Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Blaðsíða 21
r*V Lífsstíll
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 21
Freestyle-keppni Tónabæjar er haldin í 25. sinn í kvöld og keppa þar 100
krakkar í hinum frjálsa dansi. Keppnin hefur verið við lýði í fjölda ára og
hafa margir sem tekið hafa þátt í gegnum tíðina náð langt. Nanna Ósk Jóns-
dóttir hefur engu gleymt.
Magnús Ólafsson leikari er 60 ára
ídag 17.febrúar.
„Hann er fyndinn, Ijúfur og myndarleg-
ur. Svo er gaman að sjá að maðurinn er
hlýr, gjafmildur, skemmtilegur og vina-
margur en fólk dregst samstundis að
persónuleika hans við fyrstu kynni.
Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar
sem hann stígur niður fæti og tekst sf-
fellt á við nýja reynslu. Oft á tfðum er
hann villtur og óábyrgur
en það hefur eflaust
elst af honum eða
hvað?"
„Á þessum tíma snérist lífið hjá
ungum stúlkum um þessar keppnir
í Tónabæ, allavega hjá þeim sem
stunduðu dansinn af kappi. Nánast
hver einasta stúika á íslandi hafði
annað hvort tekið þátt eða horft á
Freestyle á þessum tíma," segir
Nanna Ósk Jónsdóttir dansari sem
hefur yfirumsjón með Dansstúdíó
World Class - DWC í Laugum - og
fyrrverandi íslandsmeistari í ein-
staklingsdansi og tvöfaldur meistari
í hópdönsum.
Freestyle-keppnin í kvöld
„Dansinn er jú keppnisíþrótt og
þegar ég tók þátt voru glæsileg
verðlaun í boði fyrir ungar stúlkur,
keppnin fékk mikla athygli í fjöl-
miðlum og naut almennrar virðing-
ar bæði hjá unga fólkinu, foreldrum
og dansskólum. Dansinn var afar
vinsæll á þessum tíma og fólk á öll-
um aldri og af báðum kynjum fjöl-
mennti á þessa viðburði. Þetta voru
viðburðir sem beðið var eftir á
hverju ári enda mikið lagt í keppn-
irnar og umgjörð öll sú vandað-
Nanna Ósk Jónsdótt
ir dansari Tókþáttí
Freestyle á sínum tíma.
Frumsamin búkhljóð
Hungur, nýtt
verk eftir Þórdísi
Elvu Þorvalds-
dóttur Bach-
mann, verður
frumsýnt á Litla
sviðinu í Borgar-
leikhúsinuálaug-
ardaginn. Með
aðalhlutverk fara þær Helga Braga
Jónsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir.
Þær leika persónur sem þjást af átrösk-
un og mynda sérstök tengsl í verkinu
en leikritið er sálfræðitryllir um fjórar
manneskjur sem reyna sitt besta til að
lifa í heimi þar sem óraunhæfar kröfur
ráða ríkjum. Það
áhugaverðasta
við sýninguna er
tónlistin sem spil-
ar stórt hlutverk í
verkinu því höf-
undurinn Axel
Ámason notast
einungis við búk-
hljóð. Spennandi.
asta," segir Nanna en Freestyle-
keppnin er nú haldin í 25. sinn og
munu um 100 ungmenni reyna fyr-
ir sér í hinum frjálsa dansi í Austur-
bæ. Keppnin hefst kl. 18.00 í kvöld
en miðasala hefst kl. 16 og húsið
verður opnað gestum kl. 17. Kynnir
í ár er Ragnhildur Steinunn úr Kast-
ljósinu en hún er einmitt mikil
áhugamanneskja um dans og hefur
stundað hann um árabil.
Blóð, sviti og tár
„Krakkamir komu víðsvegar af
landinu og æfðu af kappi og lögðu
mikla vinnu í dansatriðin, þema og
búningana en auðvitað komu Ifka
húmoristar til að sprella en það var
auðvitað bara fyndið, svona eins og
í So You Think You Can Dance og
Idolinu. Það eru alltaf nokkrir snill-
ingar þarna inn á milli og bara gam-
an af því. Flestir tóku þessu reyndar
mjög alvarlega og ég man alveg eft-
ir brestum á bakvið ef einhver lenti
ekki í því sæti sem hann óskaði eft-
ir en það var alltaf mikill spenning-
ur og gleði baksviðs. Má með sanni
segja að þetta hafi verið blóð, sviti
og tár," segir Nanna Ósk og bætir
við að það hafi orðið breytingar á
keppninni.
„Það hafa orðið nokkrar breyt-
ingar og ég tók eftir því þar sem ég
var í dómnefnd í fyrra. Það er mjög
vel að þessu staðið eins og áður og
jákvætt starf sem er verið að vinna
en aldurstakmarkið er 13 ára núna
og fyrir vikið em ekki alveg jafn
margir sem fá að taka þátt. Áður
vom þetta tvær keppnir, önnur fyr-
ir yngri, mig minnir allt niður í 10
ára, og svo eldri."
