Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Qupperneq 6
: i I ÞAÐ MUNA ALUR EFTIR TÓMASILEMARQUIS SEM SLÓ SVO EFTIRMINNILEGA f GEGN í MYNDINNINÖI ALBfNÖI. EN HVAÐ HEFUR TÓMAS VERIÐ Afi GERA SfÐAN ÞA? SIRKUS RVK LÉK FORVITNIA AÐ VITA ÞAÐ OG ÞVÍ MÆLTIBLAÐAMAÐUR SÉR MÓT VIÐ TÓMAS A SKÓLAVÖRÐUSTfGNUM. frönsk mynd sem ég var að leika í,“ segir Tómas sem var með meðalstórt hlutverk í þeirri mynd. „Myndin gerist rétt eftir stríð. Það er svona hús fyrir gyðingaböm og ég leik þýskan kommún- ista," segir Tómas. „Svo hef ég leikið í tveimur stuttmyndum, annarri í London og hinni í Frakklandi um daginn," segir Tómas sem er staddur hér á landi til þess að leika í kvikmyndinni Köld slóð. Tómas vill segja sem minnst um það hlútverk því fólk má ekki vita neitt um framvindu sögunnar. „Fólk á líklega ekki eftir að þekkja mig, ég verð í gervi." LEIKUR EKKIÁSVIÐI Tómas hefúr í nógu að snúast en tekur hann við hvaða hlut- verki sem er? „Nei, ég tek alls ekki að mér hvað sem er. Og mig langar ekkert að gera hvað sem er því ég er líka í myndlist og svona. Ég er heldur ekkert að gera þetta fyrir peningana þótt það sé áuðvitað nauðsynlegt að lifa af. Eg hef ekki heldur tekið að mér leikhúshlutverk." Afhverjuekki? „Það er form sem hentar mér ekki nógu vel. Ég er bara ekki spenntur fyrir því. Mér finnst betra að vera að vinna í myndlist og svo leika í bíómyndum með. Svo er líka erfitt að ef maður er bundinn við eitthvað verk getur maður ekki hoppað í prufu eða farið í bíómyndir hvenær sem er. Þetta er bara val. Ég valdi að vera iaus." MEÐ AÐALHLUTVERK í ÞÝSKRIMYND Framundan hjá Tómasi eru nokkur kvikmyndaverkefni. Hins vegar er það þannig í kvikmyndabransanum að þótt það sé búið að velja í hlutverk þarf það ekki að þýða að myndin verði að veruleika. Fyrst þarf að fjármagna allt heila klabbið. „Það er eitt verkefni í Þýskaiandi sem ég hef trú á að verði að veruleika," seg- ir Tómas. Hann á að leika þýskumælandi mann í þeirri mynd og fara með aðalhlutverk. Hann talar hins vegar enga þýsku en hyggst halda utan í næsta mánuði og reyna að bæta úr því. „Ég má samt halda smá hreim," segir Tómas. HEIMILDAMYND UM KETIL LARSEN Tómas er sem fyrr segir myndlistarmaður og útskrifaðist hann úr Listaháskóla íslands árið 2003. Hann segist aðeins vera að byrja að sýna erlendis. „Það sem ég er að vinna í akkúrat núna er plötuumslag fyrir ffanskan vin minn sem heitir Joseph. Hann er að fara að sýna í Gallery hjá Agnesi B sem er einnig með búð- ir undir sama merki. Svó hefur okkur verið boðið að taka þátt í verkefninu Franska vorið 2007, sem er menningarhátíð. Af því tilefni erum við að gera stuttmynd um Ketil Larsen sem er leikin heimiidamynd." „NEI, ÉG TEKALLS EKKl AÐ MÉR HVAB SEMER.0G MIG LANGAR EKKERT AÐ GERA HVAÐ SEM ER ÞVf ÉG ER LlKA f . MYNDLIST 0G SVONA. ÉGER HELDIIR EKK- ERT AÐ GERA ÞETTA FYRIR PENINGANA Þón ÞAÐ SÉ AUÐVITAÐ NAUDSYNLEGT AÐLIFAAF.ÉGHEF EKKIHELDUR TEK» AÐ MÉR LEIKHðSHLUTVERK." Afhverju Ketill Larsen? „Hann er ótrúlega heiflandi karakter. Jóseph sá hann alltaf á Mokka og fannst hann spennandi. Svo loksins fékk hann kjark til að tala við hann og þá kom í ljós að ég þekkú hann líka. Ég var á reiðnámskeiði í Aðaldal þegar ég var KtiII og hann var að segja okkur sögur á leiðinni þangað," segir Tómas sem vinnur nú að heimildamynd um þennan roskna lífskúnstner sem meðal ann- ars er afkomandi Josephs Bonaparte, bróður Napóleons. Þá er hann einnig að þróa hugmynd að gerð grínþátta ásamt Hugleiki Dagssyni og fleiri góðum mönnum. KLÍGJAR VIÐ HÁRI Tómas er sérstakur útfits að því leyti að hann hefur ekkert hár. Hann missú hárið þegar hann var þrettán ára sökum sjálfsof- næmissjúkdóms sem veldur því að fólk missir allt hár á líkaman- um. „Þetta er ekkert hættulegt eða neitt svoleiðis," segir Tómas sem getur ekki hugsað sér að vera öðruvísi en hárlaus. „Ég er með kh'gju fyrir hári," segir hann. Hann er þó ekki eini hárlausi einstak- lingurinn í sviðsljósinu því hinn hárlausi Ólafur Egilsson hefur farið mikinn á leiksviðum landsins undanfarin ár. Hann og Tómas eru vinir en þeir kynntust þegar þeir voru saman í Götu- leikhúsinu. Þeir hafa brallað margt saman. Meðal annars komu þeir fram á Halló Akureyri á sínum tíma þar sem þeir voru með töffabrögð, báðir klæddir bleikum krumpugöllum. „Annar hvarf og hinn birúst upp úr kistu. Við spiluðum á það að fólk tæki feil á okkur. Við emm ekkert líkir en emm báðir hárlausir," segirTómas og bæúr við að oft sé ruglast á þeim félögum. „Mér er oft hrósað fyrir frábæran leik í Þjóðleikhúsinu og-hann fær oft klapp á bakið fýrir Nóa albínóa," segir Tómas léttur í bragði. Við skiljum við Tómas í kjallaranum hjá móður sinni. Hann heldur áfram lestri á bókinni Aferð efúr Ófeig Sigurðsson. „Ég er loksins að lesa hana núna og mæli eindregið með henni." SHS „Ég fór á ýmis fesúvöl hér og þar til að fylgja Nóa albínóa eft- ir,“ segir Tómas Lemarquis sem sló svo eftirminnilega í gegn í myndinni Nóa albínóa eftir Dag Kára. Síðan þá vita fæstir hvað þessi ungi leikari hefur verið að fást við. Þegar blaðamaður Sirkuss rakst á Tómas á knæpu í Reykjavík um síðustu helgi var ekki annað hægt en að fá hjá honum símanúmer og fá að vita hvað hefur drifið á daga hans undanfarna mánuði. f PRUFUM í FRAKKLANDI0G L0ND0N „Ég bý í Frakklandi og hef verið að fara mikið í prufur. Ég er með umboðsmann þar og í London. Svo kom út um daginn I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.