi eftir þeirri
kenningu að aurinn sé betur geymd-
ur ávaxtaður en geymdur," sagði
Þóra í viðtalinu.
/ gær, 28. október,
hefði Margrét orðið
fimmtug. Þóra og fjöl-
skylda hennar komu
saman í tilefni dagsins
til að minnast hennar.
Hefur sýnt styrk í áföllunum
Lífið hefur ekki alltaf verið dans á
rósum fyrir Þóm Hallgrímsson og
Björgólf þó margir vilji gera því
skóna. Fyrir utan miklar sorgir
tengdar Hafskipsmálinu, sem er
eldri íslendingum enn í fersku
minni, hafa þau upplifað mesta
harm sem nokkurt foreldri getur
upplifað; að missa barnið sitt. Mar-
grét dóttir þeirra lenti í skelfilegu
slysi á Englandi þar sem hún var við
störf. Hún varð fyrir lest og höfuð-
kúpubrotnaði. Læknar töldu tvísýnt
að Margrét myndi tala eða ganga
framar en Margrét náði sér vel eftir
slysið. Hún giftist síðar Jónasi Sen og
saman fóru þau í yndislega brúð-
kaupsferð. Meðan Margrét lá á
sjúkrahúsi á Englandi fluttu Þóra og
Björgólfur út til að vera hjá henni.
Ragna Ragnars, vinkona Þóm,
var sendiherrafrú á Englandi á þess-
um tíma.
„Þóra og Björgólfur gistu hjá okk-
ur meðan þau vom á Englandi en
við Þóra þekktumst ágætíega úr leik-
fimihópnum okkar, Lellunum.
Þarna var nú lítið sem maður gat
gert nema vera til staðar," segir
Ragna. „Þóra var svo óskaplega dug-
leg sjálf og hefur sýnt aðdáunar-
verðan styrk og æðruleysi í öllu því
sem hún hefur farið í gegnum. Hún
hefur lent í svo mörgu og oft farið í
40 ára brúðkaupsafmæli Þóra
Björgólfur efndu til veislu í tilefni
dagsins og buðu til sin börnum og
tengdabörnum.
, •
í felulitunum við ána Þóra og
Björgólfur fóru gjarnan í veiði-
túra áður fyrr en nú vilt Þóra
frekar teyfa fiskunum að lifa.
Fríður hópur Barnabörn Þóru og
Björgólfs eru hið raunveruiega ríkidæmi.
••
(Egy3
Saman i rúma fjóra áratugi
Bjórgólfur og Þóra eru samhent hjón
og njóta sfn vel á ferðalögum.
Dyravinur Þóra er hvergi smeyk við pardus-
ungann, en hún er mikill dýravinur og saknar
alltaf heimilishundsins Dreka á ferðatögum.
Gjörið svo vel! Þóra er
annálaður listakokkur og
nýtur þess að bjóða til veislu
gegnum mikla erfiðleika í sínu lífi og
alltaf verið jafn dugleg. Þegar Björg-
ólfur missti allt stóð hún eins og
klettur við hliðina á honum. Hún er
alltaf brosmild og elskuleg og ég
held að okkur leikfimivirikonunum
beri saman um að hún sé langmesta
„daman" af okkur. Það er Þóm trú-
lega meðfætt en umhverfi hennar
hefur auðvitað ekki dregið úr. Hún
er einstök smekkmanneskja og alltaf
svo fi'n og smart en fyrst og fremst er
hún bara svo góð kona, hún Þóra.“
Misstu dóttur í bílslysi
Fáum ámm eftir slysið á Eng-
landi var Margrét að vinna suður
með sjó að kvikmyndinni Ryði, sem
er gerð eftir leikritinu Bílaverkstæði
Badda. Hún lenti í hörmulegu bíl-
slysi á Grindavíkurafleggjaranum og
lét lífið í slysinu, aðeins 33 ára göm-
ul. Kvikmyndin Ryð var síðar til-
einkuð minningu Margrétar.
í gær, 28. október, hefði Margrét
orðið fimmtug. Þóra og fjölskylda
hennar komu saman í tilefni dagsins
til að minnast og rifja upp ævi henn-
ar sem Þóra segir hafa verið afar
innihaldsríka þrátt fyrir að árin yrðu
allt of fá. Margrét var skemmtileg og
vinsæl og öllum harmdauði. Aðeins
fjórum dögum eftir lát Margrétar
lést faðir Þóm, sem Þóra var óskap-
lega hænd að. Þóra hefur að sögn
vina hennar tekist á við þennan
missi af mikilli reisn.
Hafskipsmálið er íslendingum
komnum á miðjan aldur í fersku
minni en þar var Björgólfur ranglega
ásakaður um glæpsamlegt athæfi.
Þóra stóð eins og Idettur með eigin-
manni sínum þegar hann missti allt,
en þurfti að taka heilmikið á á sínum
tíma til að fyrirgefa þjóðinni. Það
hefur hún hins vegar gert fyrir löngu
vegna þess að hún gat ekki hugsað
sér að fara í gegnum lífið með hatur
í hjarta.
