Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1949, Page 43

Símablaðið - 01.01.1949, Page 43
SlMABLAÐIÐ 11 £waMaii$ í apríl n.k. eru liðin 35 ár síðan Síma- blaðið hóf göngu sína. Er það því í tölu elstu blaða og tímarita, sem gefin eru út hér á landi. Mér hefur lengi verið það ljóst, að fyrirkomulag það, sem verið hefur á útgáfu þess, er ekki heppilegt Á það bæði við um það, hve sjaldan það kem- ur út, og hitt, að byggja útgáfu þess á auglýsingum. Það liggur 1 augum uppi, að með svo strjálli útkomu verð- ur það ekki sá umræðuvettvangur, sem nauðsynlegt er að það sé, og getur því ekki haldið svo á málum stéttarinnar, sem því er ætlað. Á hinn bóginn veldur það fyrirkomulag, að félagssjóður ber ekki kostnaðinn af útgáfunni, og fé- lagsmenn greiða ekki blaðið, — eðlilega því, að félagarnir taka ekki þeirri tryggð við blaðið, sem líka er nauðsyn- leg. Og síðast, en ekki sízt, verður blaðið aldrei aögengilegt til lesturs, meðan auglýsingar bera uppi kostnaðinn við útgáfuna. Aðstaða félagsins hefur breytzt mik- ið síðasta áratug. Félagsmönnum heí- ur fjölgað að miklum mun. Félaga- gjöldin hafa verið há, — svo félagið er nú fjárhagslega vel stætt. Því var það, að á síðasta aðalfundi var, að tilhlutan þáverandi stjórnar, stofnaður menn- ingarsjóður, með 20 þús. kr. stofnfé. M. a. hafði stjórnin þá útgáfu Síma- blaðsins í huga. framtíð þe§§. Núverandi stjórn hefur rætt það mál nánar, og hefur ákveðið að leggja til við væntanlega stjórn, — að þessi sjóð- ur beri kostnaðinn af útgáfu blaðsins framvegis. Hefur hún hugsað sér, að félagssjóður greiði Menningarsjóði vissan hluta af félagsgjöldum, — allt að 10 kr. af hverju félagsgjaldi, sem áskriftargjald að blaðinu. Jafnframt væri því ætlað að koma út minnst árs- fjórðungslega, — og á vissum dögum. Er vel til fallið, að gera þessa breyt- ingu á útgáfu Símablaðsins, á 35 ára afmæli þess. Stjórn félagsins hefur þegar gert ráð- stafanir til að gefa afmælisblað út, og þá í því formi, sem því er ætlað í fram- tíðinni, — og falið 7 manna ritnefnd að sjá um útgáfuna. Er því ætlað að koma út nokkru eftir afmæli félagsins, 27. febrúar. Efni þess blaðs verður að sjálfsögðu að miklu leyti helgaö sögu félagsins og félagsmálum. En einnig mun það birta greinar um tækni, og annað það er til skemmtunar og fróð- leiks má telja. Væntir ritnefndin þess, að aðrir fé- lagar leggi sinn skerf fram til þess að gera afmælisblaðið fjölbreytt, og stétt- inni til sóma. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem hjálpað hafa til að gera útgáfu blaðsins mögulega, og lagt fram sinn skerf til að gera það að áhrifaríku baráttutæki. A. G. Þ.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.