Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Qupperneq 17
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 18.JANÚAR2006 17 Arnar Þór samdi við Twente Arnar Þór Viðarsson samdi í gær við hol- lenska úrvalsdeildar- liðið Twente til þriggja og hálfs árs. Hann gekkst í gær undir læknisskoðun hjá liðinu og skrifaði undir samninginn að henni lokinni. Amar hefur undanfarin níu ár verið í Belgíu á mála hjá Lokeren. Hann var fyrirliði liðsins en auk hans leika þeir Rúnar Kristinsson og Amar Grétarsson með fé- laginu. Hann mætir á sína fyrstu æfingu hjá sínu nýja liði í dag. Sven á að hætta í sumar Heimildir margra enska fjölmiðla hermdu í gær að innanbúðarmenn í enska knattspymusambandinu vildu að Sven Göran Eiriks- son landsliðsþjálfari kæmi opinberlega fram og til- kynnti að hann myndi hætta með enska landsliðið eftir HM í sumar. Hann á að hafa sagt það sjálfur við dulbúinn blaðamann News of the World fyrir skömmu og hefuf umfjöllun blaðsins dregið dilk á eftir sér. Valsstúlkur til Aþenu Dregið var í 16-liða úr- slitum í áskorenda- keppni Evrópu í handbolta kvenna í gær þar sem Valur var meðal liða í hattinum. Vals- stúlkur drógust gegn HC Athinaikos Athens frá Grikk- landi og fer fyrri leikurinn fram í Aþenu, annaðhvort 10. eða 11. febrúar. Síðari leikurinn verður í Laugar- dalshöllinni viku síðar. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá félaginu að ekki er mikið vitað um andstæð- inga Vals en engu að síður möguleikarnir á sigri taldir ágætir. Hingis og Hewitt áfram Hin svissneska Martina Hingis komst leikandi létt í gegnum fyrstu umferð opna ástr- alska meist- aramótsins í tennis er hún sigraði Veru Zvonareva í tveimur sett- um, 6-1 og 6-2. Hingis hóf aftur keppni á síð- asta ári eftir þriggja ára hlé og hefur gengið vel. Þá komst heimamaðurinn Lleyton Hewett áfram eftir æsispennandi viðureign gegn Tékkanum Robin Vik sem fór í fimm sett. Hann mætir næst Juan Ignacio Chela sem vann Skotann Andy Murray í fyrstu um- ferðinni. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant unnu saman þrjá NBA-meistaratitla frá 2000-2002 en höfðu ekki talast við eftir að allt fór í bál og brand á milli þeirra vorið 2004. O’Neal steig fyrsta skrefið að sáttum fyrir leik liðanna í fyrrinótt en það var þó Kobe Bryant sem fór með sigurinn í leiknum. j j UJIJJJIJJ UUJij Shaquille O’Neal fékk góð ráð frá ellefuföldum NBA- meistara, Bill Russell, um að semja frið við Kobe Bryant og lék þar með sama leik og Russell gerði á móti Wilt Cham- berlain á sínum tíma. I stað þess að forðast hvorn annan, eins og í fyrstu þremur innbyrðisleikjum sínum frá því að leiðir skildu með þeim sumarið 2004, þá tókust þeir í hendur, föðmuðust og sýndu hvor öðrum mikla virðingu fyrir og eftir leik. Á meðan á leiknum stóð var þó ekkert gefið eftir. Bandarískir fjöl- miðlar, sem höfðu magnað upp stríðið á milli kappanna, voru fljótir að finna það út hvað hefði gerst sem fékk þá Shaq og Kobe til að grafa stríðsöxina. Sáttarstundin hafði að því er virt- ist mjög góð áhrif á Kobe Bryant sem skoraði 12 af 37 stigum sínum á síð- ustu átta mínútum í 100-92 sigri á O’Neal og félögum hans í Miami Heat. Kobe nýtti 54% skota sinna í leiknum, öll 9 vítin og var aðeins með einn tapaðan bolta. Shaquille O’Neal var með 18 stig og 10 fráköst í leikn- um en misnotaði 6 af 8 vltaskotum sínum. Það voru fleiri leikmenn í sviðsljósinu í leiknum. Lamar Odom var með 19 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar hjá Lakers sem vann sinn sjötta sigur í sjö leikjum og þá var Devean George með 17 stig. Hjá Miami var Dwyane Wade með 34 stig og 7 stoðsendingar en liðið hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leikinn. Gott mál fyrir alla Bryant greindi frá því eftir leikinn að O’Neal hafi komið til sín þegar hann var að teygja fyrir