Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Side 21
Menning DV FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 21 Þorsteinn frá Hamri: | Dyr að draumi Mál og menning 2005 Ljóðlist Songvarinn Raggi Bjarna Erekki ókunnug ur sjómannalögunum. Erótískir Hattar verða til sýnis og sölu í bókabúðinni Iðu í Lækjargötu á laugardag og sunnudag kl. 14-18. Hönnuðurinn og tónlistarmaður- inn Algea frá New York sýnir og sel- ur einstaka kvenhatta auk þess að flytja tónlistaratriði en hann hefur leikið bæði Reaggie-tónlist og tón- list ættaða frá Afríku. Að sögn hefur Algea verið að móta og þróa hatt- ana í tuttugu ár og hann hefur sýnt þá og selt víða um heim. Hattarnir þykja bæði erótískir og skemmtileg- ir og þá má móta á allan mögulegan hátt. Algea flutti á dögunum leiksýn- ingu í Iðnó þar sem hattagerðar- maðurinn og trommuleikarinn mættust með eftirminnilegum hætti. „Helsti styrkur Þorsteins er á sama tíma veikleiki: ljóð hans lifa og skrifast út frá þeirra eigin forsendum, á ákaflega innhverfan hátt, að mestu laus við sam- félagslega vídd svo þau virka ekki þessarar veraldar“, segir Davíð Stefánsson meðal annars um Dyr að draumi, nýjustu ljóðabók Þorsteins frá Hamri. Ofupseldur óðu, hvítu skýi „Mér er í mun að setja heiminn saman/Það lukkast aðeins stund og stund..." skrifaði Þorsteinn frá Hamri í Sæfaranum sofandi (1992). Þorsteinn er samkvæmur sjálfum sér í Dyr að draumi og reynir enn að setja saman heiminn með orðum. öfugt við hina hráu og kaldranalegu úthrópunaráráttu yngri ljóðskálda flkrar hann sig hægt að niðurstöðu, stígur hugsi varlega til jarðar og ber óttablandna virðingu fyrir pennan- um sem hann stingur niður. En það er samt sem áður óþægileg tilfinn- ing fólgin í ofurdjúpu dulmáli handverksins. Auðvitað eiga ljóð að vera dul og lokuð að einhverju leyti, í því felst töframáttur þeirra. En of mikil dulúð dulbýr hreinlega heim- inn sjálfan, og getur á endanum lokað hann alfarið úti. í Dyr að draumi vinnur Þor- steinn á svipaðan hátt úr mörgum gamalkunnum viðfangsefnum. Þar er þó að finna áherslu á tvö merk- ingarþrungin og mikilvæg smáorð, sem stundum vilja koma hvort í annars stað en eiga stundum í mik- illi togstreitu. Það eru orðin hér og nú sem gefa bókinni þessá innri spennu. Þessi tilhneiging kemur strax fyrir í nokkuð ógnandi fyrstu línu bókarinnar: „Nú þýtur í sefi./Við sátum hér áður, löng- um..." (bls. 9) og í vel heppnuðu öðru ljóði hennar styrkist enn mátt urinn í hér og nú: Hið máttuga ker ímolum hið máttuga ker. Við freistum þess, skjálfandi fíngrum, að safna brotunum saman, grannskoða allt sem á mætti byggja líkur varðandi lögun og blæ þess draums, sem dýrastur er oghefur það fram yfir sjálfan hinn heilaga Gral: að liggja við dyrnar, reyndar á dreif- en hjá okkur, hér. (bls. 10) Ljóðið sem dyr að draumi og ljóðið sem lykillinn að lífinu er þannig afgerandi viðfang bókarinn- ar. Jafnvel þegar önnur viðfangsefni virðast sitja í forgrunni er ljóðið ávallt með í för - ljóðið er vatnið í „Hjá vatninu", það er kerið í „Hið máttuga ker", spurningin í „Spurn- ingin", og í ljóðinu „Svör" er ljóðið klárlega svarið: Einungis eitt svarmun á jörðu satt. Það eigrar um rústimar orðlaust. Ég ber kinnroða fyrir tilvist þessa míns velviljaða, heil- brigða, orðspaka, einskismegandi ljóðs. (bls. 23) Að ein- hveiju leyti - er Dyr að draumi því argasti meta- skáld- skapur - og það { liggur al- mennt í eðli meta- skáld- skapar að upp- hefja hið skáldaða á kostnað hins daglega lífs. í ljóðinu „Ljóð um ljóð" (bls. 43) kemur enda fram hið mikla álit skáldsins á ljóðinu og mat skáldsins á eigin hlutskipti: „...