Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Blaðsíða 14
7 4 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Sandkorn
Fleiri myndir af íröskum borgurum í Abu Ghraib-fangelsinu í útjaðri
Bagdad hafa verið gerðar opinberar þrátt fyrir mótmæli Bandaríkja-
stjórnar. Pentagon hefur staðfest að myndirnar séu sannar en vegna þrýst-
ings frá Bandaríkjastjórn hafa bandarískir íjölmiðlar ekki birt þær þrátt
fyrir að hafa þær undir höndum. Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi
myndirnar hins vegar í fyrradag.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
• Janúartölublað
Mannlífs, þar sem
aðalefni blaðsins var
viðtal við barna-
lækninn Björn
Hjálmarsson sem
missti son sinn á
hörmulegan hátt
árið 2002 og hefur ekki enn fengið
skýr svör um dánarorsök drengsins
frá yfirvöldum, er uppselt. Þetta
tölublað er það söluhæsta frá því að
Reynir Traustason tók við ritstjórn
Mannlífs og slær meðal annars
sjálfri Lindu Pé ref fyrir rass...
• Sjaldan fellur eplið langt frá eik-
inni. Þórhaliur Þórhallsson, sonur
hins eina og sanna
Ladda, kom fram á
uppistandskvöldi á
NASA á miðviku-
dagskvöldið. Gerður
var góður rómur að
Þórhalli yngri en
pabbinn fylgist stolt-
ur með í áhorfendaskaranum. Það
var áreiðanlega stoltur faðir sem
yfirgaf staðinn skömmu eftir að
sonur hafði lokið atriði sínu við
dynjandi hlátrasköll gesta...
• Flestír veðja á að Silvía Nótt fari
með sigur í forkeppni Eurovision en
úrslitakvöldið verður
á morgun. Kristján
Hreinsson, Skerja-
íjarðarskáldið, hefur
staðið í andófi og vill
meina að framlag
hennar sé kolólög-
legt. Ætlar hann ekki
einu sinni að horfa á keppnina, hvað
þá vera viðstaddur, þó hann eigi þrjá
texta við þrjú laga sem þær Dísella
Lárusdóttír, Birgitta Haukdal og
Heiðaíldolflytja...
• Kristján er hvergi nærri af baki
dottinn í kærumálum sínum á
hendur Páli Magnússyni útvarps-
stjóra vegna „Stóra
Eurovisionmálsins"
þótt hljótt hafi farið
að undanförnu og
Útvarpsráð hafi
þvegið hendur sínar
af því. Og mun
fregna að vænta af
framhaldi þessa máls innan tíðar...
• Bókaútgefendur undirbúa nú
árlegan bókamarkað sinn. Þeir hafa
fengið til liðs við sig hinn spræka
Ásmund Helgason, bróðir Gunnars
og Hallgríms til að
annast kynningar-
málin. Ási sló í gegn
fyrir síðustu jól með
útgáfu Sudoku-bóka
í samstarfi við Bjart.
Lentí við það í
rimmu við Eddu
sem hafði hliðstæða útgáfu á prjón-
um. Þetta þýðir að Eddan ogÁs-
mundur hafa nú slíðrað sverðin...
• Þátturinn Sirkus Rvk undir stjórn
Ásgeirs Kolbeinssonar hefur verið
tekinn af dagskrá. Ásgeir er þó ekki
IHHH af baki dottinn því
samkvæmt nýjasta
| tölublaði tímaritsins
r* B Hér og nú hefur Ás-
" geir söðlað um,
, horflð úr fjölmiðla-
heiminum og er
byrjaður að selja
fasteignir. Það er ekki spurning um
að stimamýkt Ásgeirs og glaðleg
framkoma á eftir að fara vel í fast-
eignakaupendur í Reykjavík...
Fleirl sannanlr fvrir hrnttabr
Andlega vanheill fangi
Með annan handlegginn
umvafinn tilaö takmarka
hreyfingar.
Tveir naktir
fangar
Bundnirsaman
um lengri tfma.
Skilinn eftirtil aö deyja
eftir misheppnaða
fangauppreisn 2004.
Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi í fyrradag fleiri myndir af |
pyntingum bandarískra hermanna á íröskum föngum í Abu
Ghraib-fangelsinu. Pentagon staðfestir að þær séu sannar.
Bandarískir ijölmiðlar hafa haft þær undir höndum en ekki birt
vegna þrýstings ffá stjórnvöldum. Þrátt fyrir að myndirnar séu
ffá 2004, eins og þær sem áður voru birtar, hafa flestar þeirra ekki
komið fyrir sjónir almennings áður. Þær virka því sem bensín á
vel kyntan eld ágreinings milli Vesturlandabúa og múslima, sem
hefur verið mikifl í kjölfar skopmynda Jyllands-Posten.
Washington Post tekur undir
með fullyrðingum SBS [Special
Broadcasting Services] um að fjöldi
bandarískra fjölmiðla hafi haft
þessar myndir undir höndum um
Íangt skeið, en ekki birt. Blaðið út-
skýrir ennfremur að ástæða þess
hafi að mestu verið eðli myndanna,
sérstaklega hvað nekt varðar.