Dansinn er góð forvörn
„Það finnst mér ekki jákvæð
breyting og veit af mörgum yngri
krökkum sem dauðlangar að taka
þátt og finnst þetta ósanngjarnt. í
mínum huga eru keppnirnar gífur-
lega gott æskulýðsstarf eins og hver
önnur íþrótt, sem ætti að hlúa að og
dansinn er fantagott forvarnarstarf.
Hann hlúir bæði að lfkama og sál og
ætti ekki að vanmeta," segir Nanna.
Hún segir að oft hafi vinkonuhópar
tekið saman þátt í keppninni.
„Mjög oft tóku vinkonur saman
þátt en að sjálfsögðu var líka mikill
keppnisandi og oft var þetta vanda-
samt þar sem sumar vom jafnvel að
keppa saman í hóp og síðan ein-
staklingsdansi, það reyndi oft á en
að sjálfsögðu voru öll dýrin í skóg-
inum vinir," rifjar Nanna upp og
hlær.
Keppt er í bæði einstaklings- og
hópakeppni í kvöld og em allir vel-
komnir í Austurbæ en aðgangseyrir
er 700 kr. Dómnefndin í ár er skipuð
valinkunnu fólki, meðal annars
söngkonunni Birgittu Haukdal.
brynjab@dv.is
Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.)
Þú leiðbeinir náunganum af
slíkum krafti og alúð að betri félagi
finnst ekki miðað við stjörnu þína. Sam-
vera skipar stóran sess í samskiptum þín-
um þegar febrúarmánuður er annars
vegar á sama tíma og sjálfstæði þitt er
sjaldan falið fyrir þeim sem tengjast þér.
FlSkmll (19. (ebr.-20.mors)
Þú ert mikið við látin(n) um
þessar mundir þar sem jafnvægi ein-
kennir líðan þína.
Hrúturinn (21.mars-19.apny
Aðeins með því að vera
óháð/ur vandræðum getur þú fagnað
frelsinu og verið glaður/glöð. Stjarna
hrútsins kallar hér á aðhald þegar heils-
an er annars vegar. Hugaðu vel að líð-
an þinni.
Nautið (20. april-20. mal)
Þú ættir að hugsa þig vel um
áður en þú tekur ákvarðanir sem breytt
gætu lífi þínu en á sama tíma er þér
ráðlagt að vara þig á að láta ekki tæki-
færin fram hjá þér fara. Hér eru boðað-
ar ánægjulegar stundir þegar stjarna
nautsins er tekin fýrir.
Tvíburarnir (21. maí-21.júnl)
Dagarnirframundan færa þér
innri ró og andlegan styrk á ólýsanleg-
an en mjög jákvæðan hátt sem þú ætt-
ir að nýta vel. Hugaðu vel að því sem
kallast smáatriði líðandi stundar.
Krabb\m(22.júní-22.júio
Varðandi ákvörðun sem þú
stendur frammi fyrir um þessar mundir
ættir þú að taka þér tíma og ákveða
sjálf/ur forgang í verkefnum þínum. Þú
flýgur frjáls sem fugl á meðal vina yfir
helgina.
Ljóniðai.yú//-22.
ágúst)
—----------------------------
Gæfumerki tengist þér þar
sem þú veist hvað þú vilt og hvernig
þú ætlar þér að ná þeim árangri sem
þú sættir þig fullkomlega við. Þú ert
fær um aðstyrkja fólkið sem þú um-
gengst með nærveru þinni eingöngu.
Meyjan 123. ágúst-22. sept.)
Finndu mátt hinna hreinu
möguleika með því að horfa betur í
kringum þig, kæra meyja. Þegar þú
byrjar að setja þig í samband við þitt
innra sjálf svokallað og þitt innsta eðli
koma ótrúlegustu hlutir í Ijós, vittu til.
VogÍn (23.sept.-23. okt.)
NTÓTTU LÍFSINS
mbð HEILBRIGÐUM
LÍFSSTIL
Ef þú ímyndar þér langanir
þínar og þrár myndrænt með sjálfinu
verður þú fær um að lífga drauma þína
við með áreynslu sem þú finnur varla
fyrir.Trúðu.
Sporðdrekinn (24.okt.-21.mj
Þú ert fljót/ur að grípa hug-
myndir og staðreyndir ef marka má
sporðdrekann. Þú ættir að afla þér
nægilegra upplýsinga áður en þú viðr-
ar skoðanir þinar yfir helgina á ein-
hvern máta.
Bogmaðurinn (22.n0v.-2uesj
Stjarna bogmanns virðist líta
í eigin barm helgina framundan. Heið-
arleiki og réttlæti 'eiga vel við þegar þú
tekur á þessum málum.
Steingeitin (22.des.-19.jan.)
Gerðu áætlanir um lausnir
sem tengjast þér og líðan þinni en þar
með leggur þú grunninn að framtíð
þinni. Prufaðu aðtaka skref til baka í
huga þínum og áttaðu þig á því hvað
hefur orðið á vegi þínum og hvernig
þú hefur brugðist við.
SPAMAÐUR.IS