Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 45

Símablaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 45
SlMABLAÐlÐ 13 Paludan-Múller sagðist svo hugur um, „aÖ eitthvaÖ myndi koma fyrir sig“ og þaÖ reyndist þvi miÖur rétt. Hin danska herdeild hans varð að þola þá raun að vera vitni að síðasta bardaga yfirmanns sins, án þess að veita honum hjálp, það var skipun hans. Hann hafði ákveðið að berjast einn við of- ureflið, hann vildi ekki að hægt væri að segja, að landamæralögreglan hefði veitt Þjóðverjum viðnám, hann vissi hvaða af- leiðingar það mundi hafa. Hinn 26. mai 1944 skeði það, sem Palu- dan hafði lengi grunað, að koma myndi. Klukkan var tæplega hálf sex að morgni, þegar 15 manna flokkur óeinkennisbúinna gestapomanna kom akandi að húsi ofurstans. Hann var þá þegar kominn á fætur. Það var barið hörkulega á dyr, og honum sagt að þýzka öryggislögreglan vildi tala við hann. „Ef þér komiÖ á skrifstofu mína kl. 10 munuð þér hitta mig þar,“ svaraði hann. Sem danskur hermaður var hann fús til að veita þeim áheyrn á skrifstofu sinni, en ekki í einkaibúð sinni. Þessu svari áttu Þjóðverjar ekki von á. Þeir skipuðu honum að opna dyrnar strax, annars yrðu þær sprengdar upp. Hann neitaði að opna. Þeir gátu eftir nokkrar til- raunir brotið upp hurðina og fyrsti Þjóð- verjinn stökk inn. Hann komst þó ekki langt, þvi kúla úr marghleypu ofurstans lagði hann þegar að velli. Óttaslegmr flúðu þeir út og földu sig bak við trén í garðin- um, undrandi yfir þeim móttökum, sem þeir höfðu fengið. Ofurstinn, sem vissi vel, að nú var ekki nema um eitt að ræða, læsti dyrunum og dró farg að þeim, til að írejrsta þær betur. Þvínæst fór hann með konu sína og 17 ára gamla dóttur niður í kjallara, til öryggis. Á meðan æddu Þjóðverjarnir um eins og óðir væru. Þeir hringdu í allar átt- ir eftir liðsauka og sprengjum. 14 manna lið var ekki nógu öflugt á móti einum of- ursta. Það varð uppi fótur og fit í bænum. Fjöldi manns var sjónarvottur að því, er Þjóöverjarnir skutu að húsinu úr launsátr- um sínum. Ofurstinn skaut sjaldan, en hnit- miðaði, svo að ekki geigaði. íbúarnir í Graa- sten reyndu að fá Þjóðverjana til að hætta leiknum, en það var auðvitað árangurslaust. Loksins fékk þó sóknarpresturinn leyfi til að tala við ofurstann í þeirri von að hann gæf- ist upp. Hann gekk að húsinu, dyrnar voru læstar, svo hann varð að skríða inn um glugga. Tilraunir prestsins báru engan árangur. En ofurstinn lagði frá sér byss- una og kraup á kné og bað um blessun prestsins. Hann vissi, að enga miskunn var að fá fyrir utan húsið. Þarna var maður, sem undirbjó sig rólegur undir hina síðustu orustu, sem hann vissi gjörla, hvernig fara mundi. Ofursinn sagði nú prestinum hvar kona sín og dóttir væru og bað hann að bjarga þeim. Presturinn sótti þær og ætl- aði að láta þær klæða sig betur, þær voru í náttklæðum einum. En tími vannst ekki til þess. Þjóðverjarnir skipuðu honum að koma strax, nú ætti að sprengja húsið i loft upp. Það var enginn tími til að kveðj- ast í hinzta sinn. „Guð veri með ykkur,“ sagði ofurstinn rólegri röddu, um leið og þær fóru út. Séra Hvidt ætlaði að fylgja þeim heim á prests- setrið, en Þjóðverjarnir harðbönnuðu það. Þær urðu að hafast við i laufskálanum í garðinum og horfa á harmleikinn, þar sem murka átti lífið úr eiginmanni og föður- Það var ekki fyrr en seinni hluta dagsins, þegar húsið var næstum brunnið til ösku, að þær voru látnar lausar. Paludan-Muller ofursti varðist stöðugt inni í húsinu. Hann virtist vera allsstaðar, Hvenær sem einhver Þjóðverjinn fór ógæti- lega og kom í ljós, kvað við skot. Það var gefin skipun til árásar, en þegar Þjóðverj- inn, sem fremstur fór féll, sneru hinir við aftur. Klukkan átta kvað enn við skot frá húsinu, enda þótt það stæði í björtu báli. Klukkan hálf níu heyrðist síðasti skot- hvellurinn þaðan, en hvort það var tileinkað einhverjum Þjóðverjanna eða ofurstanum sjálfum er ekki gott að segja um, en Þjóð- verjarnir héldu áfram að skjóta að hús- inu lengi eftir það. Brunalið bæjarins var kvatt á vettvang. En það var ekki fyrr en eftir hádegi, að lík ofurstans fannst. Eftir mikið þóf fékk fjölskylda ofurstans loks líkið afhent, en Þjóðverjunum fannst, að slíkur morðingi ætti ekki skilið að hvíla í vígðri mold. Strax og íbúunum í Graa- sten var orðið ljóst, að ofurstinn var fall- inn, drógu þeir fána í hálfa stöng, lokuðu sölubúðum sínum og lögðu niður vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.