Þegar Björgólfur og nafni hans
yngri fóm til Pétursborgar og settu á
stofri verksmiðju var Þóra eftir hér
heima. Hún studdi þá strákana sína
heilshugar í því sem þeir voru að
gera og dvaldi oft tímabundið í
Pétursborg. Þeim feðgum þótti þó
að Þóra væri betur geymd hér heima
þar sem fátt væri við að vera í Pét-
ursborg.
Feðgarnir auðguðust umtalsvert
á viðskiptum sínum í Rússlandi og
peningaveldi þeirra hefur farið vax-
andi síðan. Vinum Björgólfs og Þóm
ber þó saman um að það hafi aldrei
stigið þeim til höfuðs. Þau séu alltaf
jafn elskuleg og jarðbundin og fjöl-
skyldan og vinirnir séu líf þeirra og
yndi. Þóra er þó sögð heimakærari
en Björgólfur, sem er mikil félags-
vera og þarf líka starfs síns vegna að
vera mikið innan um fólk.
Þóra og Björgólfur eiga sumarbú-
stað í Skorradalnum en þangað
sækja þau í kyrrðina og friðinn þeg-
ar mikið mæðir á og slökkva á
símunum. Þegar þau snúa aftur til
byggða eru þau undantekningar-
laust endurnærð og kraftmikil enda
bæði miklir náttúmunnendur.
Áhugakona um spíritisma
Þóra á sér margvísleg áhugamál
og þar em andleg málefni ofarlega á
blaði. Hún.var ekki nema 14 ára þeg-
ar hún kynntist spíritisma og seinna
var hún um skeið í varastjórn Sálar-
rannsóknafélagsins og túlkur fýrir
erlenda miðla sem komu til íslands.
Þá var hún á tímabili svokallaður
sitjari hjá Hafsteini miðli, sem henni
þótti sérlega áhugavert. Hún var
lengi í leikfimifélaginu Lellun-
um með vinkonum sínum þar
sem þær sameinuðust um leikfimi-
æfingar Jane Fonda. Þóra segir frá
þessum félagsskap í viðtali við tíma-
ritið Mannlíf. „Þetta var Jane Fonda-
leikfimi. Við byrjuðum á að nota
Jane Fonda-myndbandsspólu og
lásum okkur til en þetta kostaði mig
hné. Jane Fonda segir alltaf „Feel the
burn“ og hvort ég fann brunann og
sársaukann."
Þóra hélt þó ótrauð áfram í leik-
fiminni þangað til hún varð að
horfast í augu við að eitthvað yrði að
gera og fór til Bandaríkjanna þar
sem hnéð var lagað. „Þetta kostaði
jafn mikið og minkapels en ég vildi
þetta heldur,“ segir Þóra í viðtalinu.
Leikfimifélagið Lellurnar starfar
ekki lengur formlega og félagsmenn
hafa snúið sér að annars konar
hreyfingu. Þær hittast þó enn og
ferðast saman. Aðalhreyfing Þóru
núna eru gönguferðir með heimilis-
hundinn Dreka sem er átta ára, af
skegghundakyni.
Þóra elskar þennan vin sinn af
öllu hjarta en nú eru Dreki og Björg-
ólfur einir eftir í heimahúsum, sem
eru mikfl viðbrigði fýrir Þóru sem
alltaf var með sjö manns í heimili.
Frábær amma
Tengdadóttir Þóru, Helga Theó-
dórsdóttir, segir Þóru yndislega
ömmu og tengdamömmu og hefur
margt af henni lært. „Hún hefur
Njóta lífsins á siglingu Þóra
og Björgólfur eiga bát sem þau
sigia viða. Þarna eru þau á
siglingu i Svartfjallalandi.
alltaf
yndisleg
verið
auðvitað hef ég margt lært af henni í
gegnum árin. Fyrir utan að vera fal-
leg og góð er hún heimskona og
besta fyrirmynd sem hugsast getur í
góðum og fallegum siðum. Þá má
ekki gleyma hvað ég hef mikið af
henni lært í matargerð." <?
Vinir Þóru sem DV hafði sam-
band við luku samhljóma lofsorði á
Þóru og orð eins og glæsileg, fáguð,
góð, brosmild og elskuleg komu fýrir
í öllum tilfellum. Allir höfðu orð á
glaðlyndi hennar og ótrúlegum styrk
og einhver sagði að hún hefði jafnvel
verið skemmtilega „wild" sem ung
kona.
Börnin og barnabörnin eiga hug
Þóru allan og nýlega eignaðist Björg-
ólfur Thor soninn Daníel Darra. Sá
litli er níu mánaða og augasteinn
ömmu sinnar og afa, sem finnst
allur auður heimsins hjóm í saman-
burði við einstakt barnalán sem þau
segjast aldrei geta nógsamlega
þakkað.
edda@dv.is
awtf'-f.
æsfleg, sterk og fáguö
KwL'iV i/i'nÞnm im han