Símablaðið - 01.01.1945, Síða 6
4
SlMABLAÐlÐ
Var tillagan saniþykkt í einu hljóÖi.
Þá var gengi'Ö til kosninga. Þessar uppá-
stungur höfðu komið fram :
Endurskoðendur: Halldór Helgason, Gunn-
ar Böðvarsson, og til vara Ari Þorgilsson.
Stjórn Launasjóðsins: Jónas Eyvindsson,
Ólafur Þórðarson, og til vara Þórhallur Þor-
láksson.
Styrktarsjóður: Steindór Björnsson, Hall-
dór Helgason, Halldór Skaptason, og til vara
Guðrún Möller og Gústaf Sigurbjörnsson.
Bókasafnsnefnd: Sigríður Valdemarsd.,
Theodór Lilliendahl, Vilborg Björnsdóttir, og
til vara Asta Thorstensen.
Þar sem ekki komu fram fleiri uppá-
stungur voru þessir félagar sjálfkjörnir.
Að kosningum loknum þakkaði formaður
Jónasi Eyvindssyni fyrir vel unnið starf í
stjórn lánasjóðsins. En í stjórn hans hefur
Jónas starfað frá byrjun.
Þá var tekið fyir 4. mál á dagskrá, laga-
breytingar, frá stjórn félagsins. Voru þær
allar samþykktar,- og eru svohljóðandi:
Við 5. gr, —- Úr greininni falli niður orð-
in: „eru ekki í öðru stéttarfélagi“ og „auk
þess“. Á eftir c) lið komi ný málsgrein, svo-
hljóðandi: „Sem aukafélaga má taka inn
starfsmenn, aðra en nemendur, sem vinna
hjá stofnuninni þótt ekki séu þeir fastráðn-
ir, en fá laun sín greidd mánaðarlega, enda
njóta þeir ekki hlunninda }>eirra, sem sjóðir
félagsins veita aðalfélögum."
Við 12. gr. — Síðari málsgrein orðist
þannig: „Skal hún kosin á aðalfundi til
eins árs i senn.“
Við 13. gr. — Fjórða málsgrein: í stað
orðanna „Talin atkvæði allra félagsmanna.
Eru þeir 3 annað árið, en 2 hitt, —“ komi:
„talin öll greidd atkvæði félagsmanna. Eru
þeir 5“ o.' s. frv.
Þá var tekin fyrir tillaga frá stjórninni
um félagsgjöldin fyrir næsta ár, sem sam-
þykkt var í einu hljóði:
„Aðalfundur félagsins haldinn 13. febr.
1945 samþykkir að félagsgjöldin grundvall-
ist á sömu reglum og s.l. ár. Verði aukafélag-
ar teknir í félagið, greiði þeir lægsta árs-
gjald."
Næst var tekin fyrir eftirfarandi tillaga
frá Andrési Þormar og Theódór Lilliendahl:
.„Fundurinn samþykkir að framlengja um-
boð það, er síðasti aðalfundur veitti stjórn
fél. til að selja eign félagsins í Elliðahvammi,
fáist viðunanlegt tilboð í hana.“ — Sam-
þylckt með 33 atkv. gegn 3.
Er hér var komið, var lokið talningu at-
kvæða við stjórnarkosningu, og lýsti þíl
fundarstjóri kosningunni. Kosningu hlutu:
Ágúst Sæmundsson með m atkv.
Maríus Helgason -— 73 —
Steingrímur Pálsson — 60 —
og til vara:
Karl Vilhjálmsson með 50 atkv., Ingi-
björg Ögmundsdóttir með 28 atkv. og Lár-
us Astbj.s. með 12 atkv.
Þá var tekin fyrir svohljóðandi tillaga
frá A. G. Þormar og Ágústi Sæmundssym:
„Aðalfundur F. í. S., haldinn 13. febr.
1945, telur, að með þeim breytingum, sem
háttvirt efri deild Alþingis hefir gert á 48•
gr. frumvarps til laga um laun opinberra
starfsmanna, hafi mjög verið dregið úr þeim
vonum, sem símamannastéttin gerði sér um
hin væntanlegu launalög. —• Telur fundur-
inn, að þær lækkanir, frá núverandi laun-
um fjölda símamanna, sem niðurfelling þessa
ákvæðis hefur í för með sér, sé mjög órétt-
látar, þar sem vitað er, að við margar hálf-
opinberar stofnanir, og við sambærileg störf
í einkarekstri, þar sem ekki er í ráði að
lækka laun, eru launakjörin sízt verri en
þeirra, sem lækka myndi í launum, við gildis-
töku launalaganna, og margir mjög tilfinn-
anlega. — Skorar fundurinn því á háttvirt
Al})ingi að taka aftur upp í launalagafrum-
varpið hin upphaflegu ákvæði 48. gr„ eða
önnur ákvæði er tryggi, að embættislaun
einstakra manna eða stétta lækki ekki vio
gildistöku laganna.“
Var tillagan samþykkt í einu hljóði.
Þá þakkaði formaður fundarmönnum góða
fundarsókn og setu, og fundarstjóra góða
fundarstjórn.
Theodór Lilliendahl þakkaði fráfarandi
stjórn gott og vel unnið starf á síðastl. án-
Sagði fundarstjóri síðan fundi slitið.
Guðm. Pétursosn,
fundarstjóri.
Maríus Helgason,
ritari.