Símablaðið - 01.01.1957, Qupperneq 10
8
S IMABLAÐIÐ
Á skemmtikvöldi.
stöðvarstjóraembætta var að ræða á
ritsímastöðvum. En er svo nú? Hvað
segir hin síðasta slík stöðuveiting og inn-
stilling starfsmannaráðs til hennar? Á
ég þar við stöðvarstjórastöðuna í Vest-
mannaeyjum. Gömlum og reyndum sím-
riturum er skákað þar til hliðar og að
litlu metnir. Þjónustualdurinn er hér að
engu hafður. Ekki er þetta til að auka
áhuga eða starfsgleði hjá hinum eldri
mönnum, velvild eða traust til yfir-
mannanna. Vekur aðeins beiskju, sem
von er. Sumir segja að símritarana
skorti tækniþekkingu í notkun hinna
nýju véla. En fullyrða má að þeir hafa
miklu meiri reynslu á afgreiðsluháttum
yfirleitt og eru þessvegna betur undir-
búnir til að taka að sér stöðvarstjóra-
störfin, heldur en hinir, sem aldrei að
neinni ritsímaafgreiðslu hafa komið, þó
ef til vill megi segja að þeir séu eitthvað
betur að sér á sviði tækninnar.
Nú virðist sækja í það horf, að yfir-
varðstjórastöðurnar verði eina von sím-
ritaranna um viðurkenningu fyrir langt
starf í þessari grein. En þær eru nú
ekki nema tvær, og hvernig er nú litið
til þeirra. Hafa þeir fengið lagfæringu
sinna mála? Nei, það mun ekki vera.
Mál þeirra hefir þvælst fyrir, og er nú
að lokum komið í sjálfheldu vegna þess,
að óskyldum málum hefir verið blandað
inn í. Báðir yfirvarðstjórarnir hafa unn-
ið milli þrjátíu og f jörutíu ár hjá lands-
símanum, hafa þeir því sérstöðu fram
yfir hina yngri menn, sem talið er að
þurfi að hækka í launum. Báðir þessir
menn eru með hæfustu starfsmönnum
landssímans og hefði verið í lófa lagið
fyrir þá að vera búnir að fá umdæmis-
stjórastöður, hefðu þeir sótzt eftir því,
en þeir hafa heldur kosið að vinna á-
fram við ritsímann þó þeir hefðu þar
lakari kjör og meira erfiði en ella. (*
Á þetta ber að líta og meta að verðleik-
um, því svo lítur út að varðstjórastöð-
urnar séu einu hækkunarstöðurnar
sem okkur standa til boða.
Að síðustu: Ef reka á stofnun eins og
landssímann, svo vel eigi að fara, verð-
ur að ríkja fullur skilningur og sam-
starf milli allra aðila. Yfirmennirnir
verða að gera sér meira far um að
kynnast hinum einstöku starfsgreinum
fólksins, meira lífrænt samband þarf
að skapast milli undir og yfirmanna.
Hátækni er góð og sjálfsögð, en skiln-
ingi og velvild má ekki gleyma.
Sæm. Símonarson.
*) Þetta mál hefur nú verið leyst.
Freistingin á símaafgreiðslunni
ÞaS væri meir’ en meSalhnoss,
maSur, — ef henni beint af munni
fengi’ ég í leyni frjálsan koss
og faSmlög blíS hjá ungmeyjunni.
ABC.