Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Síða 20
íMHHíMfi íwa mmm mm 'Vw IlF m\m i|ffl mJJVWJuÍ fliW iyi jyB I! MIM1 >18 JMIMI „Þetta er það sem ég geri, ég leik músík fyrir áhorfendur," segir José Gonzales aðspurður hvers vegna hann ákvað að snúa aftur hingað til lands og leika á tónleikum á Nasa. Hann spilaði á Iceland airwaves i haust. „Þetta var á litlum stað síðast en núna hafa fleiri mögu- leika á að koma." HORFIR HVORKIA O.C. NÉCSI José Gonzales gaf út sína fyrstu og einu breiðskífu í Svíþjóð árið 2003. Hann lifir enn á þeirri plötu sem ber heitið Veneer og kom út í Bretlandi fyrir skemmstu. Þar hefur hún verið geysivinsæl sem og í Bandaríkjunum. Lög af plötunni hafa verið leikin í þáttaröð- inni O.C. og einnig hjá meistara Grissom í CSI. Horfirðu á O.C.? „Nei," segir José og hlær. „Ég hef bara séð nokkrar mínútur af þættinum. Það eru aðrir þættir sem ég hef meira gaman af.“ En CSI? „Nei. Var tónlistin mín þar? Ég vissi það ekki." MEIRISVÍI EN ARGENTÍNUMAÐUR José er yfirleitt einn á sviði með gítarinn. Hann á von á að þannig verði það einnig þegar hann kemur fram á Nasa. „Kannski verð ég með slagverk og bakraddir, annars verð ég einn." Þérlíður best einn á sviði með gítarinn. „Já, þannig eru lögin samin. Mér finnst gaman að hafa slagverk og bakraddir en ekki fyrir öll lögin," segir José, sem þykir lipur gítarleikari. „Ég var um 14 ára þegar ég byrj- aði að spila. Ég lærði undirstöðuatriðin sjálf- ur. Síðan fór ég að læra hjá einkakennara og lærði þar að spila klassík. Var hjá honum í þrjú til fjögur ár, einu sinni í viku. Við spil- uðum aðallega spænska klassík en líka smá Bach," segir José. Spænska klassíkin hefur átt vel við José sem á argentíska foreldra, en hann hefur alltaf búið í Gautaborg ásamt foreldrum sínum. Faðir hans er farinn aftur til Argentínu en móðir hans og systkini eru enn í Gautaborg. José segist vera meiri Svíi en Argentínumaður þó svo hann tali spænsku við fjölskyldu sína. Á LAUSU TIL ÍSLANDS Eftir að José hefur leikið á tónleikunum hér á landi þarf hann að bruna upp í flugvél sem mun ferja hann til Bandaríkjanna. Hann mun spila á hátíðinni South by Southwest í Texas og eftir það ætlar að hann túra um Bandaríkin. Ekkert hræddur um að fá heimþrá? „Jú, reyndar er ég það. Nú verð ég í burtu í þrjár vikur. Svo kem ég heim og fer aftur og verð í fjórar vikur. En ég verð með vinum mínum þannig að þetta verður eitthvað skárra," segir José. Hann viðurkennir að hann muni sakna fjölskyldunnar, en enga á hann kærustuna til þess að sakna. Nú? Þannig að fslensku stelpurnar mega gera sitt besta? „Já, alveg eins, þær þurfa bara að senda mér mynd á Myspace," segir José og hlær. „Ég hitti engar stelpur þegar ég var hérna síðast þannig að ég get ekki dæmt um ágæti íslenskra kvenna. Þær eru flott klæddar. Það er ótrúlegt hvað fslendingar eru með á nót- unum í tísku og menningu." Þannig að stelpurnar eru flott klæddar en ekkert fallegar? „Jú, mér líkaði útlitið líka," segir José og hlær. Hann stoppar hér aðeins í einn dag þannig að stelpurnar þurfa að hafa hraðann á ef þær ætla að krækja sér í sænsk/argentískan unað. SHS imnnarAhugabundraamu siggi Armann hitar upp fyrir josé gonzales og mun heyra tónlist hans í fyrsta sinn sama kvöld. „Jú, ég verð í banastuði á sviðinu," segir tónlistar- maðurinn Siggi Ármann sem kemur til með að hita upp fyrir José Gonzales á sviðinu á Nasa á tónleikun- um á mánudagskvöldið. „Ég verð með lög af plötunni Music for addicted sem ég gaf út fyrir skemmstu. Svo verð ég með einhver ný lög," segir Siggi. Hann lumar á tveimur nýjum gullmolum sem tónleikagestir fá að heyra á mánudagskvöldið. Hefurðu citthvað hlustað á José Gonzales? „Nei ekki neitt ennþá en ég hlakka til að heyra í honum. Ég var bara beðinn um að koma og spila og auðvitað sló ég til," segir Siggi. Annars er það að frétta af Sigga að hann hefur hald- ið sig innan dyra og samið nýtt efni að undanförnu. Þess á milli hefur hann verið að kanna áhuga erlendra aðila á tónlist sinni, sem ku vera þó nokkur. Enda hef- ur platan hlotið frábæra dóma hér á landi og fengið heilan Karlsvagn af stjörnum í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum. SHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.