Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1943, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1943, Blaðsíða 10
4 SlMABLAÐlÐ Loks kvaöst formaöur vilja geta þess, svo félagsmenn gæti haft hlihsjón af þvi við stjórnarkosninguna, aS hann mundi ekki undir neinum kringumstæðum gefa kost á því, aS vera formaSur áfram. ÞaS starf væri orSiS þaS umfangsmikiS, aS ekki væri hægt aS ætlazt til þess, aS sami maSur legSi þaS á sig endalaust. Um skýrslu formanns tók til máls GuSm. Pétursson og ræddi nokkuS um gerSir fél. siSastl. ár og um starf fél. á næstunni, einkum um þá ætlun stjórnarinnar, aS efla styrktarsjóS félagsins. Þá var goagiS til kosninga. Fóru þær þannig: I stjórn félagsins til tveggja ára voru kosin: Ágúst Sæmundsson, meS 56 atkv. Maríus Helg'ason, með 54 atkv. Soffía Thordarson, meS 46 atkv. og til vara: Lárus Astbjörnsson, meS 33 atkv. Júlíus Pálsson, meS 26 atkv. Kristján Snorrason, meS 20 atkv. ASrar kosningar: í stjórn lánasjóSsins til 2ja ára voru kosnir Jónas Eyvindsson og Ólafur ÞórS- arson og til vara Daníel Jónasson. Stjórn StyrktarsjóSsins var öll endur- kosin, en í henni eiga sæti: Steindór Björnsson, Halldór Helgason og Hall- dór Skaptason. VaramaSur var kosinn Stefán Kristmundsson. í Bókasafnsnefnd voru kosin: Lára Lár- usdóttir, Theodór Lilliendahl og SigríSur Vaídimarsdóttir, en til vára Ebbba Björnæs. EndurskoSendur LánasjóSs: Gunnar BöSvarsson og Klara H. Magnússon. En til vara Jón Bjarnason. EndurskoSendur félagsins voru kosnir: Daníel Jónasson og Halldór Helgason. En til vara Maria Bjarnadóttir. : Þá var loks samþykkt heimild til fé- lagsstjórnarinnar til aS selja eign félags- ins í ElliSahvammi, fáist aSgengilegt til- boS. Framhalds-aSalfundur var haldinn í húsi SjálfstæSisflokksins Thorvaldsensstræti 2, 3. marz. Fundarstjóri: Steindór Björns- son. Ágúst Sæmundsson skýrSi frá því í upp- hafi fundarins, aS stjórnin hefSi skipt þannig meS sér verkum: FormaSur Ágúst Sæmundsson, varafor- maSur A. G. Þormar, ritari GuSm. Péturs- son, gjaldkeri Soffía Thordarson og fjár- málaritari Maríus Helgason. Fjármál. Þá voru endurskoSaSir reikn- ingar félagsins samþykktir í einu hljóSi. Lagabreytingar. Stjórn félagsins lagSi fram frumvarp aS nýjum lögum fyrir fé- lagiS. Voru teknar upp í þaS þær tillögur úr frumvarpi því, sem veriS hefir á döf- inni síSan 1904, er stjórnin hafSi getaS orðiS sammála um. Var frumvarp stjórn- arinnar samþykkt nærri óbreytt. Félagsgjöld. f samræmi viS hin nýju lög lagSi stjórnin fram svohljóSandi til- lögu: „ASalfundur F. í. S. ákveSur, aS félags- gjöldin fyrir áriS 1943 skuli vera: a) fyrir þá félagsmenn, sem hafa yfir 300 kr. á mánuSi í útborguS grunnlaun, — kr. 60.00. b) fyrir þá félagsmenn, sem hafa lægri laun kr. 36.00. — og renni minnst helm- ingur þessarar upphæSar til eflingar StyrktarsjóSi F. f. S. Breytingartillaga um lækkun gjaldsins í 40 ög 25 kr. var feld. En tillaga stjórnar- innar samþykkt., ásamt svohljóSandi viS- aukatillögu frá Eiríki Gíslasyni: LiSur A hljóSi þannig: Fyrir þá fé- lagsmenn, sem hafa yfir 500 kr. á mánuði i útborguS grunnlaun kr. 100.00 (og breyt- ist liSatalan skv. því, og verSi a, b og c liSur). Þá voru samþ. eftirfarandi tillögur: 1. „FramaldsaSalfundur F. í. S., haldinn 3. maí 1943, samþykkir aS veita kr. 5000.00 —■ fimm þúsuncl krónur — úr sjóSi Ell- iSahvamms á s.l. ári, til stofnsjóSs Styrkt- arsjóðs F. í. S.“ 2. „ASulfundur F. í. S., haldinn 3. maí 1943, heimilar stjórn félagsins aS halda landsfund á komandi sumri, ef tiltækilegt verSur. Félagsfundur, sem haldinn verSur til aS kjósa fulltrúa, ákveSur einnig fjölda þeirra.“ Var þar meS aSalfundi slitiS.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.