Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Page 13
Dfv Fréttir FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 13 Brautsíma og lamdi mann Baldur Ingi Halldórsson var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag fyr- ir líkamsárás og að hafa brotið GSM-síma. Baldur réðist á mann fyrir utan íbúðarhúsnæði í nóvember á síðasta ári þar sem báðir vom í teiti. Hann sló mann- inn nokkur hnefahögg í andlitið með þeim afleiðing- um að fómarlambið hlaut yfirborðsáverka og mar. Baldur var dæmdur til þess að borga 60 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Orkuverð hækkað oq lækkað Könnun neytendasam- takanna leiðir í ljós að raf- magnskostnaður heimil- anna hefur aukist á flestum stöðum á land- inu. í Reykjavík og Kópavogi hef- ur kostnaðurinn farið upp um 16 prósent frá árinu 2002 og um 23 prósent í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Á sumum stöðum á landinu hefur orkuverðið lækkað. Ný raforkulög tóku gildi um áramótin. Á heimasíðu neyt- endasamtakanna segir að það verði „ ...athyglisvert að fylgjast með hvort mark- aðsvæðing á raforku muni á endanum skila sér til neyt- enda“. Deilan um skipulag á Álftanesi fer harðnandi Nöfn heiðarlegs fólks handrukkuð á lis Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, hafði samband við DV vegna fréttar blaðsins í gær um skipulag miðsvæðisins í sveitarfélaginu. í umræddri frétt sagði Kristján Sveinbjömsson, oddviti Á-listans, að samþykkt D-listameirihlutans á samningi um kynningu á skipulaginu við Kom ehf. væri siðlaus og ámælisverð. „Mig langar að nefna við ykkur þá skoðun mína, að sitthvert sé þá siðleysið," segir Guðmundur. „Áð ganga meðal vissra íbúa, ekki allra, á Álftanesi í desember síðastliðnum og handrukka nöfn heiðarlegs fólks á lista til mótmæla á vafasömum forsendum og um leið með fleiri en einni útgáfu forsendna, allt eftir því hver átti í hlut, og skýra málið sem um skoðanakönnun hefði verið að ræða. En það gerðu fulltrúa Á-list- ans.“ Vel að verki staðið Guðmundur segir einnig að nið- urstaða bæjarstjórnar sé skýr hvað varðar samþykkt á nýju deiliskipu- lagi miðsvæðis Álftaness. Þessa nið- urstöðu hefur bæjarstjóm samþykkt að verði kynnt íbúum. Til þess verks er fengið eitt virtasta kynningarfyrir- tæki landsins, Kom ehf. Það mun tryggja að vel sé að verki staðið við kynninguna og staðreyndir bornar á borð íbúa, til sjálfstæðrar skoðun- Ekki góð vinnubrögð Guðmundur bendir einnig á bók- un meirihlutans á bæjarstjórnar- fundi í fyrrakvöld en þar segir meðal annars: „Fulltrúar Sjálfstæðisfélags- ins átelja þann atgang, sem fulltrúar Á-lista hafa haft í frammi við vinnslu deiliskipuiags miðsvæðisins í stað þess að vinna að verkefninu á lýð- ræðislegan og eðlilegan hátt í skipu- lagsnefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðis- félagsins harma það að íbúum á Álftanesi hafi verið boðið upp á að taka þátt í „skoðanakönnun" fuli- trúa Á-lista á fölskum forsendum. Það geta ekki talist góð vinnubrögð að fulltrúar Á-lista hafi kosið að spila frítt í þessu mikilvæga máli í stað þess að taka þátt í málefnalegri vinnu, eins og upphaflega var sam- þykkt samhljóða að gera þegar vinnan við skipulagið hófst. í stað þess að koma sínum sjónarmiðum að við vinnu í skipulagsnefnd og fá unnið úr þeim eins og eðli- legt mætti teljast, hafa þeir tekið þá afstöðu að vera á móti öllu sem þar hefur verið unnið með." Guðmundur Gunnars- son „Mig langar að nefna við ykkur þá skoð- un mina, að sitthvert sé þá siðleysið." EITT MESTA URVAL LANDSINS AF HEILSUDYNUM Comfort Latex FERMINGARTILBOÐ First Class NEVERTURN Svæðaskipt heilsudýna Vx ^ ' I Verstunin Rúmgott • Smiöjuvegi 2 • Kópavogi ■ Sími 544 2121 Opió virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kt. 11-16 www.rumgott.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.