Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Side 9
T
„ÉG VEIT EKKERT HVORT ÉG MYNDIGERA ÞETTA AFTUR EF MÉR
YRÐIBOÐIÐ ÞAÐ. ÉG GET EKKISVARAÐ ÞVÍ."
„Ég er alls ekki klámmyndastjarna," segir Tamara
Stocks, 27 ára og nýjasti meðlimur kvennaliðs Grindavik-
ur í Iceland Express-deildinni. Tamara sat fyrir í Playboy
árið 2001 og varð uppi fótur og fit þegar heyrðist að þessi
gyðja væri á ieiðinni til íslands. Það má merkja á rödd
Tamöru að henni leiðist þessi umræða, enda hefur hún
fylgt henni allar götur síðan þetta umrædda Playboyblað
kom út í septembermánuði árið 2002. Allt út af einni
mynd á blaðsíðu 147 - talandi um storm í vatnsglasi.
KÆRASTINN HEIMA
„Ég veit ekkert hvort ég myndi gera þetta aftur ef mér yrði boð-
ið það. Ég get ekki svarað því En ég er hins vegar orðin þreytt á
þessariumræðuogvilhelstekkerttalaumþetta,“ segirTamaraum
myndina alræmdu. Hún er ein hér á landi. Kærasti hennar býr í
Bandaríkjunum en hann spilar körfúbolta í CRA-deildinni, sem er
næststerkasta deild Bandaríkjanna á eftir NBA.
Tamara er fædd í Atlanta í Georgíufylki í Bandarílqunum. Á
uppvaxtarárunum iðkaði hún nánast allar íþróttir nema knatt-
spymu, sem henni þykir heldur leiðinleg. Pabbi hennar var at-
vinnumaður í körfúbolta og þvíljóst hvaðan hæfileikar hennar em
komnir. Að loknum menntaskóla (high school) fór Tamara í Hór-
ída-háskóla þar sem hún var ein aðalstjaman í sterku körfúknatt-
leiksliði skólans.
Tamara, sem leikur sem miðherji eða kraftffamheiji, var valin
afWashington Mystics í nýliðavali WNBA-deildarinnar, sem er at-
vinnumannadeild körfuknattleikskvenna í Bandaríkjunum. Nán-
ast um leið og hún var valin varð mikið fjaðrafok vegna myndar-
innar sem birtist af henni í háskólaútgáftt Playboy, Girls of the SEC.
MYNDIRNAR EKKIAF HENNI
„Þetta var bara ein mynd sem tekin var í eldhúsinu og það var
allt og sumt Þær myndir sem hafa birst í blöðum og vefeíðum sem
eiga að vera af mér em það alls ekki,“ segir Tamara og vísar til for-
síðumyndar DV í síðustu viku þar sem þeldökk stúlka stendur klof-
vega yfir mótorhjóll Þær myndir em ekki af Tamöm og þegar bet-
ur er að gáð kemur í Ijós að stúlkan er ekki einu sinni lík henni.
Frá því að Tamara hætti að leika í WNBA-deildinni hefúr hún
farið víða um heim og leikið körfúbolta. Hún hefúr leikið í Kíha,
Króatíu, Spáni, Þýskalandi, Grikklandi og nú á íslandl ,Á vissan
hátt var það bara jákvætt að ég fór úr WNBA-deildinni. Því ef ég
væri enn fóst þar þá væri ég ekki búin að sjá jafrí mikið af heimin-
um eins og ég hef gert nú þegar."
„ÞETTA VAR BARAEIN MYND
SEM TEKIN VAR í ELDHÚSINU
OG ÞAÐ VAR ALLT 0G SUMT.
ÞÆR MYNDIR SEM HAFA
BIRST í BLÖBUM 0G VEFSÍÐ-
UMSEMEIGAAÐVERAAF
MÉR ERU ÞAÐ ALLS EKKI,"
KÚLTÚRSJOKK í KÍNA
„Ég hef upplifað ýmislegt á körfuboltaferlinum. Kína
var hálfgert kúltúrsjokk. Nánast allt í Kína er öðruvísi en
í Bandaríkjunum, en þó leið mér mjög vel þar því fólkið
er ótrúlega vingjarnalegt. Þótt það kynni ekkert í ensku
þá reyndi það samt að ræða við mig. A Spáni leið mér líka
mjög vel, það var auðvelt að aðlagast þar því ég tala
spænsku," segir Tamara sem er menntuð í almanna-
tengslum.
Nú hefuröu farið um nánast allan heim, hvar eru Oott-
ustu karlmennirnir? „Ég veit það hreinlega ekki, líklega
bara heima í Bandaríkjunum," segir Tamara, en hafa ber
í huga að hún er aðeins nýkomin til landsins og hefur
vart farið út fyrir Grindavík. „En ég get fullyrt að falleg-
ustu konurnar eru í Flórída, það er alveg á hreinu," segir
körfuknattleikskonan og hikar hvergi.
GRINDAVÍK MEÐ FLOTT LIÐ
Tamara Stocks er 1,88 cm og alveg tággrönn. Hún hef-
ur unnið fyrir sér sem fýrirsæta heima fyrir. Hún er þó
ekki eina ofurskutlan í Grindavíkurliðinu sem berst nú
hatrammri baráttu við Keflavík um annað sætið í deild-
inni, því fyrir í liðinu eru Petrúnella Skúladóttir, Ungfrú
Suðurnes árið 2005, og Jovana Lilja Stefánsdóttir, sem
einnig tók þátt í þeirri keppni ásamt Petrúnellu.
„Líklega erum við með kynþokkafyllsta liðið," segir
Tamara og hlær. „En ég spái ekkert í það hvernig ég lít út
þegar ég spila. Þegar út á völlinn er komið einbeiti ég
mér að þvf að leika eins vel og ég get en ekki hvort hárið
er flott eða ekki. Það má pæla í því eftir leik."
Hjörvai Hafliöason
Meira um körfubolta-
konur á næstu síðu