Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Síða 16
sssgSSsHSSSS
erhesiumöminnur
„Við frumsýndum núna á laugardaginn og það gekk
alveg rosalega vel, við fengum frábærar viðtökur og
glimrandi dóma í öllum blööum," segir Tinna Hrafns-
dóttir leikkona sem leikur í Viðtalinu. Viðtalið er svo-
kailað döff-leikhús. f döff-leikhúsi er það skilyrði að
minnst einn leikaranna sé heymarlaus. Annað skilyrði
fyrir því að geta kallað sýningu döff-leikhús er að hún
sé aðgengileg heymarlausum áhorfendum til jafiis við
heyrandi áhorfendur. Döff-leikhús hefur einnig þá
sérstöðu að vera afar sjónrænt Góð líkamstjáning er
afar mikilvæg og góð lýsing þar sem áhorfendur verða
að geta séð hvað sagt er. „Þú þarft ekki að vera tengd-
ur einhveijum sem er döff til að eiga erindi á þessa
sýningu. Ég get lofað því að þessi sýning kemur á óvart
og vil ég hvetja fólk til að gera sér ferö til Hafnarfjarðar
til aö sjá öðmvísi leik," segir Tinna.
IVÆR SEM LEIKUM DÓTHIRINA
Þetta er saga um brengluð samskipti eins og þau
vilja oft verða milli fólks, hvort sem það heyrir eður ei.
Verkið segir frá sambandi móður og dóttur. „Við erum
tvær sem leikum dótturina, ég og Elsa Guðbjörg, ég er
talandi heimurinn en hún er táknmálsheimurinn,"
segir Tinna sem lauk námi við Leiklistarskóla íslands
vorið 2002. „Þetta var skemmtileg reynsla, að fá að
verða vitni að stofnun Listaháskólans í miðju námi og
upplifa allar þær breytingar sem því fylgdu. í dag er ég,
meðfram leiklistinni, í MBA námi við Háskólann í
Reykjavík. Það er annars konar reynsla en mér afar
kærkomin og hagnýt einmitt innan listageirans," seg-
ir Tinna Hrafiisdóttir aðspurð um námið.
DEILUM SÖMU T1LFINNINGUM
„Það er brýn nauðsyn að vekja athygli á þessu mál-
efiú og því fannst mér virkilega spennandi að takast á
við það. Heimur heymarlausra er flestum algjörlega
óþekktur og fyrir mig að fá að kynnast lífi og aðstæð-
um þessa fólks á þennan hátt í gegnum leikhúsformið
em forréttindi og dýrmæt reynsla. Það er hreint ótrú-
legt hvað þetta fólk hefur þurft að þola mikla einangr-
un f samfélaginu
og tfini til
kominn að saga þess sé sögð," segir Tiima ákveðin.
FALLEGT TUNGUMÁL SEM GAMAN ER AÐ LÆRA
„Einu kynni mín í raun af heymarlausu fólki em
Elsa og Bettý sem em með mér í sýningunni. En sam-
býlismaður minn á litla dóttur sem er heymarskert og
í dag læra öll heymarskert böm táknmál," segir Tinna
sem sjálf er farin að læra táknmál. „Við höfum því
bæði tekið okkar fyrsta námskeið, Táknmál 1, sem er
aðeins byijunin á því ferli. Mér finnst þetta Megt
tungumál og giíðarlega gaman að læra það," segir
Tinna. „Ég fékk mikið af upplýsingum um heim
heymarlausra frá handritshöfundinum, Lailu Mar-
gréti Amþórsdóttur, og leikstjóranum, Margréti Pét-
ursdóttur."
NÝ fSLENSK BÍÓMYND
Annars er nóg að gera hjá Tinnu þessa dag-
ana en hún landaði á dögunum aðalhlutverki
í bíómynd sem verður tekin upp í haust.
„Myndin heitir Veðramót og er í leik-
sljóm Guðrúnar Halldórsdóttur. Ég
hlakka mikið til að takast á við
það stóra verkefni," segir
Tinna kampakát að lokum.
SEJ
KRON KRON OPNAR Á NÝJUM STAÐ
„Þetta mun gerast á laugardaginn," segir
Stefán Svan PR maður og fatahönnuður um
verslunina Kron kron sem opnar á nýjum stað
á laugardaginn. í búðinni verður Bjarni Ein-
arsson með ljósmyndasýninguna „Tmst me
I’m a part of you“. „Síðan ætla strákarnir í
hljómsveitinni Ta! ta! að sjá um tónlistina.
Þetta em þrír strákar og þeir hafa spilað á
Sirkus og víðar," segir Stefán Svan sem er að
vonum spenntur. „Við ætlum að vera með
Vivienne Westwood sem er alveg glænýtt
merki hjá okkur en svo verðum við að sjálf-
sögðu með nýtt frá Wood Wood, Henrik
Vibskov, KTZ, Marjan Pejoski, Roksanda II-
incic, Aganovich and Yung og margt fleira."
Búðin er í mun stærra húsnæði núna og er á
Laugavegi 63b og nær niður eftir Vitastíg.