Blaðið viðurkennir einnig að
SBS hafi einnig betri möguleika en
bandarískir fjölmiðlar á að snið-
ganga kröfur Bandaríkjastjórnar
um að halda þessum myndum frá
almenningi. SBS þarf nefnilega
ekki að lúta þeirra stjóm.
Ógeðfelldar myndir
„Þetta er sannarlega amerískur
ljótleiki sem engin önnur þjóð
getur keppt við,‘‘ segir yemenski
fréttamaðurinn Saleh al-Humaidi.
„Bandaríkjamenn ættu að biðjast
afsökunar fyrír þær lygar rílds-
stjórnar þeirra um að þeir séu að
berjast fýrir frelsi og að þeir hafi
komið til Iraks til að frelsa þjóðina
undan ógnarvaldi Saddams
Husseins."
Sum myndbandsskeiðanna
sýna fanga berja höfði sínu upp við
vegg. Aðrar sýna illa farin lík án
þess að ljóst sé hvað hafi orðið
mönnunum að bana. Aðrar sýna
fanga í niðurlægjandi kynferðisleg-
um stellingum. Ein þeirra sýnir það
sem virðist vera bmnasár eftir
sígarettur á rasskinnum eins fanga.
Talsmaður SBS neitar að tjá sig
um hvernig sjónvarpsstöðin komst
yfir myndimar.
Fjölmiðlar fylgja
Sumir bandarískir fjölmiðlar
hafa ákveðið að brjóta gegn boði
ríkisstjórnarinnar og birt mynd-
irnar sem SBS birti í fyrradag.
Þeirra á meðal er vefblaðið Salon
sem tekur fram að merkilegt sé að
engir CIA-liðar hafi verið ákærðir í
sambandi við hrottafengnar yfir-
heyrsluaðferðir, þrátt fyrir að dauði
í það minnst'a eins fraka sé rakinn
til þeirra.
Afstaða Bandaríkjastjórnar
Bandaríkjastjóm hefur miklar
áhyggjur af birtingu myndanna og
afar slæmri tímasetningu.
„Okkur finnst birting myndanna
vera innrás á einkalíf fanganna
sjálfra," segir John Bellinger, tals-
maður bandaríska innanríkisráðu-
neytisins og bætir við að „mögu-
lega geti það kynt enn frekar undir
ofbeldi."
Það virðist ekki vera fjarri lagi,
þar sem nú þegar hafa brotíst út
óeirðir vegna málsins.
haraidur@dv.is
Þakinn brúnu efni
Liklega erþettasaur
sem maðurinn var
látinn velta sér uppúr
Skjóta fyrst - spyrja svo
„Harry - ég vissi ekki að þú værir þarna!"
„Þegar allt kemur til
alls er ég maðurinn
sem hleyptí af og skaut
á Harry," sagði Dick
Cheney, varaforsetí
Bandaríkjanna, í fyrra-
dag. Þá hélt hann sinn
fyrsta blaðamanna-
fúndi vegna slysaskots-
ins síðastliðinn laugar-
dag. Þá skaut hann vin
sinn til margra ára, lög-
manninn Harry Whitt-
ington, með þeim af-
leiðingum að flytja
þurfti Whittington með
þyrlu á gjörgæslu sjúkrahúss í suður-
hluta Texas.
„Það er hægt að ræða um aðstæð-
urnar á staðnum, en það er ekki Harry
að kenna," segir Cheney. „Það er
engum um að kenna nema mér."
Varaforsetínn lýsir atburðarásinni
þannig að hann hafi hlaupið strax til
Whittington og sagt: „Harry, ég vissi
ekki að þú værir þama!"
„Hann sýndi engin viðbrögð,"
segir Cheney. „Sú mynd sem ég hef af
honum fallandi til jarðar hverfur
aldrei úr huga mér."
Forsvarsmenn sjúkra-
hússins sem Whittington
liggur nú á sögðu að hagl
hafði farið í hjartavöðva
Whittington. Það hafi komið
af stað vægu hjartaáfalli. Það
sem Cheney og ríkisstjóm
Bush er legið á hálsi fyrir er
upplýsingagjöf til almenn-
ings. Það vom ekki stjómvöld
sem upplýstu um málið,
heldur vitni að slysinu og eig-
andi landsins sem hringdi í
bæjarblaðið með fféttaskot. í
heila þrjá sólarhringa hefúr
Hvíta húsið varist allra ffétta
af málinu og Cheney engu svarað fyrr
en á blaðamannafundinum í fyrra-
dag. Spuming blaðamannanna er því
þessi; Ef Hvíta húsið þegir um svona
mál í þetta langan tíma, hversu lengi
þegja þeir um það sem virkilega
skiptir máli?
Nýr brúðgumi
í tæka tío
Kona sem hætti með kærasta
sínum, aðeins sex vikum fyrir
áætlað brú-
kaup, fann
sér einn nýj-
an í tæka tíð
fyrir brúð-
kaupið. Hin
ríflega þrí-
tuga Asia
Ibrahim
vildi eigi að
síður ekki
hætta við
brúðkaupið
sem þegar
hafði kostað hana og foreldra
hennar yfir milljón krónur. „Það
var hvort eð er búið að bóka allt,
salinn, fötin og veitingamar, svo
ég hugsaði, því ekki?" sagði Ibra-
him. „Reyndar bjuggust flestir
gestanna við öðmm manni
þarna uppi við altarið."