Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 Menning jy\r Vísindi hafa aö mörgu leyti tekið við hlutverki trú- arbragða og goðsagna. Þau eru í bókstaflegum skflningi óskfljanleg öllum þorra1 manna en um leið trúa menn ósjálfrátt öllu því sem vísind- in segja okkur um heiminn. (Páll Skúlasorí)' Vel sagt Um innrásina íírak f Háskólabíói á morgun kl. 13 verður almenn- ur borgarafund- ur Þjóðarhreyfmgarinnar - með lýðræði, en 18. mars eru þrjú ár liðin frá því þáverandi forsætisráð- herra sendi forseta Bandaríkjanna -Btuðningsyfirlýsingu vegna innrá- sarinnar í írak og nafn Islands fór á lista hinna „viljugu & staðföstu" þjóða. Sýndar verða tvær heimildar- myndir um innrásina í írak eftir Sigurð Guðmundsson og Ara Alex- ander Magnússon. Hans Kristján Árnason setur fundinn og Ólafur Hannibalsson, Andri Snær Magnason og Ari Alex- ander halda örstutt ávörp. Þær bera nöfriin Ég er arabi og 1001 nótt. Að þeim loknum verða pall- borðsumræður. Þau sem taka þátt í umræðunum verða: Halla Gunn- arsdóttir blaðamaður, Hallgrímur Helgason rithöfundur, Jón Baldvin .sJjjÁnnibalsson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, Sigríður Dögg Auð- unsdóttir, blaðamaður, Steingrím- ur Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, og Þórunn Jóns- dóttir viðskiptafr æðinemi. f Hinsegin bíódagar hófust í Regnboganum í gær. Þar er boðiö upp á úrval ný- legra kvikmynda sem hafa líf samkynhneigðra að umQöllunarefni. í heila tíu daga verða fjölmargar myndir sýndar og væntanlega mikið gaman hjá þeim sem njóta þess að horfa á öðruvísi kvikmyndir. I í glnl rokksins Þarsegir frá Jacki (Gina Gershorn) I og stelpnabandinu hennar, Ciamdandy, sem hefur Idrumsaman veriðnálægtþvíaðsiáígegn Vigdís Finnbogadóttir Arlega verða haldin Vigdls- arþing henni til heiðurs. Vigdísarþing Stofnun Vigdtsar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum við Háskóla íslands heldur árlega svonefnd Vigdísarþing til heiðurs frú Vigdísi. A þessum þingum verða rædd ýmis þau fræði sem •hún hefur sýnt mikinn áhuga, svo sem bókmenntir, kennsla tungu- : mála og samræða ólíkra menn- ingarheima. Á hinu fyrsta þessara þinga, sem nefnt hefur verið Hið nor- ræna og það þjóðlega, og haldið verður í dag og á morgun, verður rætt um hvernig íslenskar forn- bókmenntir voru meðvitað not- áðar til þess að byggja upp þjóð- erniskennd á Norðurlöndum, í Skotlandi og Þýskalandi á 19. öld. Frú Vigdís Finnbogadóttur setur þingið kl. níu í Norræna húsinu. Fræðimenn frá sex löndum ræða málið. Fyrri ráðstefnudegi lýkur um klukkan fimm. Á morgun hefst ráðstefnan kl. 10 í stofu N132 í öskju. Ráðstefnustjóri er Annette Lassen, lektor í dönsku. Hinir skandinavfsku lektorarnir, þau Jon Minler, Gro Tove Sandsmark og Lars-Göran Johanson aðstoð- uðu hana við undirbúninginn. Ráðstefnan fer fram á dönsku, ensku, íslensku, norsku, sænsku Fí'g þýsku. Hinsegin bíódagar em haldnir annað hvert ár. Á dagskránni em leiknar kvikmyndir og heimfldar- myndir auk þess sem boðið er upp á úrval stuttmynda á sérstökum sýn- ingum, enda er vaxtarbroddirm í kvikmyndagerð lesbía og homma ekki síst að finna í stuttmyndagerð sem hér er kynnt undir heitunum Strákar með strákum og Stelpur með stelpum. I þetta sinn er lögð áherslu á það að kynna myndir sem lýsa ýmsu því sem menn vilja láta liggja í láginni, margt sem hinsegin fólk þegir líka um sjálft - af ótta við að verða mis- skilið og auðmýkt. En til að gefa til- vemnni merkingu er mikilvægt að Qalla um alla þætti hennar. Líf og reynsla transgender fólks, lesbíur af lágstéttum og lítilsvirtum uppmna, hommar sem tala máli fasisma og nasisma, samkynhneigt fólk sem verður fyrir kynferðislegri eða trúar- legri valdbeitingu í æsku - þetta em fáein dæmi um þá óvenjulegu íjöl- breytni sem birtist á hvíta tjaldinu á þessari hátíð. Heiðursgestir Hinsegin bíódaga em þrír. Breski leikstjórinn Jan Dunn, leikstjóri myndarinnar Gypo (Sígaunapakk), er viðstödd frumsýn- ingu myndar sinnar. Þá heimsækir Susan Stryker frá Bandaríkjunum ís- land í tilefni af frumsýningu myndar hennar um lff transgender fólks, Scr- eaming Queens (Skrækjandi drottn- ingar). Þriðji gesturinn er Jankees Boer, sem um árabil hefur verið helsta drif- fjöður hinsegin kvik- myndahátíða í