Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Síða 9
ir
Það er enginn okkar með lykil," segir Elli, bassaleik-
ari hljómsveitarinnar Jeff Who?. Þeir Elli og Baddi
söngvari hafa mælt sér mót við blaðamann í æf-
ingahúsnæði þeirra. Þeir em hins vegar ekki með
lykil. „Ég þarf að fara og sækja Badda. Eigum við ekki bara
að spjaila á KafBbamum?" spyr Elli. Það er samþykkt.
Kaffibarinn skal það vera. Drengimir mæta þangað glaðir
í bragði. „Ég steinsofnaði," segir Baddi og strákamir panta
sér báðir latte til að friska upp á sig. Við setjumst niður á
efri hæð staðarins.
SPILAÁCBGB'S
Ástæða þess að við mælum okkur mót við Jeff Who? er
ekki einungis sú að þeir em fallegustu rokkarar landins, og
með eindæmum virisælir hjá kvenþjóðinni, heldur em
þeir á leiðinni til New York næsta mánudag. „Við erum að
fara að spila á þrennum tónleikum. Það má í raun segja að
við séum að fara þama og kynna okkur, „showcase" eins
og það er kallað," segir Elli. Strákamir koma til með að
spila á þremur stöðum. Meðal annars hinum goðsagna-
kennda CBGB’S. „Þar gerðu Ramones og Blondie garðinn
frægan," segir Elli. „Alltafþegar þú segir þetta þá minnism
aldrei á Talking Heads," segir Baddi vonsvikinn með fé-
laga sinn. Sem reynir að halda því fram að ekki hafi verið
minnst á þá ágætu hljómsveit á heimasíðu staðarins.
Er ekki heiöur aö fá að spila þar?
„Allavega finnst okkur það. Kannski er þetta bara eitt-
hyað voða casual," segir Baddi.
Bara eins og Gaukurirm?
„Já, svona bandaríski Gaukurinn."
„Mér skilst að þetta sé skítugasta búllan með dýrasta
bjórinn í New York, getur það út af orðsporinu," segir EUi.
Nú em teikn á lofti þess efriis að staðnum verði lokað og
hefur verið herferð í gangi ytra undir yfirskriftinni. „Save
CBJB’S".
EINAR BÁRÐAR NÝJU JÓRVÍKUR
Það er kona að nafiii Rachel sem sér um að bóka strák-
ana á tónleikana úti en þeir kynntust henni á Airwaves-
hátíðinni. Strákamir ferðast með Loftbrúnni sívinsælu og
fá því að taka með sér 100 kg á mann í yfirvigt. Þeir þurfa
ekki að taka með sér neinar græjur aðrar en hljóðfærin.
„Trommarinn fer með sneril og diska, bara eins og tíðkast
hér heima á Gauknum," segir Elli.
En hverjir koma aö horfa á ykkur?
„Það er mjög margþætt. Það er erfitt að segja hverjir
nákvæmlega em að koma að sjá okkur því þama em hlut-
verk umboðsmannanna svo skipt. Einn sér um að bóka
hljómsveitir á staði, annar sér um að bóka tónlist í kvik-
myndir og auglýsingar, svo er einn sem kemur mönnum í
samband við plötufyrirtæki og svo framvegis,” segir Elli.
Það er enginn Eihar Bárðar sem sér bara um allt sam-
an?
„Nei, það er enginn Don King. Nema þá kannski
Rachel. Hún er Einar Bárðar New York. Þannig áð við
erum að fara að spila á þremur Gauksgiggum sem em
skipulögð af Einari Bárðar í New York,” segir Baddi og
hlær.
RÁNDÝRT MYNDBAND KOMIÐ í SPILUN
Strákamir gáfu út sína fyrstu breiðskífu á síðasta ári en
hún ber heitið Death Before Disco. Síðan þá hafa strák-
amir varla numið staðar í spilamennsku og á dögunum
gáfu þeir sér tfrna til að taka upp myndband við lagið Bar-
fly. „Þetta er mjög flott myndband, skotið á 35 millimetra
filmu," segir Elli.
