Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Side 12
72 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Sonja 56 daga
íhungurverk-
falli
„Ég er ennþá í hungur-
verkfalli,“ segir Sonja Har-
aldsdóttir öryrki
sem fór í hungur-
verkfall 24. nóvem-
ber til að mótmæla
slæmum kjörum
þeirra sem minna
mega sín. „Fjöldi
öryrkja og eldri borgara
hefur það skítt í þessu
landi," segir Sonja sem glöð
vildi borða ef hún hefði efni
á því. „Þegar ég er búin að
borga reikningana hef ég 18
þúsund til að lifa á það sem
eftir er mánaðarins," segir
Sonja og það er augljóst að
heilsu hennar er mjög svo
ábótavant.
Engin við-
brogð
Það eina sem Sonja Har-
aldsdóttir hefur borðað síð-
ustu 56 daga er vatn, te og
sojadrykkur.
„Svo fæ ég mér
stundum hrátt
egg. Það er allt
og sumt."
Sonja fer sjald-
an út fyrir
hússins dyr.
„Ég fer bara út þegar ég
þarf að fara í apótek," segir
Sonja. Hún hefur ekki
fengið nein viðbrögð frá
ráðamönnum þjóðarinnar
en vonast til að lifa þann
dag þegar hlustað verður á
raddir þeirra sem minna
mega sín.
Velti í hálku
Vetrarlegt er nú um að
lítast í V-Skaftafellssýslu.
Frost og snjór á vegum. Tvö
umferðaróhöpp urðu í um-
dæmi lögreglunnar í Vík í
gær, bflvelta austan við
Fossála þar sem ökumaður
slapp ómeiddur en bifreið-
in er nokkuð skemmd.
Einnig fór bifreið út af veg-
inum neðan við Gatnabrún,
bifreiðin hafnaði á umferð-
arskilti og skemmdist nokk-
uð en engin slys urðu á fólki
að því er fram kemur á
sunnlenska.is. Myndin að
ofan tengist ekki fréttinni.
Ásdís Ólafsdóttir sem starfað hefur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Kópa-
vogs í meira en áratug er þessa dagana að kanna grundvöll fyrir sérframboði. Ás-
dís segir þær hugsjónir sem hún hafi lagt upp með ekki eiga hljómgrunn í flokkn-
um. Framsóknarflokknum væri nær að innlimast í Sjálfstæðisflokkinn og Samfylk-
ingin eigi ekki upp á pallborðið.
Bæjanfulltpúi Sjálfstæðisflokks
undirbýr sérframboð í Kðpavogi
Flosi Eiríksson Höfðar
ekki til Kópavogsbúa,
segir Ásdis Ólafsdóttir.
Ásdís Ólafsdóttir hefur að undanförnu rætt við ýmsa íbúa í
Kópavogi og kannað hug þeirra til sérframboðs til höfuðs gömlu
bæjarstjómarflokkunum.
„Ég vil ekki segja annað en það að
ég fór í þetta starf af hugsjón. Þessar
hugsjónir eru ekki lengur inni í
myndinni hjá Sjálfstæðisflokknum,"
segir Ásdís Olafsdóttir, íþróttakenn-
ari og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks í Kópavogi.
Leiðir skilja
Ásdís segist hafa starfað að bæj-
arstjórnarmálum í Kópavogi frá ár-
inu 1992. Hún býður sig ekki fram í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem
fram fer á laugardag. í síðustu bæj-
arstjórnarkosningum var Ásdís sjö-
unda á lista sjálfstæðismanna og
annar varabæjarfulltrúi flokksins.
Ásdís segir að nú sé komið að því
að leiðir hennar og flokksins skilji.
Forysta Gunnars I. Birgissonar bæj-
arstjóra í bæjarstjórnarflokki sjálf-
stæðismanna sé henni ekki að skapi.
Að gefnu tilefni sé verið að kanna
grundvöll fyrir sérframboði fýrir
bæjarstjórnarkosningarnar í maí.
Samfylking og Framsókn
slöpp
„Það heyrast óánægjuraddir víða
í bænum," segir Ás-
„Kvenfólkið á nú eig-
inlega ekki rosalega
mikið upp á pallborð-
ið í Sjálfstæðisflokkn-
um."
dís sem telur aðra flokka í bænum
ekki góðan valkost við Sjálfstæðis-
flokkinn:
„Ekki er Flosi að gera það neitt
gott. Hann er allavega ekki í mjög
góðri stöðu," segir hún um leiðtoga
Samfylkingarinnar í bænum, Flosa
Eiríksson.