Amster- dam. Einu sinni var... kynvilla í þremur stuttum myndum er litið tfl for- tíðar. í Einu sinni var ... kynvilla eftir Evu Maríu Jónsdóttur rifja Elías Mar og Þórir Björnsson upp löngu liðna daga þegar strákar komu saman á Hótel Borg og á Laugavegi 11 til að hitta aðra stráka, á tím- um þagnar og felu- leiks, þegar hommar hétu „kynvill- ingar" í munni góðra borgara. Irene Williams er sannkölluð Drottning á Lincoln Road suður í Flórída, og þótt hún sé hvorki lesbía né hommi er út- geislun hennar eins „gay" og fjarri gráum hversdagsleikanum og hugs- ast getur. Walter þykir hann hafa átt Líf til einskis eftir áralanga vist í vinnubúðum nasista í Sachsen- hausen og rétt fyrir dauða sinn fyrir nokkrum árum leysti hann frá skjóð- unni. Þemað ungt fólk og ástir er líka fyrirferðar- mikið. Bandaríska gam- anmyndin D.E.B.S. fjall- ar um stúlkur í herskóla, kvflcmyndin Síðari dagar (Latter Days) segir frá Christian sem lifir hátt og telur sig vera að njóta þess besta sem lífið hefur upp á bjóða með nætur- °8ástarævintýrum. Irene Williams Húner sannkölluð drottning á Lincoln Road suður I Flórída, og þótthún sé hvorki lesbia’ né hommi er útgeislun henn- areins„gay" og hugsast getur. Að fela tilfinningar sínar Fjórar myndir á hátíð- inni lýsa á ólíkan hátt lífi lesbískra kvenna. Breska myndin Sígaunapakk (Gypo) er eftir Jan Dunn, einn af heiðurgestum hátíðarinnar. í indversku verðlaunamyndinni Ferðalagið (Sancharram) segir frá Kiran og Delilah sem eru bestu vin- konur, en þegar Kiran verður ást- fangin af vinkonu sinni verður hún svo hrædd um að missa vináttu hennar að hún gerir allt til þess að fela tilfinningar sfnar. Spænska kvikmyndin Sévigné segir frá leikstjóra sem í glímu sinni við efriivið fortíðarinnar verður að endurmeta eigið líf. í gini rokksins (Prey for Rockin Roll) er byggð á söngleik eftir bandaríska rokkarann og húðflúrarann Cheri Lovedog og styðst við sögu hennar sjálfrar. Þar segir frá Jacld (Gina Gershom) og stelpnabandinu hennar, Clamdandy, sem hefur árum saman verið nálægt því að slá í gegn. Tvær dómnefndir tilnefna bestu lcvilanyndimar í lokasamlcvæmi há- tíðarinnar í Þjóðleflchúskjallaranum laugardagslcvöldið 25. mars. Veitt verða þrenn verðlaun, fyrir bestu leiknu kvflcmyndina, bestu heimild- armyndina og bestu stuttmyndina. í dómnefndunum eiga sæti þau Dag- ný Kristjánsdóttir, Felix Bergsson, Hannes Páll Pálsson, Kristín Páls- dóttir, Kristín Ómarsdóttir og Svein- bjöm I. Baldvinsson. Kvikmyndahús- ið Regnboginn er samstarfsaðili Hinsegin bíódaga og Hrafnhildur Gunnarsdóttir er stjómandi þeirra. Blúsarar kætast á páskum Björgvin Gíslason Gitarieikarinn snjalli i mikium ham, eins og hann verður áreiðanlega á blúshátiðinni. Litlu fyrir páska verður haldin Blúshátíð í Reykjavík í þriðja sinn. Hátíðin verður að þessu sinni á Nordica Hotel, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, enda sækja sí- fellt fleiri blúshátíðina. Er ástæða fyrir blúsara til þess að kætast, vegna þess að þeir eiga von á góðri dagslcrá. Hátíðin verður sett þriðjudaginn 11. apríl, en þá verður blúslista- maður heiðraður og blúsdjamm haldið. Síðan verða stórtónleikar á Nordica Hotel kl. 21 með þátttöku Andreu Gylfadóttur, Páls Rósin- kranz og hljómsveitarinnar Skaf, þar sem m.a. leika Björgvin Gísla- son, Eðvarð Lámsson og Birgir Baldursson. The Bumcats og Blússveit Þollýj- ar troða einnig upp þetta kvöld. Kvöldið eftir heldur gleðin áfram og þá verða svo sannarlega stórtón- leiJcar, þar sem m.a. koma fram Bubbi Morthens, Halldór Bragason, Björgvin Gíslason, Guðmundur Pét- ursson og Sigurður Sigurðsson. Kmmmarnir koma fram og flutt verða blúsuð ljóð eftir Kristján fjallaskáld Jónsson, en það gera Hlöðver, Tommi og Rúnar. Á skírdag, 13. apríl, verða þriðju tónleikarnir haldnir á Nordica. Vin- ir Dóra troða upp og líka þrjár dívur frá Chicago; Deitra Farr, Zora Young og Grana Louise. Föstudaginn langa verður botn- inn síðan sleginn í blúshátíðina með sálmatónleikum þar sem dív- urnar þrjár frá Chicago koma aftur fram, en einnig Eðvarð Lámsson , Kjartan Valdimarsson, Jón Rafhs- son ogÁsgeir Óskarsson. Hvenær er annars ástæða til þess að syngja blús, ef eklci á föstudaginn langa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.