leikinn og óskað sér til hamingju með dóttur sína og annað bamið sem er á leið- inni. „Mér leið mjög vel eftir þetta," sagði Kobe sem var samt hissa á Shaq. „Við höfum farið í gegnum svo mörg stríð saman og það er svo gott að geta skilið við þetta stríð og haldið áfram að gera okkar besta fyrir okkar lið. Ég tel að þetta sé gott fyrir Los Angeles, gott fyrir NBA-deildina og gott fyrir ungviðið, sérstaklega þar sem þetta gerist á degi Martin Luther King,“ sagði Kobe Bryant eftir leik- Fékk fyrirmæli frá Bill Russell Þeir Kobe og Shaq föðmuðust einnig á miðlínuninni við upphaf leiksins og fengu frábær viðbrögð hjá áhorfendunum í Staples Center sem gerði þessa sáttarstund að enn dramatískari atburði. Það var ShaquilleO’Neal sem tók af skarið og nýtti sér þar góð ráð Bill Russell sem vann 11 meistaratitla með Boston Celtics frá 1957 til 1969. „Ég fékk fyr- irmæli frá hinum frábæra Bill Russell. Ekkert gefið inn á vellinum Þrátt fyrir sáttarstund fyrir leik gáfu þeir Kobe Bryant og Shaquille O'Neal ekkert eftir inn á vellinum. DV-mynd Nor- dicPhoto/Getty ---------m— — O’Neal . yr til Miami í júlí 2004. í ' síðasta leik sem ffam fór á jóladag forðuðust þeir Shaq og Kobe hvor annan og í fyrsta leiknum fyrir rúmu ári síðan lét O’Neal Bryant finna vel fyrir því þegar hann hætti sér inn í teiginn. ooj@dv.is Ég hitti hann í Seattle um daginn og hann var að útskýra hvemig erkifj- endur eiga að umgangast hvor ann- an. Hann sagði mér að honum sjálfum hefði líkað vel við alla sína andstæðinga og að ég ætti að fara og taka í höndina á Kobe og grafa stríðsöxlina,” sagði Shaquilie O’Neal. Mikill friðardagur „í dag var mikili ffiðardagur og Dr. Martin Luther King var sendiherra friðarins. Eftir að ég komst að því að hr. Russell hefði talað einu sinni til tvisvar í viku við Chamberlain áður en hann lést þá sá ég hvemig hlutimir ættu að vera,“ bætti Shaq við en þetta var fjóröi innbyrð- isleikur þeirra félaga síðan að Lakers sendu Átta lið úrslit SS-bikars kvenna í handbolta í gærkvöldi Haukar og Haukar og ÍBV tryggðu sér sæti í undanúrslitum SS-bikars kvenna með ömggum útisigmm í gær. Haukar unnu 15 marka sigur á nágrönnum sínum í FH, 36-21, en Haukar unnu deildarleik liðanna um síðustu helgi með aðeins tveim- ur mörkum, 24-22, en að þessu sinni var sigur Hauka ömggur allan tím- ann. Ramune Pekarskyte skoraði 12 mörk fyrir Hauka, Guðbjörg Guð- mannsdóttir sjö og þær Martha Her- mannsdóttir og Hanna Stefánsdóttir skomðu 6 mörk hvor. Hjá FH var Þóra B. Helgadóttir með 7 mörk. ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslit- unum sjötta árið í röð með ömggum tíu marka sigri á HK í Digranesi, 19- ÍBV í undanúrslitin Varði 23 skot á öðrum fætin- um Florentina Grecu meiddist I upphitun en iét það ekkert á sig frá og varði 24 skot HK-stúlkna Igær. 29. HK hélt í við Eyjastúlk- ur í upphafi leiksins en ÍBV var komið með sjö marka forskot í hálfleik, 15-7, og vann lokum tíu marka sigur. Pavla Plaminkova var markahæst í liði ÍBV með 9 mörk, Ragnka Karen Sigurðardóttir skoraði 7 og Ingibjörg Jóns- dóttir var með 5 mörk. Hin rúm- énska Flörentina Grecu sem varði alls 23 skot í leiknum þrátt fyrir að spila á öðmm fætunum eftir að hafa meiðst í upphitun. Hjá HK var Auksé Vysniauskaité marka- hæst með 6 mörk. f kvöld fara seinni tveir leikir átta liða úrslitanna fram, Stjarnan tekur á móti Gróttu og Valur fær Fram í heimsókn en báðir leikirnir hefjast klukkan 20. Iceland Express deild kk. Höttur-Hamar/Selfoss HK-lBV FH-Haukar 21-36 Enska bikarkeppnin Birmingham-Torquay Chester-Cheltenham Walsall-Barnsley Middlesbrough-Nuneaton Reading-West Brom Leeds-Wigan Tamworth-Stoke l 2-0 2-0 2-2* 2-2* 1-1* ......wHpBI •Þessir lelkir voru ffamlengdir og úrslltin voru ekki Ijós þegar DV fór f prentun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.