Rándýrt?
Elli: „Já við erum orðnir alveg staurblankir."
Öll hýran afplötusölunni horfín?
Baddi: „Já. En Gunni Palli, sem gerði myndbandið og
átti hugmyndina að þessu öllu saman, gerði þetta allt frítt
og félagar hans sem allir em miklir fagmenn."
EUi: „Þetta var allt gert á mörgum vinargreiðum og er
rosalega flott budgetmyndband ef svo má að orði kom-
ast."
ALLTAF f STUÐI
Piltamir segjast ekkert hafa komist almennilega til þess
að semja að undanförnu enda uppteknir við spila-
mennsku. Þeir hafa þó komist til þess að gera demó að
einu lagi. Þó skyldi engan undra hve uppteknir drengfrnir
em við spilamennsku því þeir em annálaðir fyrir góða
stemningu á tónleikum.
Baddi: „Já, ég meina, þetta er gaman. Við emm nátt-
úrlega allir félagar í hljómsveitinni, við hittumst bara og
fáum okkur öl og höfum gaman."
HUi: „Ef það er ekki gaman að spila live þá missir þetta
marks. Líka þegar við erum að semja, þá erum við að
koma okkur sjálfum í stuð. Þá komum við saman með
nokkra öllara uppi í húsnæði. Bara með autt blað og svo
reynum við að koma okkur í stuð."
Og það heppnast?
Elli: „Vonandi, við emm allavega í stuði."
Boybandið Jeff Who?
Það ætti ekki að fara framhjá nokkrum manni sem fer
á tónleika með Jeff who? að konur virðast með eindæm-
um spenntar fýrir þeim félögum og sjást gjaman dillandi
sér framarlega.
„Já við fáum ansi oft þetta komment. Maður veit ekki
alveg hvað skal segja. Við erum kannski svona miklar kell-
ingar sjálfir að við semjum eitthvað sem stelpur em
ánægðar með," segir Elli.
Það má segja að þið séuð nokkurskonar boyband?
Elli: „Þarna ertu kominn út á hálan ís.“
Nei hægan hægan. Ég ermeð kenningu. Bítiamir voru
fyrsta boybandið. Þeirsömdu alltsjálfirogstelpumarvom
trylltaríþá. Svo kemurþetta niðurlægingatímabilþar sem
Backstreet boys og Westlife vom upp á sitt besta. Nú er
komið að ykkur ogþið semjið ykkar tónlist sjálfír.
EIli: „Boyband í dag hefur þann stimpil á sér að það sé
búið til með það eina að markmiði að heilla stelpur. Það
er ekki málið hjá okkur. En ef þú segir að Bítlamir hafi ver-
ið fyrsta boybandið þá má að kannski segja að við séum
einhverskonar afturhvarf til þess tíma."
Þar höfum við fengið það staðfest. Jeff who? er boy-
band.
SKAPA STUÐIÐ í SAMEININGU
Þegar Elli og Baddi mæta sem fulltrúar sveitarinnar í
viðtal hljóta margir að velta fyrir sér hvort þeir séu
vítamínsprauta Jeff who? „Já þú meinar John og Paul?"
segir Elli kíminn. „Við semjum aldrei einir heima. Við
komum með kafla en annars gerum við þetta allt saman,"
bætir Baddi við. Strákarnir em allir skráðir fyrir lögunum.
„Við ákváðum að hafa þetta þannig að við deilum öllu, 1/5
á mann. í fyrsta lagi því það er góður mórall hjá okkur og
við emm allir góðir vinir. Það em allir að mæta á æfingar
og leggja sitt af mörkum," segir Elli og Baddi tekur upp
þráðinn. „Líka ef við væmm ekki allir saman í hljómsveit-
inni, þá væri þetta ömgglega eitthvað öðmvísi. Kannskl
ekki jafn skemmtilegt."
