Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.07.1943, Blaðsíða 17
SÍMABLAÐIÐ Innheimta skattanna. Þaö ráö hefir nú verið upp tekið við opinberar stofnanir, aS draga útsvör starfs- fólksins frá launum þess mánaSarlega. Þetta er góS og sjálfsögS nýjung. ViS launþegar förum þá nær um þaS, hvaSa laun viS höf- um i raun og veru, en áSur hefir þaS viljaS brenna viS hjá æSi mörgum, að gleyma út- svarinu þar til í óefni var komiS og árs- laununum eytt. En mér og mörgum fleiri er spurn: Því er sporiS ekki stigiS til fulls, því þetta skipu- lagsleysi á skattaálögum og innheimtu þeirra, og yfirleitt öllum opinberum gjöld- um, ÞaS virSist, í fljótu bragSi, vera æSi fávíslegt, aS leggja skatta á opinbera starfs- menn og eySa stórfé í innheimtu þeirra. En hjá því verSur sjálfsagt ekki komist. Hitt nær engri átt, aS allir skattar skuli ekki inn- heimtir á þann hátt hjá opinberum starfs- mönnum, aS þeir sé dregnir mánaSarlega frá laununum, eins og tíSkast nú orSiS um útsvörin. Fyr en horfiS hefir veriS aS því ráSi, mun svo um allan fjöldann, aS þeir hafi ekki nægilegt yfirlit yfir þaS, hver hin raunverulegu laun þeirra eru. Opinberu gjöldin eru orSin svo margvisleg, aS fæstir gera sér þaS ómak aS leggja þau saman, og gera sér ljóst, hve há þau eru mánaSarlega. Þau gjöld, sem hér er um aS ræSa, eru: útsvör, tekju- og eignaskattur, fasteigna- gjöld, þar sem um þau er aS ræSa, sjúkra- samlagsgjöld, iSgjöld í LífeyrissjóS og sóknargjöld. Væri ekki úr vegi, aS stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja beitti sér fyrir þvi, aS fariS verSi inn á þessa braut um innheimtu opinberra gjalda viS opinberar stofnanir. Stykkishóimi S í m a r: Skrifstofur 25 Sölubúð 17 Frystihús 29 Saumastofa 26 ' Framkv.stjóri heima 12 Starfsgreinar: Verzlun: Allar venjulegar verzlun- arvörur, Byggingarvörur, Út- gerðarvörur, Bækur, Bitföng o. fl. Afurðasalan: Selur flestar land- búnaðar- og sjávarafurðir. — Sláturhús og frystihús: Frysting á lcjöti og fleiru. Hraðfrystihús: Frysting á fiski og fiskafurðum. Saumastofa: Karlmannafatnaður og kvenfatnaður. Dúnhreinsunarstöð.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.