Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 15
SlMABLAÐlÐ 51 Dagurinn í dag og árið í ár. Dagurinn i dag er ekki ósvipaöur degin um i gær og fyrradag og deginum þar á undan. VeörabrigSi eiga sér aö vísu stað. og er slíkt talið all-hversdagslegur viöburður. Þaö var hríð i gær en hláka í dag og það var hvasst báða dagana og ekki virðist það, í fljótu bragði, skipta svo miklu máli úr hvaða átt hann stendur. Það, sem einkennir þessa daga, er þetta látlausa hvassviðri, ónot og óstöðugleiki, ekki einungis úti í sjálfri náttúrunni, held- ur og einnig í sálum mannanna. Eins og gefur að skilja er dagurinn í dag enginn sérstakur daeur vikunnar, heldur er hann aðeins 1/366 hluti þess árs, sem nú er hafið, þess árs, sem sennilega verður eitt örlagarikasta ár, er mannkynið n-okkru sinni hefir lifað. Það mun vart nokkur einstaklingur í víðri veröld, sem gæddur er heilbrigðri skvnsemi, að hann fái ekki greint það, að á því. sf=m þetta ár ber í skauti smu. veltur. hvort þú. móðir þín, faðir þinn. eiginkona þín. og niðiar þínir fái lifað lífi sínu, eins og friálsborið skvnsemi gætt fólk. eða hlekk'pðir á sál og líkama undir stiórn ófyrirleitinna manna, sem að því er virð- ist. meta einsi-aklinginn sem réttlausan þræl eða vinnudýr, er aðeins ber að þegja og hlvða. Afleiðing bessa hugsunarháttar í fram- kvæmd er allt annað en glæsileg. Á v'gvellinum blæ''ir föður, syni og eigin' manni út, sem ekki gerðu þó annað en sk'dd- an bauð, sem sé að hlvða skipurium yfir- boðar sinna i þágu réttlæt’sins. Hvaða ré+t- lætis? Heima eru grátandi mannlausar mæður -og veinandi föðurlaus börn, hungr- uð. klæðlaus og ef til vill án húsaskióls. Söknuðurinn og skelfingin heltaka þau. Hvað hafa þau til saka unnið ? Slíkar stað- revndir sem þessar, varpa hrvlhlegri mvnd hörmnnga og óbærilegra kvala á mann- lífið. Þessi mvnd hefir borið fvrir augu vor með óhuggulega stuttum millibilum í ver- aldarsögunni, Alltaf endurtek'úf sig það sama, stöðugt það sama. Brennt barn forð- ast þó eldinn. Hve oft þurfa þeir, sem vilja stjórna heiminum, að brenna sig, til þess að forðast eldinn? þann eld, sem mannkyn- sagan segir okkur frá næstum á hverri blaðsíðu, eld eigingirninnar og metorða- girndarinnar, sem að mínum dómi, eru efalaust undirrót alls þess missættis, órétt- lætis og þeirra hörmunga, er nú enn einu sinni eiga sér stað í heiminum. Vér girnumst ekki einungis það, er okk- ur ber, heldur og einnig það, sem annarra er. Hvað er svo hægt að segja um þau lög og þá þjóðfélagsskipan, sem halda vernd- arhendi yfir og heimila oss að þjóna þess- um sjúku hvötum vorum, sem um alda- raðir hafa laugað heiminn blóði og tárum, í stað þess að reyna að stemma stigu við þeim. Maðurinn er ekki annað en það, sem hann temur sér. í honum togast á tvö ölf, það illa og það góða. Hvaða rétt hefir hann til þess að kalla sig „homo sapiens" eða skynsemi gædda veru, ef hann megnar ekki, með viti sinu, að sigra sjálf- an sig. þ. e. a. s. vinna bug á því sem gerir hann að villidýri? Fvrir okkur Islendinga verður þetta ár ekki hvað sízt örlagaríkt þar eð við von- andi stígum okkar síðasta spor til algjörs siáKsfæðis. Mér vitanlega erum vér Is- lendingar sú eina þjóð í heiminum, sem lýst höfum vfir ævarandi hlutleysi gagn- vart öðrum bjóðum. Með því viljum vér segia. að vér hvggjum hvorki að vinna lönd og fiármuni annarra þjóða með mannv'g- um og blóðfórnum né á annan hátt. Vér óskum bráum og vonum aðeins að mega eiga okkar land án íhlutunar annarra. Penninn og tnnean skulu vera vopn vor og samninvaborðið vígvöllur vor. Vér munum aldrei kvíða því að mæta við samninga- borðið. ef að réttlætið má ráða. Þar munum vér íslendingar aldrei bera fram neitt óréttlæti gagnvart öðrum þjóðum. En við munum standa fast á rétti vorum, helgum og ótvíræðum. Um sjálfstæðismálið hvgg ég allar frek- ari umræður óbarfar. í því viðkvæma og hjartfólgna máli er bæði sögulegur og menningarlegur réttur okkar megin og hef- ir verið það, allan þann tíma, sem við höf-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.