Því ljóðið spyr,/leitar, efast - og sér því/heiminn skýrar en skáld- iðl/sem ornar sér stundum/við ör- uggsvör...". í raun er auðmýkt ljóðmæland- ans fyrir ljóðinu svo ríkjandi að jaðrar við blinda trú - manni verður hugsað til sumra seinni bóka ísaks Harðarsonar, sem eru um margt vandaðar en líða fyrir þá staðreynd að ljóðin fjalla meira og minna um mátt Jesú og vanmátt mannsins. Hér er ekki ætlunin að gera lítið úr auðmýkt eða trú, hvaða nafni sem hún nefnist - en hverskyns ein- strengingsháttur er af hinu illa og aðeins til að skaða frjálsa sköpun. Það krefst þannig nokkurs sátta- vilja að skrifa um ljóð Þorsteins frá Hamri. Hans helsti styrkur er á sama tíma veikleiki: ljóð hans lifa og skrifast út frá þeirra eigin forsend- um, á ákaflega inn- hverfan hátt, að mestu laus við samfélagslega vídd svo þau virka ekki þessarar verald- ar. En auðmýkt skáldsins er sönn og hrein og í bókinni er fjallað á falleg- an hátt um návist Guðs, vitundina um dauðann og hugleiðingar um æviskeið mannsins. Það er sátta- tónn í Dyr að draumi - þar stendur maður frammi fyrir mikilfengleika ljóðsins, dyntum tímans og um- fangi mannsævinnar sem er eftir allt saman .....ofurseld/undirgef- \ in//óðu,/hvítu skýi..." (bls. 51). Davíö Stefánsson. Eldhress Raggi Bjarna f Gerðubergi verða sungin sjó- mannalög á sunnudaginn milli 13 og 14. Hver þekkir ekki Sfldarvals- inn, Ship ohoj og fleiri eldhress sjómannalög sem styrkja hug og stæla lund? Heiðurssöngvari er enginn annar en okkar ástsæli Ragnar Bjarnason, en Ingveldur Ýr Jónsdóttir leiðir sönginn og Kjartan Valdimarsson leikur und- ir á píanó. Að syngja saman er hugmynd sem fylgir því mark- miði Gerðubergs að þangað komi fólk til að taka þátt í gleðistund og að viðburðir séu uppbyggilegir, fræðandi og skemmtilegir. Verk- efhið er unnið I samstarfl við ÍTR^ aðgangseyrir er 500 krónur en boöið er upp á heitt te á undan söngnum. Frítt í sund á eftir! Líðurað lokum Sjötugasta sýningin á Minni eigin konu verður annað kvöld í Iðnó. Uppselt er á sýningar helg- arinnar og að þeim loknum eru aðeins fjórar sýningar eftir. Að- sókn hefur verið með eindæmum góð á þetta verk, en það er Hilmir Snær Guðnason sem leikur öll 35 hlutverkin. Efni leikritsins byggir á sannsöguleg- um atburðum og fjallar um hina þýsku Charlotte von Mahlsdorf, sem fæddist drengur en ákvað að lifa lífi sínu sem kona, Þrátt fyrir að tilheyra of- sóttum minni- hlutahópi, komst hún lífs af undan of- sóknum násista og síðar komm- únista. Hún kom á fót og rak hús- gagna- og hljóðfærasafn í Berlín í_ rúmlega þrjá áratugi og hlaut heiðursmerki þýska alþýðulýð- veldisins fyrir störf sín. Safn hennar er ennþá opið í Berlín. Leikritið, sem er eftir banda- ríska leikskáldið Doug Wright, hlaut fjölda verðlauna sem besta nýja leikritið 2004, ma. hin virtu Pulitzer-verðlaun.Tony-verðlaun- in, Drama Desk-verðlaunin, Out- er Critics Circle og Theatre Award-verðlaunin. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson. Hilmir Snær Guönason Sem kvenmaður í karl- mannslíkama. I Þorsteinn frá I Hamri Ersam- ■ kvæmur sjólfum | sér I nýju bókinni. ms fíondolL Gitarmaqnarar storir tonahulín.is Sunnuhlið 12. WY> AWtmu li s.T6ö-l 3l5 SldphuH 21. H>5 Reykjavik .->552-3515

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.