Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 18
4 HALALEIKHÓPURINN SAMANSTEND- URAF FÖTLUÐUM EINSTAKLINGUM OG FÉLÖGUM ÞEIRRA. UM HELGINA FRUMSÝNIR LEIKHÓPURINN VERKIÐ PÓKÓK SEM ER FYRSTA VERK OKKAR ÁSTSÆLASTA LEIKSKÁLDS. ÁSVW „Þetta er gamanleikur og í]allar um glæpa- mann sem var að losna út af Hrauninu og kunningja hans sem er fyrrverandi efnafræð- ingur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson leikstjóri verksins Pókók sem Halaleikhópurinn frum- sýnir á morgun í leikhúsi Halaleikhópsins að Hátúni 12. Verkið er skrifað árið 1961 af Jökli Jakobssyni og var þetta fyrsta verkið sem hann skrifaði. BÓNUS, BJÖRGÓLFUR OG EITURLYF „Það er skondið að þetta var skrifað 1961 því þetta gæti alveg hafa verið skrifað núna á síðustu tveimur árum. Þetta er bara Bónus, Björgólfur og eiturlyf, allt saman í einu," seg- ir Vilhjálmur um verkið. „Þeir vinirnir ætla að gerast heiðarlegir bissnissmenn eða glæpa- menn öllu heldur. Óli sprengur ætlar að markaðssetja það sem efnafræðingurinn Emanúel hefur verið að þróa. Þetta er sæl- gæti sem heitir Pókók og er unnið úr mýr- grasi. Þá vantar fjármagn og fá það hjá þess- um ríka sem á bróður á þingi," segir Vil- hjálmur um söguþráðinn í verkinu. „Þeir fara svo að framleiða þetta í skúr í vesturbænum og gengur svo vel að fjármagnarinn sér sér leik á borði og stelur frá fyrirtækinu. Þá kem- ur í ljós að þeir sem éta Pókók, sérstaklega börn, fara yfir á frumstig og enda á því að jarma og verða grænir í framan." HALALEIKHÓPURINN ER DÚNDURLIÐ Halaleikhópurinn er leikhópur, leiklist fyrir alla, uppistaðan eru fatlaðir einstakling- ar og fólk því tengt. Halaleikhópurinn hefur opnað nýja „vídd" í starfi leikhópa, þar sem fengist er við leiklist á forsendum hvers og eins. Fötlun er eitthvað sem gleymist í þessu áhugaleikfélagi. „Skortur á hefðbundinni fötlun er engin fyrirstaða fyrir þátttöku, þetta er alltaf mjög blandaður hópur. Þetta er dúndurlið bæði úr gamla genginu sem og fólk út í bæ," segir Vilhjálmur sem er að von- um spenntur fyrir frumsýningunni. Það er mikill kraftur í þessum hóp svo það borgar sig að kíkja og njóta vel. r lAra rúnarsdöttir opnar kistuna fyrir SIRKUS PLOIUSPILARINN OG Rll GEBUUNSKARNIR „Geisladiskar og plötur eru mitt líf og yndi," segir Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona sem leyfir Sirkus að skoða nokkra af hennar uppáhalds- munum. „Plötur og diskar urðu fyrir valinu hjá mér af því það er það eina sem ég eyði peningum í fýrir utan einstaka föt. Ég vinn í plötubúð og flest sem ég geri tengist tónlist. Ég er tiltölulega nýbúin að fá mér plötu- spilara svo ég á meira af geisladisk- um en plötum," segir Lára. Tónlist- arsmekkur Láru hefur tekið talsverð- ISOBEL CAMPBELL ER IMIKLU UPPÁHALDI HJÁLÁRU. um breytingum frá því hún var á ung- lingsárunum. „Þegar ég var 15 ára hlustaði ég á WuTang og Celiné Dion til skiptist, ágætisblanda," segir Lára og hlær. „En núna er ég að Jilusta á nýja diskinn með Belle & Sebastian, hann er sæmilegur. Svo er ég líka að hlusta á Bonny Prince Billy og líka plötu með Mark Lanigan. Á henni er Isobel Campbell sem var í Bella Sebastian að syngja, ég mæli með henni," segir Lára kampakát með sitt tónlistarkonfekt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.