EKKERT GÁFUMANNAROKK
Strákamir hafa flestir þekkst í nokkum tíma. Elli og
Baddi kynntust til að mynda fyrst þegar þeir vom sex ára
en urðu ekld almennilegir vinir fyrr en í menntaskóla en
allir meðlimir sveitarinnar gengu í MR.
Gáfumanna tónlist?
Baddi: „í guðanna bænum ekki blanda MR inn í þetta."
Elli: „Við erum orðnir það gamlir að allur mennta-
skólahroki er búinn að skolast af okkur."
Baddi: „Það var aldrei neinn menntaskólahroki í mér.
Þetta var ömurlegur skóli. Þetta var hverfisskólinn minn
og ég gat farið í hann. Flóknara var það ekki."
Efli: „Þetta var ekkert ömurlegur skóli."
Baddi: „Nei það vom fínir krakkar."
Efli: „Það fara bara allir í einhvem menntaskóla. Ég get
ekki séð það sem einhverja breytu sem hefur áhrif á ein-
staklingana."
Þá hefur umræðan um gáfiunannatónlist gjörsamlega
verið kæfð og óþárfi að reyna að halda áfram með hana.
RIFIST UM KVEIKJARA
Elli kveikir sér í sígarettu og býr sig undir að setja
kveikjarann aftur í buxnavasann. Baddi bregst hinn versti
við og sakar Ella um að ætla að stela kveikjaranum sínum.
Segist hafa keypt þennan kveikjara um helgina. Hann
ákveður svo að róta í vasa sínum og finnur þar sinn eigin
kveikjara sem er hvítur.
|ík®addi: Þefr em dáldið VAR ALDREI NEINN
Elli: „Þetta er grænn MENNTASKÓLAHROKI f MÉR.
b£ je heid ö ÞETTA VAR ÖMURLEGUR
S Ln “ E”,6 SKÓLI. ÞETTAVAR HVERFIS-
þessum mistökum sínum. |>||| uium AAT
Á tímabili var útlit fyrir MULINN MlllN Ull Ell llAI
fyrstu brestina í sambandi rinijl f ||M||y E| ÁVUADA
hljómsveitarmeðlima. rnlllll I ViHllll* ■ LwlVI»Hll#t
LEIKSTJÓRNANDINN Á MIÐJ- ^AR ÞAÐ EKKI*
UNNI
Baddi er mikið sviðsdýr en það sem færri vita er að
hann er ekki einungis hrókur á sviði heldur hefur hann
einnig verið einvaldur á miðjunni hjá Víkingum í knatt-
spymu.
Hættur?
„Ég er í fríi eiginlega en ég sný kannski aftur einhvem
tímann," segir Baddi. „Mig langar alveg en það er bara svo
mikið að gera. Ég er í hundrað prósent vinnu og hundrað
prósent námi. Svo var ég líka alltaf meiddur hvort eð er og
það var svo leiðinlegt að vera alltaf meiddur að spila fót-
bolta." Bjami er þó heill núna. „Já af því að ég er ekki að
spila fótbolta. Kannski að maður geri eitthvað í sumar, þá
í lægri deild." Hann er að læra heimspeki og fjármálafræði
við háskóla íslands. Þó umræðan um gáfumannarokk hafi
farið út um þúfur em flestir meðlima sveitarinnar með há-
skólapróf.
EKKIÁ BARMIHEIMSFRÆGÐAR
Hljómsveitin fer utan á mánudaginn en í kvöld verður
hún með tónleika á Gauknum góða ásamt Jan Mayen og
Tony the Pony. Þetta em nokkurskonar stuðningstónleik-
ar fyrir strákana áður en þeir fara út í stóra eplið. Við ósk-
um þeim góðrar ferðar en þeir vilja koma því á framfæri
að þeir em EKKI á barmi heimsfrægðar. „Þetta getur verið
að það sé langt í næstu tónleika því hugsanlega ætlum við
að draga okkur aðeins í hlé eftir bandaríkjaferðina," segir
Elli að lokum.
Sólmundur Hólm Sólmundarson