Símablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 12
8
S 1 M A B L A Ð I fí
SÍMABLAÐIÐ
er málgagn Félags ísl. símamanna.
Af því koma út 6 tölublöð á ári.
Ritstjóri: Andrés G. Þormar.
Aðstoðarritstjóri: Guðm. Pétursson.
Ritnefnd: Stjórn félagsins.
Utanáskrift til blaðsins er:
Símablaðið, Pósthólf 575.
Reykjavík.
Prentað í Félagsprentsmiðjunni
sem greinir í 2. málsgr. þessarar gr., sem
önorka sjóðfélag'ans er metin.
16. gr.
Nu lætur sjóðfélagi í lifanda lífi og af
öðrum ástæðum en elli eða örorku af stöðu
þeirri, er veitti honum aðgang að sjóðnum,
og á hann þá rétt á að fá endurgreidd
vaxtalaus iðgjöld þau, er hann hefir greitt
í sjóðinn. Hafi hann verið sjóðfélagi í 15
ár, er hann lætur af stöðunni, getur hann
með samþykki sjóðsstjórnarinnar valið um,
hvort hann fær iðgjöld sín endurgreidd eða
hann lætur þau standa inni í sjóðnum. Velji
hann <síðari kostinn, fellur niður skylda
hans ti 1 að greiða framvegis iðgjöld til
sjóðsins og réttur hans til örorkulífeyris.
Ellilífeyrir hans og lífeyrir eftirlátins maka
miðast þá við starfstíma hans og meðal-
laun síðustu 10 starfsár hans samkvæmt 12.
°g 14. gr. Lífeyrir barna hans skal þá á-
kveðinn þannig, að full upphæð samkvæmt
15. gr. skal margfölduð með hlutfallinu
á milli þess ellilífeyris, sem hann hefir öðl-
azt rétt til, ef hann hefði gegnt starfinu
til 65 ára aldurs.
Sé staða eða starfi sjóðfélaga lagður nið-
ur, á hann rétt á að vera áfram í sjóðnum
°g greiða iðgjöld, sem miðuð séu við laun
þau, er hann hafði, er staða hans var lögð
niður. Nýtur hann þá sömu réttinda úr
sjóðnum sem hann hefði gegnt starfi sínu
áfram.
r 7- gr.
Þeir, sem keypt hafa sér og ekkjum sín-
um lífeyri samkvæmt lögum nr. 51 27. júní
1921, öðlast réttindi eftir lögum þessum,
enda greiði þeir iðgjöld sin samkvæmt
ákvæðum þeirra frá þeim tíma, er þau ööl-
ast gildi.
í hjónaband hafa gengið ungfrú Þórunn
Flygenring, talsimakloina i Hafnarfirði og
Magnús Eyjólfsson símvirki, sama stað.
Jónas Guðmundisson símritari dvelur nu
í Amerí'ku um nokkurra mánaða skeið, til
að fullkomna sig- í símritun.
Gestur Jónsson viðiskiptafræðingur, sem
unniö hefur í aðalbókhaldinu, mun hætta
þar starfi á næstunni, en vinna framvegis
að skýrslugerðum fyrir póst og sírna. Mun
hér vera um að ræða visi að sjálfstæðri
deild innan stofnunarinnar, sem lengi hef-
ur verið þörf á.
Fimmtugur varð Asgeir Guðmundsson,
fyrverandi símastjóri á Fáskrúðsfirði, þ.
10. maí s. 1. Hann varð símastjóri á Fá-
skrúðsfirði 1911, um eins árs skeið, og
síðan 1. okt. 1916, eftir að hafa dvalið við
nám í Reykjavík. En sumarið 1943 lét hann
af því starfi og fluttist til Reykjavíkur,
og starfar nú í endurskoðunardeild Lands-
simans. Meðan Ásgeir var símastjóri á
Fáskrúðisfirði, var stöðin þar til hinnar
mestii fyrirmyndar, annáluð fyrir lipra af-
greiðslu og reglusemi i hvívetna. Síma-
blaðið var búið til prentunar, er því varð
kunnugt um fimmtugsafmæli Ásgeirs, —-
svo að þessi fáu orð verða að nægja. En
það vill óska honurn allra heilla í tilefni
af þessum tímamótum í ævi hans.
Félagsprentsmiðjan h.f.