Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 7

Símablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 7
LKSIC3I bladid Útgefandi: Félag íslenskra símamanna. Reykjavík 1941 1. tbl. ELLIÐAHVAMM UR NÝ VIÐFANGSEFNI. Þa8 hefir mikið veriS ritaö og rætt um ElliSahvamm. Um þaö veriö mjög deildar meiningar, hvort selja ætti eign F. 1. S. þar og hefja tilraunir meö dvalarheimili á nýjum staö. Á síöasta sumri var sýnilegí orðiö, aö notkun hússins myndi verða hverfandi lítil, — og heyrðust þá háværar raddir um það, að selja. En þegar á skyldi lierða, uröu hinar raddirnar háværari, og einkum meðal hins yng’ra fólks, er ekki vildu selja, en höfðu enn trú á því, aö ræt- ast myndi úr um notkun staðarins. Þegar stjórn F. 1. S. ákvað, sl. sumar, að segja upp ráðskonunni og leigja einum manni húsið sumarlangt, bólaði á nokkurri óá- nægju. En nú virðist, sem einmitt sú ráö- stöfun ætli að bjarga þessum málum. Nú viröist vaknaður sá áhugi fyrir þessu fyr- irtæki, einkum meðal unga fólksins, sem hefja muni staðinn til vegs að nýju. Má fullyrða, að margt af símafólkinu hefir fyrst skilið, hvers virði þetta heimili þess var, er það var því lokað. En einnig hefir það haft sín áhrif, að fjöldi sumar- bústaða hefir nú risið upp í nágrenni Ell- iðahvamms, •— og likur benda nú til, að liugmyndin um þjóðgarö Reykvíkinga, á þessum slóðum verði veruleiki í náinni framtíð. En um leiö myndu samgöngur batna. Á komandi sumri verður húsið í Elliða- hvammi opið fyrir félagsmenn, þó ekki verði þar ráðskona. En minnsta kosti ein fjölskylda mun dvelja þar allt sumarið. Sýni það sig nú, að áhuginn fyrir því, að notfæra sér þessa dýrmætu eign félags- ins, er ekki aðeins bóla, sem bráðlega hjaðnar, væiri tími til þess kominn, ao hefja víðtækari framkvæmdir. Félagið ætti þá að tryggja. sér land- spildu niður að vatninu, nægilega breiða til þess, að byggja á henni smá hús, viö veg niður að vatni, er væri eign einstaklinga. Gæti þau verið fnjög einföld og ódýr, en yrði öll að vera í sama stíl. En aðalhúsið væri sameiginlegur vettvangur allra félags- manna, og mætti vera þar greiðasala. Víða í landareign fél. mætti úthluta smáblettum til að byggja lítil hús á, og væri eigendum þeirra gert að skyldu, að rækta þar tré og blóm. Á þessum blettum gæti símamenn byggt sér sumarhús fyrir fjölskyldu sína, — einnig gæti 2—3 stúlkur eða piltar gert félag með sér um það. Þarna gæti simamannastéttin, — ef vilji og samtök væri fyrir hendi, komið upp IANDS8ÓKASAFN Jíh 150130 í SJ.ANTiS ‘

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.