Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 45
LAUGARPAGUR29. OKTÓBER 2005 45 langtímavistunar en engin önnur úrræði eru handa konum sem fá þunga dóma. Á Litla-Hrauni er fþróttahús, stór vinnuaðstaða, fótboltavöllur og pláss til að draga andann. Kópa- vogsfangelsið er í raun hefðbundið einbýlishús, gott fyrir skammtíma- vistun en ekki margra ára dvöl. Morðingi í kvennafangelsinu Ein af þeim konum sem hefur langa reynslu af kvennafangelsinu er Bergþóra Guðmundsdóttir, ísa- fjaröar-Begga. Hún varð manni að bana og fékk íjórtán ára dóm. Hún hefur þegar afplánað sex ár af dómnum. Sat fyrst inni í kvenna- fangelsinu þar sem hún reyndi að fremja sjálfsmorð. Var flutt á Skóla- vörðustíginn en flakkaði svo milli stofnana. Á endanum var hún send á Litla-Hraun - fyrst kvenfanga á ís- landi. Þaðan flúði hún, eins og DV greindi frá á sínum tíma, var sett í einangrun en síðan send aftur í kvennafangelsið. Óánægja fangavarða Endurkoma Ísafjaröar-Beggu í kvennafangelsið vakti hörð viðbrögð starfsmanna. Út af fyrir sig er það sérstakt þegar starfsmenn hins opinbera tjá sig um innri málefni í fjölmiölum. Svo djúpstæð var óá- nægjan með komu Isafjarðar-Beggu að siðir og venjur voru látin lönd og leið. Eftir fund starfsmanna sagði Sigríður Jónasdóttir, varðstjóri í kvennafangelsinu: „Fangarnir eru allir skíthræddir við þessa konu. Vera hennar hérna virkar í raun sem þyngdaraukning á refsingu annarra fanga. Við viljum því byrgja brunn- inn og forða árekstrum með því að fáhana ekki." Reyndi að drepa sig Sjálf sagði Bergþóra í viðtali við DV: „Mér hefur liðið illa í kvenna- fangelsinu og líðan mín brotist út með hegðan minni. Þrisvar sinnum hef ég hreinlega gefist upp og reynt að drepamig." Saga Bergþóm sýnir glöggt hve andlega erfitt það er fyrir fanga með langa dóma á bakinu að afplána í „Hitt er svo annað mál að það er erfið- ara fyrir konur að vera í afplánun. Þær eru meira tengdar við fjölskyldu sína og börn. Kona sem lendir í fangelsi er brenni- merkt af samfélag- inu." kvennafangelsinu. Síðustu fréttir af Ísafjarðar-Beggu voru í sumar þegar hún kom aftur í fangelsið. í kjölfarið sögðu þrír starfsmenn upp. Hundrað glæpa konan Önnur kona sem hefur eytt löng- um tíma í kvennafangelsinu er Guð- rún Halldóra Valsdóttir. Guðrún var þrítug dæmd í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir yfir hundrað glæpi sem á hún hafði framið á skömmum tíma. Með dómnum setti Guðrún Halldóra met. Miðað við fjölda dóma á hún einn viðamesta glæpa- feril allra íslenskra kvenna. í dag er Guðrún hins vegar frjáls kona. Búin að taka út sína refsingu og býr í Breiðholtinu þar sem hún hefur hafið nýtt líf. Náði sér á strik „Ég stunda nú nám í tölvunar- fræðum og líður miklu betur," segir Guðrún Halldóra. Eftir hinn þunga dóm sagði Guðrún í viðtali við DV að hún hefði verið í neyslu í 10 ár. Brot- in hefðu einungis verið framin til að íjármagna neyslu. Um kvennafang- elsið sagði hún að þar ynni hún fjóra tíma á dag í þvottahúsinu: „Það er búið að bjarga lífi mínu að vera hér. Það er alveg frábært og ég hef ekki verið svona lengi edrú í tíu ár.“ Guðrún Halldóra hefur staðið við heitið. Hún segist ekki vilja gera mikið úr afrekum sínum en stendur við þau góðu orð sem hún lét falla um kvennafangelsið. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fang- elsisins „Ég held að fang- elsi fyrír bæði kyn, þarsem börn fá að ieika sér, sé mun eðiilegra umhverfi og betra fyrírfangana en stál- rimlarnir á Litla-Hrauni. “ Konur ekkert verri Þó allir vilji leggja kvennafangels- ið niður er í augnablikinu ekki til annar staður þar sem konur geta tekið út sína refsingu og snúið við blaðinu. í gegnum bíómyndir, bfglíS ur og sjónvarp fær maður ákveðna mynd af föngum og fangelsum. Hvað getur Guðmundur Gíslason forstöðumaður sagt um muninn á kven- og karlföngum sem deila sam- an húsi í Kópavoginum. Guðmundur segir: „Það eru margar þjóðsögur í gangi í bransan- um. Kvenfangar eiga stundum að vera miklu erfiðari en karlar og öf- ugt. Að mínu mati er erfiður fangi einfaldlega erfiður fangi. Hvort sem hann er karl- eða kvenkyns. Hitt er svo annað mál að það er erfiðara fyr- ir konur að vera í afplánun. Þær eru meira tengdar við fjölskyldu sfna og börn. Kona sem lendir í fangelsi er brennimerkt af samfélaginu." simon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.