Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 12
Hérna erflott listaverk á veggnum og smekkvísin í fyrirrúmi. Greinilega fólk sem hefur
ánægju af góðri tónlist því þarna eru góðir hátalarar.
„Það er nýbúið aó taka baðherbergið í gegn", segir Iris söngkona. „Við erum búin að
Æ búa hér í um 3 ár, ég og kærastinn, ég er Hafnfirðingur þess vegna búum við hér. Ég
bjó hérna þegar við kynntumst og hann kom bara til mín, hann bjó upp í Árbæ en er
0 Siglfirðingur," segir fris um búskapinn. „Við erum að mynda okkur stíl, það er svona
Ijós stíll og við viljum hafa allt frekar einfalt og allt þetta Ijósa. Sófinn er nýjasta mublan
og lýsir stílnum okkar. Kærastinn hannaði baðherbergið alveg frá A til Ö, gjörsamlega
búinn að snúa því við, ótrúlega flott hjá honum. Þetta hús er byggt 1974 svo þetta var upp-
* runalegt baðherbergi og þetta er því mjög mikil breyting. Ég féll líka fyrir hverfinu, það er svo
rótgróið og fínt hverfi héma í Hafnarfirðinum. Við erum alveg upp við Reykjavíkurveginn en við
erum bara bæði þannig gerð að okkur þykir frekar þægilegt að vita af fólki i kringum okkur. Svo er
ekkert mikill hávaði af umferðinni nema kannski á álagstímum en þá erum við ekki heima þannig að
það er allti lagi," segir Iris sem er í fæðingarorlofi og njóta þess.
Sæt blóm þarna í glugganum og
létt gluggatjöld. Glaðlynd
manneskja sem þarna býr.
EIDHÚSIÐ
Girnilegir ávextir þarna
í skál. Þessi manneskja
hugsar um heilsuna.
oöóoöó,
Kósý svefnherbergi og auka sett af græjum til að kúra yfir video.
Þessi manneskja sem býr þama er mikil kúrumús sýnist mér.
Þetta er nýtískulegt og flott baðherbergi. Snyrtimennskan í
fyrirrúmi og flott blöndunartæki. Ég giska á að þarna búi
smekkvís ung kona.
!:í! * i: ~ ^ /
i. 4