Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Qupperneq 13
DV Fréttir
90 mínútur tók að keyra frá Hafnarfirði til Reykjavíkur í gær
Gatnakerfið barn síns tíma
„Það má segja að þetta gatnakerfl
sé barn síns tíma," segir Jónas Snæ-
björnsson, umdæmisstjóri Vega-
gerðarinnar í Reykjavík, þegar hann
er spurður hvort gatnakerfið á milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sé
sprungið.
í gær-
morgun
mynd-
aðist
tölu-
vert
braut í Hafnarfirði að Kringlumýrar-
braut í Reykjavík. Það tók meirihluta
vegfarenda í morgun um 90 mínútur
að keyra á milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur. Það hlýtur að teljast
ótrúlegt miðað við fjarlægðina á
milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur
sem er aðeins 17 kílómetrar.
„Það er langt síðan það var talin
veruleg þörf á því að
breikka Reykjanesbraut-
ina milli Hafnarfjaröar
og Garðabæjar og
það kemur strax
fram þegar eitthvað
svona bjátar á. Ef
umferðin gengur
ekki eins og venju-
lega er allt stopp,"
segir Jónas.
„Það er margt
sem getur haft áhrif á
gang umferðarinnar,"
segir Einar Magnús
Magnússon, upp-
lýsingafuiltrúi hjá Umferðarstofu.
„Það eru auðvitað illa búnir bílar
og fólk sem kannski hefur ekki nægi-
lega reynslu og kunnáttu til þess að
takast á við þessar aðstæður og það
fólk á ekkert að vera ófeimið við að
viðurkenna vanmátt sinn og taka þá
strætó eða leigubíl," segir Einar
Magnús.
Vonandi er að með
breikkun Reykjanesbraut-
ar muni íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu og
aðrir vegfarendur
ekki sitja fastir í um-
ferðarteppu sem nær
frá Kringlumýrar-
braut langt aftur að
álveri í Straumsvík.
atli@dv.is
um'
ferðar-
,-aíSiSilJr öng-
1 þveiti sem
; náði allt frá
Reykjanes-
Einar Magnus
Magnússon Bið-
urfólkumað
i taka strætó eða
\ leigubfl ef það tel
Jonas Snæbjörnsson Segir
allt vera stopp efumferðin
gengur ekki eins og venjulega
ur sig ekki geta
tekist á við að-
stæður.
Ongþveiti A götum Hafnar-
fjarðar var bíll við bíl og það
tók suma vegfarendur 90
minútur að komast til
Reykjavíkur.
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst
tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík.
Einholt - Þverholt, reitur 1.244.1/3
Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Einholti,
Stórholti, Þverholti og Háteigsvegi.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að niðurrif húsa sé heimiluð á
reitnum og leyfð mun þéttari byggð, landnotkun verður
blönduð byggð, verslun og skrifstofur á neðri hæðum og
á efri hæðum um 240 íbúðir að hámarki með byggingar-
magni allt að 6 hæðum auk kjallara og er efsta hæð
inndregin á öllum húsunum auk bílakjallara undir húsum
eða á bakvið og þá með sameiginlegum görðum ofaná.
Einnig verða námsmannaíbúðir á reitnum, að Þverholti
11, 13, 15 og 15a, og er þar gert ráð fyrir bílgeymslum á
bak við húsin og görðum þar ofan á.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 16. janúar til og með 29.
febrúar 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila
skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags-
og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en
1. mars 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 18. janúar 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090
Ásgeir Kolbeins ifiA
og Berglind „lcy" VlU
góðir vinir
Inga Und fagnaði þrítugs-
afmælinu heima
Fékk HaUgrím
Hetgason frá
mmanninum