Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18.JANÚAR2006
Fréttir DV
Gísli Súrsson
vænlegur
Atvinnumálanefnd ísa-
fjarðarbæjar tók vel í um-
sókn Félags áhugamanna
um víkingaverkefni á sögu-
slóðum Gísla Súrssonar um
einnar milljónar króna
styrk. Hann yrði nýttur til
áframhaldandi fram-
kvæmda á vegum félagsins
á Oddanum á Þingeyri,
samkvæmt bb.is. Þá tók
nefndin fram að hún
óskaði eftir greinargerð um
framgang verkefnisins, aðra
styrki á þessu ári og fleira.
Verkefninu hafa þegar verið
tryggðar fimm milljónir
króna frá fjárlaganefnd Al-
þingis og gera félagar sér
vonir um að fá fleiri styrk-
veitingar frá öðrum aðilum.
Reykjanes-
skjálfti
Skjálftahrina var úti á
Reykjaneshrygg á milli eitt
og tvö í nótt, þar af voru
tveir skjálftar allsnarpir. Sá
fyrri varð um hálftvö og
mældist 3,6 á Richter en
hinn varð laust fyrir klukk-
an tvö og mældist hann 4,5
Skjálftanna varð ekki vart á
landi þar sem upptök
þeirra eru nokkuð langt úti
á Reykjaneshrygg, eða um
100 kílómetra suðvestur af
Reykjanestá að því er fram
kemur á vef Vfkurfrétta.
Bruggarar í
biðstoðu
Enn hefur ekki orðið af
því að þau Agnes Anna Sig-
urðardóttir og Ólafur Þröst-
ur Ólafsson fái úthlutað lóð
undir bruggverksmiðju og
ræktunarland á Árskógs-
sandi. í síðasta fundi bæj-
arráðs Dalvíkurbyggðar
kom fram að bæjartækni-
fræðingur þurfi að kanna
áður en ákvörðun verður
tekin hvort liggja þurfi fyrir
deiliskipulag af svæðinu og
hvort gera þurfi grenndar-
kynningu. Fyrirtæki Agnes-
ar og Ólafs heitir Brugg-
smiðjan ehf.
Glæsieignin Árskógar í Blönduhlíðinni er til sölu. Eigandinn vill fá 130
milljónir fyrir húsið enda hefur það verið gert upp á glæsilegan hátt. Eig-
andinn íris Björk Tanya Jónsdóttir ætlar að byggja sér hús á einni hæð. Hún
segir það vera þreytandi að hlaupa upp og niður þrjár hæðir.
Iris Björk Jónsdóttir með
tvíburadætur sínar Nennir
ekki að hlaupa lengur upp og
niðui þrjár hæðir og vill flytja i
hús á einni hæð.
i'iri
CZD
Það eru fjölmargar glæsieignir í Reykjavík. Ein þeirra er Ár-
skógar í Blönduhlíðinni en húsið byggði Freymóður Jóhann-
esson, skáld og listmálari, árið 1946. Hann teiknaði það sjálf-
ur ásamt bróður sínum en hugmyndin að því er komin frá
ftalíu. Nú er þetta fallega hús komið á sölu og vilja eigendur
þess fá 130 milljónir fyrir það. í auglýsingunni segir að húsið
búi yfir ákveðinni reisn og tignarleika en það hefur allt verið
gert upp á stórglæsilegan hátt.
íris Björk Jónsdóttir, eigandi
hússins, keypú það í fyrra og sagði í
samtali við DV í gær að hugmyndin
hefði verið að staldra lengur við en í
eitt ár í þessu húsi. „Ég eignaðist tví-
bura í fyrra og þurfti þá að selja hús
mitt í Eikarási í Garðabæ. Það var
meira svona kokteilhús,“ sagði íris
og hló. Fyrirtæki athafnamannsins
Engilberts Runólfssonar og konú
hans, Stafna á milli, keypti húsið af
írisi og eins og sjá mátti í tímaritinu
Veggfóðri hafði íris byggt Eikarásinn
upp frá grunni á afar glæsilegan
hátt.
