Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1973, Qupperneq 5

Símablaðið - 01.01.1973, Qupperneq 5
en þó hefur það tekizt fyrir fjölmarga starfsmenn. Fjölmennustu hóparnir eru yfirsímritarar og yfirmenn við símritun, en þessir hópar fengu flokks hækkun á s.l. sumri, eftir langa og mikla baráttu. Enn hafa ekki öll 19. gr. málin verið afgreidd cg má þar nefna mál stöðvar- stjóra Pósts & Síma, en þeir voru flokk- aðir frá 13. lfl. upp í 21. Ifl. Félagið hafði gert kröfu um, að enginn þeirra yrði flokk- aður neðar en í 16. lfl. Fram kom vilyrði frá fulltrúa fjármálaráðuneytisins um 15 lfl. sem láemark, en ennþá hefur ekki ver- ið staðið við það og er málið enn óleyst. SAMNINGSRÉTTARMÁL Samningsréttur opinberra starfsmanna var mikið á dagskrá á starfsárinu. Fjár- málaráðherra hafði skipað sérstaka nefnd til að fialia um málið, með tilliti til þess, að ríkisstjórnin hefði lýst því yfir, að hún vildi veita opinberum starfsmönnum full- an samningsrétt. Nefndin hefur nú starfað í rúmt ár, án þess að opinberir starfsmenn séu nær verkfallsréttinum en áður. Með tilliti til þess óskaði BSRB eftir bráða- birgðabreytingu á samningsrétti ríkis- starfsmanna, vegna í hönd farandi samn- inga. í framhaldi af bví hefur nú verið lagt fram á Albingi stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um kjarasamninga op- inberra starfsmanna. Helstu breytingarnar eru bær. að Banda- lag háskólamanna fær samningsrétt til jafns við BSRB. Samningsrétturinn skipt- ist milli BSRB og hinna einstöku. félaga þannig, að bandalagið semur um fjölda launaflokka, meginreglu til viðmiðunar um skipan í launaflokka, föst laun, starfs- aldurshækkanir, laun fvrir yfirvinnu, þar með talið vökuálae, orlof og vinnutíma. Hin einstöku félög skulu semja um skip- an starfsheita og manna í launaflokka, sér- ákvæði um vinnutíma, ef um sérstakar að- stæður er að ræða, fæðisaðstöðu og fæðis- kostnað o. fl. Eftir sem áður hefur Kjaradómur og Kjaranefnd lokaorðið í kjaramálum opin- berra starfsmanna, ef samkomulag næst ekki milli samningsaðila. VINNUTÍMINN Eftir gildistöku síðasta kjarasamnings, þar sem samið var um 40 stunda vinnu- viku fyrir alla ríkisstarfsmenn, samdi F.f.S. við póst- og símamálastjórnina um fyrirkomulag hins daglega vinnutíma dag- vinnufólks á þá leið, að starfstími skyldi hefjast kl. 0800 og ljúka kl. 1615, mánudag til föstudags, og kaffitími eftir hádegi felldur niður. Á s.l. hausti kcmu fram raddir meðal dagvinnufólksins um að tekinn yrði upp annar vinnutími yfir vetrarmánuðina, þ. e. frá kl. 0845 til 1700. Fór fram undirskriftasöfnun meðal Frá Apavatni. þeirra, sem áhuga höfðu á breytingunni, einnig meðal þeirra, sem vildu halda ó- breyttum vinnutíma. Báðir þessir undir- skriftalistar bárust framkvæmdastjórninni. Málið var rætt í Starfsmannaráði og viðræður fóru fram milli framkvæmda- stjórnar og póst- og símamálastjórnar. Nið- urstaðan varð sú, að gerður var viðbótar- samningur um vinnutímann, þar sem starfsfólkinu er gefinn kostur á að hefja vinnu kl. 0845 á tímabilinu frá 1. okt. til 30. apríl. Mjög fáir starfsmenn hafa not- fært sér þennan möguleika og mun færri en ætla hefði mátt af undirskriftasöfnun- inni. Vinnutími vaktafólks var mikið á dag- 3 SÍMAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.