Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1954, Blaðsíða 14
362 FREYR Austurendi skálabyggingarinnar, búriö. Á myndinni sést, hvernig veggirnir eru grjóthlaðnir upp úr og hvernig mætast biti, sylla og stoö. Sáir og keröld setja mikinn svip á búrið. Ljósm.: Gunnar Runar Ólafsson. an ranghala, þegar hættu bar að höndum. En til hvers sem þessi göng hafa verið, sanna þau ekkert um aldur skálans. Þau liggja aðeins til einhvers húss, sem þarna hefur staðið í fyrndinni. En líklegt er, að Keldnabær hafi staðið á þessum stað ákaf- lega lengi, þó að benda megi á nokkur rök til þess, að hann hafi upphaflega verið á sléttunni fram undan bænum fyrir sunn- an lækinn. Þó að engar heimildir eða bein ytri rök segi til um aldur skálans, eru ýmsar ástæð- ur til að telja hann mjög gamlan. Húslag- ið er fornlegt og í aðalatriðum eins og ver- ið hefur hér á landi frá upphafi vega. Viðir ýmsir bera þess ljós merki, að þeir séu geysi- gamlir, ugglaust frá miðöldum. En barna- skapur væri að segja, að Keldnaskálinn sé frá Sturlungaöld, nema þá með skýlausum fyrirvara. Við látum nægja að segja þetta: Skálinn er í fornum stíl að lagi til, viðir fornlegir og samskeyti viða. Líklega hefur þarna staðið skálabygging frá öndverðu. Hún hefur margsinnis verið tekin ofan og síðast svo að menn viti 1887 og 1914. Senni- legt er, að sömu frumdrættir hafi alltaf haldizt í byggingunni og vel mættu enn vera þar viðir frá fyrstu tímum. Áreiðan- lega er eitthvað af þeim frá miðöldum. En óvíst er með öllu, hve mikið skálinn hefur verið færður saman og hvaða smærri breyt- ingar hafa verið gerðar á honum. Þetta verður að játa, og heldur hann eftir sem áð- ur gildi sínu sem bezta sýnishorn fornrar húsagerðar sem til er hér á landi. Hyerjum er svo að þakka, að þessar merkilegu byggingar eru ekki farnar veg allrar veraldar eins og hartnær allar sam- bærilegar minjar? Um svarið þarf ekki að fara í grafgötur. Það er fyrst og fremst að þakka hinum merkilega manni, Skúla Guð- mundssyni, bónda á Keldum (d. 1946), og þar næst föður hans, Guðmundi Brynjólfs- syni, sem líklega hefur gert garðinn fræg- astan í seinni tíð, bjó á Keldum 1833—83, dó 1883. Með frábærri alúð og alveg dæma- lausri virðingu fyrir handaverkum fyrri manna hafa þessir menn — og þó einkum Skúli — haldið nærgætinni verndarhendi yfir þessum bæ á tima hinna mestu ger-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.