Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1954, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.1954, Blaðsíða 13
FREYR 361 Séð suður eftir skálalofti, kistur i röðum beggja vegna. Breið og sterkleg borð eru i gólfinu, sperr ur allmiklar. Ljósm.: Gunnar Rúnar Olafsson. hlaðið. Fyrir bæj ardyrunum er vandað þil eins og fyrir skemmunum. Austurendi skálans, sem nú er búr, er lít- ið eitt stærri en vesturendinn, en varla eins forneskjulegur að viðum og hann. Þó er þar allt með gömlum svip, og á þar sinn drjúga þátt, að enn eru í búrinu skyrsáir stórir og keröld, strokkur og fleira gamalt. í búrinu sést líka vel, hvernig veggirnir eru gerðir upp, hlaðnir úr hraunsteinum frá gólfi og alveg upp úr. Fyrir búrinu er hurð góð með strikuðum viðum og skrautlega smíðuðum járnlömum. Ég læt þessi örfáu orð um skálann á Keld- um nægja hér. Myndirnar lýsa honum miklu betur en hægt er í fáum orðum. En hversu gamlar eru þessar byggingar? Haft er eftir Árna prófessor Pálssyni, þegar hann leit inn í bæjardyraloftið á Keldum: „Hér finn ég á öllu, að Solveig Sæmundardóttir hefur sofið.“ En Solveig var dóttir Sæ- mundar í Odda og ólst upp á Keldum með móður sinni, giftist Sturlu Sighvatssyni og er ein glæsilegust kona á Sturlungaöld. Þó að orð Árna séu mælt í gamni, minna þau þó á þá almennu trú, að skálinn á Keldum sé ákaflega gamall, jafnvel frá Sturlunga- öld, frá dögum Hálfdánar og Steinvarar eða enn eldri. Svo firnahár aldur skálans verð- ur þó ekki studdur sögulegum heimildum, því að hvergi er húsum lýst á Keldum fyrr en á 19. öld og þá aðeins í fáorðum og þurr- um úttektum. Einhvern þátt kunna hin fornu jarðgöng, sem fundust á Keldum 1932, að eiga í ald- ursorði skálans. Liggja þau frá vesturenda hans og suður eftir hlaði og opnast fram úr bæjarhólnum rétt ofan við lækinn. Þessi göng voru hiklaust talin leynigöng, til þess gerð að komast leynilega út úr bænum á ófriðartíma, og voru sett í samband við Ingjald, er hann var í hættu staddur vegna afstöðu sinnar til Njálsbrennu, eða þá Hálf- dán og Steinvöru, er á Keldum bjuggu á ófriðarárum Sturlungaaldar. Líklega eru þó göng þessi ekki annað en ranghali til vatns. Það var hagræði að eiga innangengt í vatnsbólið, og mörg sambærileg dæmi mætti nefna, en vitanlega gat það komið fyrir, að hægt væri að forða sér út um slík-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.