Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 10
6 SlMABLAÐlÐ Hin nýju lög um Lífeirissjóð starfsmanna ríkisins. Eins og kunnugt er, voru samþ. á Alþ. fyrir síöustu áramót ný lög uni lífeyrissjóS starfsmanna ríkisinis, er ganga skyldu í gildi x. júlí í ár. Símablaöiö lofaöi þá að geta þeirra nán- ar viö tækifæri og bir.ta þau ákvæöi þeirra, sem mestu máli skipta. Eins og vænta rnátti hefir lögum þess- um verið misjafnlega tekið af þeim, sem þar eiga hlut að máli. Þykir mörgum iö- gjaldið -vera úr hófi fram — log trygging- in eigi ekki rétt á sér, ef slíkt iðgjald sé nauðsynlegt. Einkum hefir það komið mörgum á óvart, að iðg'jald skuli greitt af verðlagsuppbótinni, einkum með hliðsjón af þvi, að lífeyrir reiknast eftir meðal- kaupi aðeins síðustu io ára, í stað þess, að áður reiknaðist hann eftir því, af hve háum samanlögðum laununn hlutaðeigandi hafði greitt iðgjald, frá byrjun. En Jxegar allt kernur til alls, verður því ekki neitað, að um miklu betri tryggingu er að ræða þar sem lífeyrir getur orðið árl. 60% af meðallaunum síðustu io ára. — Skv. gömlu lífeyrissjóðslögunum var ið- gjaldið 7% af fösturn launum. Ef verðlags- uppbótin fehur einhverntíma úr sögunni, verður iðgjaldið í raun og veru lægra skv. riýju lögunmu, þar sem það er 4%. En jiað er von, að þeim, sem þurfa að greiða allt að 100 krónum á mánuði í iðgjöld í stað tæpra 30 kr. áður, þyki það mikið stökk. En kaup þeirra hefir líka hækkað mikið síðan fyrir stríð. Þá má geta þess, að skv. hinurn nýju lögum eiga menn rétt á að fá iðgjöld sín endurgreidd, fari þeir úr þjón- ustu hins opinbera, — og hafa menn Jiá aðeins verið að leggja fé til hliðar. Allt þetta ber að athuga þegar dæmt er um það, hvort trygging þessi er of dýru verði keypt eða ekki. Hér fara á eftir nokkur ákvæði laganna, sem mestu máli skipta, en sökum rúmleysis er ekki hægt að birta lögin í heild. 1 3. gr. segir: Sjóðfélagar eru: 1. Allir þeir, sem laun taka eftir hinum al- mennu launalögum. 2. Allir aðrir starfsmenn, sem taka laun úr ríikissjóði og ráðnir eru til ekki skemmri tíma en eins árs eða með þriggja mánaða uppsagnarfresti, enda sé starf þeirra í þjónustu ríkisins aðalstarf þeirra. I 10. gr. segir,: Sjóðfélagar greiði ár hvert 4% af heild- arárslaunum sínum í iðgjöld til sjóðsins. Launagreiðanda ber að halda iðgjöldum eftir af launum sjóðfélaga og standa sjóðn- um skil á þeim. Sjóðfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbind- ingum sjóðins nema með iðgjöldum sínum Launagreiðendur greiði fyrst um sinn ár hvert 6% af heildarárslaunum þeim, er sjóðfélagi tekur hjá þeim, í iðgjöld til sjóðsins. IT- gj. Sjóðurinn greiðir sjóðfélögum ellilífeyri og örorkulífeyri og eftirlátnum maka Jieirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum Jieim, sem hér fara á eftir. .I2- gr' Hver sjóðfélagi, er greitt hefir iðgjöld til sjóðisins í 10 ár eða lengur og annað- hvort er orðinn fullra 65 ára að aldri eða samanlagður- aldur hans og þjónustutími er orðinn 95 ár, á rétt á árlegum lífeyri úr sjóðnum. Upphæð ellilifeyrisins er hundraðsluti af meðallaunum hlutaðeigandi sjóðfélaga síðustu 10 istarfsár hans, og er hundraðs- hluti þess hækkandi eftir því, sem starfs- tíminn verður lengri, svio sem hér segir: Starfstími. Ellilífeyrir. 10 ár.................... i.... 12.5% 11 —........................... 14.0%

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.