Símablaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 35
Skeiði lauk í Skálafelli.
Skaði varð, en heldur velli
minning góð, þótt maður félli.
Hvorki föður má né móður
missi bæta orðstýr góður.
Trega systur týndan bróður.
Harmar kona manninn mæta,
mun þó huggun sveins að gæta.
Hann má sáran söknuð bœta.
Úr éli váveðra
ver gekk í sál feðra. —
Lokið er Ijóðstöfum,
lifðan vin kvatt höfum.
Á s g eir Magnússon.
Vegna sviplegs dauða Þorvaldar
heitins Hlíðdals, 7. marz 1948, kom
starfsmönnum Teiknistofu Lands-
símans saman um að minnast hans
í félagi, hver eftir sinnu getu, og
varð þá til minnjagripur sá, er mynd-
in sýnir. Verkið var þannig af hendi
leyst: Ásgeir Magnússon orkti
kvæðið, Árni Sveinbiörnsson reit
það á geitskinn, Steingrímur Guð-
mundsson skar keflið, Halldór Þór-
hallsson gjörði um það hylki.
Minjagripur þessi var færður
foreldrum hins látna 17. júní 1948.
1., 9. og 10. erindið er lítið eitt
bi-eytt frá frumritinu, i þeirri mynd,
er kvæðið birtist hér í blaðinu.
*«*«■
3Íc.i*n*
S,,íi
V’þ!..® illft:
■ «**■'■*• *
*Uww» 1,<,L
í'aíUiir
1 ,1'
’kttMttt
^orunlflur C'llftáal