Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Qupperneq 19
I>V Neytendur
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 19
Verðkönnun ASÍ á nikótínlyfjum:
Reykstopp ódýrt í Lyfjaveri og Skipholtsapóteki
Þegar nýtt ár er hafið eru margir sem
berjast við að falla ekki á áramótaheitun-
um. Reykingamenn ákveða annaðhvort
að hætta að reykja eða skipta ekki um sí-
garettutegund. Baráttan fyrir því að halda
sig frá rettunum ber margan ofurliði. Ekki
gefast upp, því Neytendasamtökin hafa
gert verðkönnun á nikótínlyfjum og birt
nýverið hana á heimasíðu sinni.
Það kemur í ljós að apótekið í Skip-
holti 50b er hvað ódýrast, með lægsta
verðið í 16 tilvikum, en Lyfjaver við Suð-
urlandsbraut 22 með lægsta verðið í 14
tilvikum. Á heildina litið munar mjög litlu
á verði þessara tveggja apóteka.
Hæsta verðið hins vegar reyndist vera
hjá Lyf og heilsu keðjunni, en þeir voru
með hæsta verðið í 22 tilvikum af 32. Al-
gengur munur á lægsta og hæsta verði var
25-30%, en mestur var munurinn 45% á 2
mg munnsogstöflum (36 stk.) frá Nicotin-
ell.
Nánarí upplýsingar um verökönnun-
ina er að finna á heimasíðunni
www.ns.is.
I Guðmundur Bjarnason Fram
kvæmdastjóri íbúðalánasjóðs
segir sjáðinn vel vera sam-
keppnishæfan.
Friðrik Halldórsson hjá KB
banka Segir litla eftirspurn i
lán meðjöfnum afborgunum.
Lífeyrissjóðirnir keppa
Lífeyrissjóðunum eru talsverðar skorður settar í
fjárfestingar- og ávöxtunarstefnu sinni. Samkvæmt
þeim mega áhvílandi, uppreiknaðar veðskuldir að við-
bættu láni sjóðanna, ekki vera umfram 65% af metnu
markaðsverði viðkomandi eignar. Þetta er hámark
samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og að sama skapi
getur það hlutfall aldrei farið umfram heildarbruna-
bótamat eignar, líkt og fjármálastofhanir landsins.
Vextir lífeyrissjóðanna eru sambærilegir við vexti
bankanna og í mörgum tilfellum lftið eitt lægri. Það
getur því borgað sig að taka lán hjá þeim lífeyrissjóði
sem þú greiðir í, en að sama skapi þarf að athuga vel
lánareglur sjóðsins, til dæmis um hámarkslán og
hversu lengi þú þarft að hafa borgað í sjóðinn áður en
þú færð lán.
Vara við erlendum lánum
Ráðgjafar bankanna segjast ekki mæla með fast-
eignalánum sem bundin eru við erlenda mynt, þrátt
fyrir að bera lægri vexti í flestum tilfellum. Rökin fyrir
því eru að töluverð vaxta- og gengisáhætta fylgi þeim,
því eins og flestir vita er íslenska krónan í sögulegu há-
marki þessa dagana.
Takmarkanir lána
Sammerkt með íbúðalánum banka og sparisjóða er
að þau eru eingöngu ætluð einstaklingum til fjár-
mögnunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Eins er þeim
öllum sameiginlegt að bjóða upp á uppgreiðslu án
aukagjalds þegar bankinn endurskoðar vexti. Að
öðrum kosti eru flestir bankar með uppgreiðslugjald
upp á 2%. Margir bankar setja sér hámark lána í sam-
ræmi við veðhlutfall.
Islandsbanki
SPRON
W Veðsetning húsnæðislána hjá lslands-
banka getur numið allt að 80% af sölumati
fasteignar - þó aldrei hærra en 100% af bruna-
bótamati. Viðskipti með íbúðarhúsnæði ekki sett sem skilyrði hjá bank-
anum. Bæði er boðið upp á jafngreiðslulán og lán með jöfnum afborg-
unum (sjá útskýringar í töflu).
Einnig er boðið upp á óverðtryggð húsnæðislán, með vöxtum sem
standa nú í 11,18% að hámarki. Vænta má að lítil eftirspurn sé á þeim
lánum og er líklega rakið til þess að vextir með verðbólguálagi eru tölu-
vert lægri en því sem nemur óverðtryggðum vöxtum bankans.
Hjá SPRON eru vextir lána 4,35% og þau
veitt tii 25 eða 40 ára. Lánshlutfall getur
aldrei orðið hærra en 80% af markaðsvhði og
100% af brunabótamati. Engin krafa er gerð um önnur bankaviðskipti
einstaklinga sem um lán sækja. Breytilegir verðtryggðir vextir eru nú á
bilinu 4,6% til 6,6%.
Sparisjóðurinn býður upp á bæði jafngreiðslulán og jafnar afborgan-
ir af fasteignalánum.
Breytilegir eða
fastirvextir
Með þvf að taka lán með föst-
um vöxtum er trygging fýrir því
að þú munir ekki borga hærri
vexti á lánstímabilinu, en um leið
muntu ekki njóta lægri vaxta
verði þeir til boða á einhverjum
tíma, nema þá með því að greiða
lánið upp og taka nýtt. Flestir
bankar hafa ákvæði í lánaregium
um endurskoðun vaxtaákvörð-
unar, yfirleitt á fimm til sjö ára
fresti. Þá gefst lánþega kostur á að
greiða lánið upp án þess að
greiða svk. uppgreiðslugjald fyrir.
Úttektin er einungis til leiðbeiningar og
samanburðar. Nánari upplýsingar um
lánakjör og -skilyrði er að finna á vef-
svæðum þeirra aðila sem lánin bjóða.
Sumir bankar gera kröfur um að önnur
viðskipti lánþegans fari fram ígegnum
bankann. Margir lífeyrissjoðir setja
reglur um að viðkomandi lántaki þurfi
að hafa greitt í sjóðinn um nokkurn
tíma áður en lán er veitt.