Freyr - 01.12.1954, Blaðsíða 31
FREYR
379
H. J. HÓLMJÁRN
Landsmót hestamanna
á Þveráreyrum í Eyjafirði 7.-11. júlí 1954
Annað landsmót Landssambands hesta-
mannafélaga var haldið á Þveráreyrum í
Eyjafirði dagana 7.—11. júlí. Þar fór fram
sýning á stóðhestum með afkvæmum og
yngri stóðhestum án afkvæma. Ennfremur
tömdum reiðhryssum og góðhestum. Þá
voru háðar landskappreiðar á skeiðvelli við
sýningarsvæðið. Gefin var út sýningarskrá.
Þar voru skrásett öll sýningar- og kapp-
reiðahross.
Skrásettir voru 26 stóðhestar 4 vetra og
eldri; af þeim mættu til dóms 23, og fjórir
3 vetra, af þeim mættu þrír.
Skrásettar voru 54 hryssur, þar af mættu
rúmlega 40. 28 góðhestar voru skráðir, en
19 mættu til dóms. Á kappreiðarnar voru
skráðir 7 skeiðhestar en 4 mættu til hlaups.
23 stökkhestar voru skráðir, en allmargir
þeirra mættu ekki.
Þrjá fyrstu daga sýningarinnar var tek-
ið á móti sýningarhrossum og dómarar
unnu að dómum.
Laugardaginn 10. júlí kl. 10y2 setti for-
maður Landssambands hestamannafé-
laga mótið með ræðu. Minntist formaður
meðal annars hinna sérstæðu hæfileika
íslenzka hestsins og þeirra djúptæku á-
hrifa, er hann hefði haft á íslenzkt þjóð-
líf bæði fyrr og síðar.
Að lokinni setningarræðu hófst sýning-
in. Fyrst voru sýndar kynbótahryssur.
Hryssunum var raðað í dómhring með
nokkru millibili. Fylgdi knapi hverri hryssu.
Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunaut-
ur skýrði niðurstöður dómanna á hverri
hryssu fyrir sig. Var sýningarhrossinu
samtímis riðið tvo hringi í dómhring, þann-
ig að áhorfendur gætu sem bezt virt það
fyrir sér. Eftir að dómum hafði þannig
verið lýst á sýningarhryssunum var þeim
öllum riðið í röð nokkra hringi í dómhring.
Fór sú fyrst, sem flest hafði dómstigin, og
síðan sú, sem hafði næst flest stig o. s. frv.
Kl. 12 á hádegi var fyrstu sýningu á hryss-
unum lokið. Var þá gefið hlé til kl. iy2.
Kl. iy2 hófst sýning á góðhestum í dóm-
hring. Fór hún að öllu leyti fram eins og
sýningin á hryssunum. Formaður góð-
hestadómnefndar, Steinþór Gestsson, lýsti
dómum. Sýningu góðhesta var lokið um
kl. 31/2.
Kl. 4 hófst sýning á kynbótahestum í
dómhring. ■— Hrossaræktarráðunauturinn
lýsti dómum og fór það fram á sama hátt
og áður er getið. Sýningunni var lokið
þennan dag kl. 7. Eftir kvöldmat voru háð-
ar kappreiðar, svokallaðar undanrásir.
Seinna um kvöldið var dansað úti á palli.
Sunnudaginn 11. júlí hófst sýningin á ný.
Fór hún fram á sama hátt og daginn áð-
ur. Breytt var þó röð á kynbótahestum og
gæðingum og kynbótahestar sýndir frá kl.
1—3 og gæðingar frá 3—4. Verðlaunaaf-
hending fór fram samtímis sýningunni
þennan dag og sömuleiðis myndataka af
öllum sýningarhrossunum. Kappreiðar voru
háðar frá kl. 4—7 en kl. 7y2 var dregið í
happdrætti Landssambands hestamanna-
félaga. Vinningar voru þrír altygjaðir reið-
hestar. Þegar hér var komið, flutti land-
búnaðarráðherra Steingrímur Steinþórsson
ræðu frá dómpalli. Var upprunalega ákveð-
ið, að ráðherra flytti ræðu við setningu
mótsins, en úr því gat ekki orðið vegna
eyðileggingar vega á Öxnadalsheiði. Kl. 8 að
kvöldi sleit form. L. H. mótinu með stuttri
ræðu.
*
Sýningarhross, dómur og verðlaun.
Þá verður sagt frá sýningarhrossunum og
umsögn dómara um þau, sem verðlaun
hlutu. í dómnefnd kynbótahrossa voru: