Símablaðið - 01.01.1973, Síða 6
skrá á árinu. En eins og fram kom í skýrslu
framkvæmdastjórnar frá fyrra ári, hafði
félagið komið í veg fyrir einhliða breyt-
ingar stofnunarinnar á vöktum á allmörg-
um vinnustöðum. Nokkrar viðræður höfðu
átt sér stað um vinnutíma vaktafólksins,
en samkomulag ekki tekizt, þar sem
stofnunin taldi sig ekki hafa heimild til
þess að sem.ia um niðurfellingu kaffitíma,
en félagið taldi bað hins vegar forsendu
þess að samkomulag gæti tekizt um breyt-
ingar á vöktum. Á s.l. hausti voru svo
teknar unp nýjar viðræður, þar sem stofn-
unin ha^ði þá fengið heimild til að verzla
með kaffitímana. í framhaldi af því sam-
þykkti vaktavinnufólkið nokkrar breyting-
ar á vöktunum nokkru fyrir áramótin.
Sendimenn ritsímans komu að máli við
stjórn félagsins og óskuðu eftir milligöngu
hennar um, að beir fengju leiðréttingu.
þar sem beir töldu, að þeir skiluðu lengri
vinnutíma en þeim bæri.
Athuffun leiddi í ljós, að þeir höfðu verið
látnir skila 2 klst. meira á mánuði en þeim
bar. Var þetta leiðrétt og lofað greiðslu
fyrir þann vinnutíma, sem umfram var,
bau tvö ár aftur í tímann, sem þetta hafði
staðið.
STARFSMANNARÁÐ
LANDSSÍMANS
Eins og fram kom í síðustu ársskýrslu,
höfðu komið fram eindregnar óskir frá
Póstmannafélagi fslands um, að póstmenn
fengju aðild að Starfsmannaráði Lands-
símans. Var hugmynd þeirra sú, að í ráðið
bættust, 2 fulltrúar frá P.F.f. og 2 frá póst-
inum. F.f S. taldi ekki óeðlilegt, út af fyrir
sig, að oóstmenn fengju aðild að Starfs-
mannaráði. en lagði til, að fram færi heild-
árendurskoðun reglugerðarinnar um ráðið.
Mál þetta lá að mestu leyti niðri í heilt
ár, en í lok septembermánaðar s.l. barst
félaginu bréf frá samgönguráðuneytinu.
þar sem segir, að ráðuneytið hafi ákveðið
að taka til endurskoðunar gildandi reglur
um Starfsmannaráð Landssímans, með það
fyrir augum að koma á fót sameiginlegu
starfsmannaráði fyrir Póst & Síma, með
aðild beggja félaganna.
4
Hafði ráðunevtið ákveðið að skipa nefnd
til að gera tillögur í málinu og yrði hún
þannig skipuð, að póst- og símamálastiórn
tilnefndi 2 fulltrúa og F.Í.S. og P.F.f. 2
fulltrúa hvort, en ráðuneytið skipaði for-
mann nefndarinnar. F.f.S. tilnefndi þá Sæ-
mund Símonarson og Jón Kárason í nefnd-
ina og Biarna Olafsson sem varamann.
Sjónarmið F.f.S. fengu til að byrja með
lítinn sem engan hljómgrunn í nefndinni,
og á fundi framkvæmdastjórnar 12. des.
var ákveðið, þar sem að ljóst væri, að
samkomulagsgrundvöllur væri ekki fyrir
hendi í nefndinni og framkomnar tillögur
með öllu óhæfar, að fulltrúar félagsins
Félagsmenn vinna við byggingu sumar-
húsa F.Í.S. við Apavatn.
í nefndinni hættu þar störfum að óbreytt-
um málavöxtum. Olli ákvörðun þessi miklu
fjaðrafoki, en vegna sérstakra óska sam-
gönguráðherra endurskoðaði stjórn félags-
ins afstöðu sína gagnvart starfi fulltrúa
sinna í nefndinni.
Á fundi nefndarinnar í lok desember
lögðu fulltrúar F.Í.S. fram heildartillögu
frá félaginu að reglugerð um Starfsmanna-
ráð Pósts & Síma.
Eftir framkomu tillagna F.f.S. taldi
nefndin eðlilegt, að Póstmannafélagið leit-
aði samkomulags við F.Í.S. um málið. Einn
viðræðufundur hefur farið fram milli fé-
laganna án þess að samkomulag hafi tek-
izt.
SÍMAB LAÐIÐ