„Og Framsókn ætti að innlimast í
Sjálfstæðisflokkinn eins og staðan er
í dag," bætirÁsdís við. „Það er ekkert
sem er að gerast þar fyrir fólk. En
það getur náttúrlega margt breyst
fram á vor-
, ið.“
Óvíst að Ásdís verði sjálf með
Að sögn Ásdísar mun það skýrast
að loknu áðurnefndu prófkjöri
Sjálfstæðsflokks um næstu helgi
og að loknu prófkjöri Sam
fylkingar sem verður 2. febr-
úar hvort sérframboðið
verði að veruleika.
„Við ætlum að leyfa
þessum prófkjörum að
ganga í rólegheitum. Þá
verður að skoða hvað kemur
út úr þessu; hvort það eins og í
Garðabæ, fjórir karlar og ein
kona," segir Ásdís sem ,
einmitt telur þessa niður-
stöðu vel hugsanlega:
„Það eru líkur á því. Kven-
fólkið á nú eiginlega ekki rosa-
lega mikið upp á pallborðið í
Sjálfstæðisflokknum," útskýrir
varabæjarfulltrúinn sem reynd-
ar er alls óvíst að taki sæti á hugs-
anlegum lista sérframboðs:
„Það er ekkert víst að ég
verði þarna. Og fólk er
bara enn að
skoða mögu-
leikana."
gar@dv.is
j Gunnar Birgisson og Hansína
A. Bjorgvinsdóttir Asdis saknar
hugsjóna hjd Cunnari I. Birgis-
syni, bæjarstjóra íKópavogi, og
segir að Framsóknarfiokkurinn
ætti að innlimast i Sjálfstæðis-
flokkinn. Hansína er oddviti fram-
sóknarmanna.
Ásdís Ólafsdóttir „Það
heyrast óánægjuraddir
víða I bænum, “ segir vara-
bæjarfulltrúi sjáifstæðis-
manna í Kópavogi.
Eigandi verslunarmiðstöðvar leitar til borgarinnar
segirÁrni Gunnarsson, fyrr-
ver-
andi
blaða-
maður á Sauðárkróki.„Það er
ágæt færð hér. Ég skrapp fram
og til baka suður í gær og mér
fannst meiri snjór þar. Við
erum farin að smakka hákarl-
inn og súran hvai, það er kom-
inn smá þorri i menn."
Landsíminn
Segir Landsbankann í óleyfi í Grafarholti
Trésmiðja Snorra Hjaltasonar
telur á sér brotið með því að hafinn
hefur verið rekstur á hraðbanka
Landsbanka íslands og útbúi frá
Dagur B. Eggertsson For-
maður skipulagsráðs Reykjavik-
ur er kominn meðmál Snorra
Hjaltasonar á sitt borð.
Snorri Hjaltason Segisthafa misstaf
þvíað fá hraöbanka í versiunarmiðstöð
sína vegna hraðbanka í óleyfi i annarri
verslunarmiðstöð ÍGrafarholti
landspósti við Þjóðhildarstíg í Graf-
arholti.
Hefur Sigurbjörn Þorbergsson,
lögmaður trésmiðjunnar, sent
Reykjavíkurborg bréf til að spyrjast
fyrir hvort sótt hafi verið um leyfl
fýrir þessari starfsemi. í húsinu á
Þjóðhildarstíg er meðal annars
Nóatúnsverslun og veitingasala.
Trésmiðjan á verslunarmiðstöð við
Kirkjustétt þar sem meðal annars
eru snyrtistofur og veitinga-
sala:
' „Önnur banka-
stofnun sem ætlaði
að setja upp hrað-
banka í verslunar-
miðstöðinni við
Kirkjustétt hefur
dregið sig til baka,
að öllum lfldndum
vegna hraðbankans
við Þjóðhildarstíg,"
segir Sigurbjörn lögmaður og óskar
eftir því að borgaryfirvöld sjái til
þess að skipulagsskilmálum fyrir
húsið á Þjóðhildarstíg verði fram-
fýlgt:
„Ekki verður séð að bankastarf-
semi eða pósthús falli undir rýmis-
freka verslun eða þjónustu," skrifar
lögmaðurinn og vitnar þar til um-
ræddra skipulagsmála.
Erindi Snorra Hjaltasonar verður
nú kynnt fyrir Degi B. Eggertssyni,
formanni skipulagsráðs Reykjavflc-
ur.