Þrjár hæðir þreytandi
íris Björk sagði ástæðuna fyrir
sölu hússins þá að það væri á
þremur hæðum og það væri þreyt-
andi að hlaupa upp og niður þrjár
hæðir. „Ég er búinn að eyða miklum
tíma og peningum í að gera þetta
hús upp og hef bundist því tilfinn-
ingaböndum. Að selja þetta hús er
eins og halda framhjá,“ segir fris
„Eg er búinn að eyða
miklum tíma og pen-
ingum í að gera þetta
hús upp og hefbund-
istþví tilfinninga-
böndum. Að selja
þetta hús er eins og
halda framhjá."
sem rekur fatahreinsunina Úðafoss
ásamt systur sinni og mági auk þess
sem hún á tískuvöruverslunina GK
með Amari Gauta.
Mikiil áhugi
íris Björk segir að viðbrögðin hafi
verið mjög góð við auglýsingunni í
Morgunblaðinu í gær og rnikili
áhugi sé fyrir húsinu. „Mér var sagt
að ég væri brjáluð að auglýsa í blöð-
unum en mér fannst þetta ekki vera
neitt feimnismái. Þetta hús er dýrt
en það er afar vandað og ég er bjart-
sýn á að selja það á góðu verði. Ég
hef nægan tfma.“
Súrsætur veitingahúsareikningur
Matseðlar eru góðir. Þeir gefa yfir-
lit um það hvað er á boðstólum á
veitingastöðum. Til dæmis súrsætar
rækjur eða hrísgrjón með kjúkling.
Og svo stendur verðið til hliðar
þannig að ekkert mál er að ákveða
sig; það er bara að líta í veskið.
Stundum eru matseðlar þannig
að á þeim stendur nafn veitingastað-
arins, heimilsfang og sími. Passið
ykkur á því.
Það mun hafa verið skömmu fyrir
jól að borgarstjórinn í Reykjavík var á
einhverju rápi meðal þegna sinna og
barst leikurinn upp eftir Laugavegi.
Frá húsi númer 19 barst unaðsleg lykt
úr framandi heimi: Chop Suey a la
Very Good. Inn fór borgarstjórinn,
}
Svarthofoi
banhungraður eftir spjall við borgar-
búana.
Kom fljótt í ljós að borgarstjórinn
hafði gleymt lesgleraugunum niðri á
skrifstofu og sá ekki baun í bala á flúr-
letruðum matseðlinum. En þetta er
ekki ákvörðunarfælinn einstakhngur
svo í staðinn fyrir að þiggja aðstoð við
lesturinn eða gefast upp við svo búið
ákvað borgarstjórinn að láta slag
standa og benda bara á einhvem rétt
á seðlinum - miðað við lyktina gæti
þetta ekki klikkað - og benti á
addressuna: Laugavegur 19.
Þessi pöntun olli smávægilegum
Hvernig hefur þú það?
„Ég er í einu orði sagt alveg hríkalega góður/'segirBöðvar Þór Eggertsson hár-
greiðslumaður, einnig kallaður Böddi.„Maður á bara að vera jákvæður íþessu lífi og
ekki búa til vandamál. I
töfum í eldhúsinu. Það tekur alltaf
dálitla stund að útbúa afsal.
En svo var þetta tilbúið. Og í kaup-
bæti fékk borgarstjórinn risarækjur á
spjóti og gosdrykki með aspartami.
Svo kvittaði hún eins og venjulega að
máltíð lokinni og hélt rjóð og sæl út í
hressandi vetrarloftið.
Og nú er reikningurinn kominn:
175 milljónirkróna. Stærsti veit-
ingahúsareikningur íslandssög-
unnar. Og það er bara allt í lagi. Því
nú eiga Reykvíkingar sitt eigið
kínagrill.
Með kínarúllum og öllu saman.
Svaithöfði